Erfðaskrá Bergur Ebbi skrifar 5. febrúar 2016 07:00 Þó að farsímar séu nú búnir að vera til í áratugi þá eru margir með áskrift að heimasíma. Við getum ekki bara keyrt með hann út í skóg og skilið hann eftir eins og labrador með liðagigt þó að við höfum ekki sömu not fyrir hann og áður. Heimasíminn lifir enn góðu lífi og það lítur út fyrir að honum verði fasað út hægt og rólega. Hlutirnir í kringum okkur þurfa aðlögunartíma. Ég man að pabbi hélt tryggð við ritvélar löngu eftir að það var komin tölva á heimilið. Til að sýna tryggð sína keypti hann nýja ritvél í Nýherja cirka 1996. Þetta var ritvél af bestu sort, með leiðréttingar-fídus og sjálfvirkri línuskiptingu; stór græja sem þurfti umönnun. Pabbi sinnti henni af alúð, sá til þess að hún var aldrei bleklaus og fyllti samviskusamlega á leiðréttingarvökvatankinn. Í huga mínum er þetta allt ein stór fjölskylda. Snjallsíminn er sonur farsímans, sem er endurbætt útgáfa heimasímans, en móðirin er tölvan sem er dóttir ritvélarinnar og vasareiknisins. Þetta er persónulegt, þessir veraldlegu hlutir eru stór þáttur heimsmyndar minnar og ég get ekki slitið þá úr samhengi hverja frá öðrum. Þó að ég vilji ekki gera öðrum upp lífsskoðanir þá verður að teljast líklegt að stór hluti mannkyns upplifi þetta öðruvísi. Upp vex nú risastór kynslóð, einkum í Asíu, sem hefur engar minningar um tölvur, ritvélar eða síma en hefur nú öll snjallsíma í hönd. Það var hoppað yfir nokkur þróunarstig, og kannski var einmitt hoppað yfir þau þróunarstig sem gera heimsmynd mína óþarflega flókna.Eg, unnandi hluta Það hefur stundum verið sagt að kommúnismi virki ekki. Ekki vegna þess að hann skapar stríð og hörmungar heldur vegna þess að fólk er í grunninn unnendur hluta. Skömmu eftir að börnin læra að segja „mamma“ læra þau að segja „mitt“ og svo fara fyrstu tuttugu ár mannsævinnar í að læra að bera ábyrgð á hlutunum, merkja þá með nafni, flokka og geyma. Sumt fólk lærir það aldrei og er fyrir vikið utanveltu í samfélaginu. Í þessu felst ekkert gildismat. Svona er þetta bara. Við erum samfélag sem er kjölfest í eignarrétti. Fólk vill eiga hluti. Það vill keyra um á eigin bílum en ekki taka strætó sem allir eiga saman. Það vill búa í eigin húsum, fylla þau með eigin dóti og helst eiga bílskúr líka sem er troðfullur af skíðum, skautum og gömlum teikningum sem börnin sköpuðu og merktu skilmerkilega með nafni og aldri. Ég er of tengdur inn í þetta kerfi til að geta í raun sett neitt út á það. Ég geri þetta bara eins og mér var kennt, hús og bíll og hlaupaskór. Fyndnast þykir mér þó hvað ég á mikið af töskum. Ég á sérstaka tösku undir badmintonspaða, aðra tösku undir tennisspaða, sérstaka skautatösku, sérstaka skíðatösku og ég á meira að segja tösku sem er gerð til að geyma töskur. Í heimsmynd minni er til sérstakt hólf fyrir þetta allt.Front Facing Camera Fyrir mér er snjallsími í besta falli kirsuber á kökunni og í versta falli bara enn einn hluturinn sem ég þarf að hlaða og sinna og kaupa hulstur og töskur fyrir. Ég næ varla utan um þá hugmynd að snjallsíminn sé eitthvað meira en hlutur. En hér má samt alveg setja fram tilgátu. Kannski er snjallsíminn stökkbreytingin stóra, það sem mun snúa heiminum á hvolf, breyta hugmyndum okkar um sjálfan eignarréttinn. Kannski þurfum við ekki að eiga neitt nema snjallsíma, ef við þurfum þá að eiga hann. En hvað er ég að segja? Að eftir nokkrar kynslóðir muni allir standa naktir úti á túni með snjallsíma? Ekki alveg. Það verða að sjálfsögðu til hús, skíði, skautar, bílar, espressó-vélar og örugglega slatti af dóti sem er ekki ennþá búið að finna upp. Heimurinn verður stútfullur af drasli, eins og áður, en einstaklingurinn mun ekki móta sjálfsmynd sína eftir því hversu mikið af þessu dóti hann á heldur eftir því hversu miklu af þessu dóti hann hefur aðgengi að. Lykilhugtakið hér er sjálfsmynd. Eins langsótt og það kann að hljóma þá er fólk enn með áskrift að heimasíma því þeir tengjast sjálfsmyndinni. Það er mikil breyting á sjálfsmynd einstaklings að ganga um með tæki í vasanum sem gefur fólki óheftan aðgang að viðkomandi. Flestir hafa tekið þetta skref en sumir vilja halda í gamla heimasímann líka, til minningar um gamla tíma, þegar símar voru ekki einstaklingstæki heldur hluti af heimilinu; eitthvað sem öll fjölskyldan notaði saman. Heimasímar gætu auðveldlega lifað í tuttugu ár í viðbót vegna þessarar þátíðarþrár og það er engin ástæða til að horfa framhjá því afli. Við skulum aldrei vanmeta hversu samviskusamlega úreltum hugmyndum er sinnt.Eden brennur Ég skal ekki segja um ykkur, kæru lesendur, en sjálfur er ég þjakaður af úreltum hugmyndum. Ég eyði bróðurparti orku minnar í að fylla tuttugu kílóa ritvél af leiðréttingarvökva og ég sinni því samviskusamlega. Ég er hræddur við að krukka í heimsmynd minni því kannski gætu smávægilegar breytingar látið allt burðarvirkið hrynja. Það er reyndar ekki bara úreltur eignarréttur sem þjakar mig heldur líka hálf-úreltar hugmyndir um þjóðerni, trú, syndir forfeðranna og allskonar rugl sem hvílir á herðum mínum. Ég vona að þú kæri lesandi skynjir þessa hugleiðingu sem eitthvað meira en hefðbundið sjálfshjálpar-apakattartal. Ég eftirlæt ykkur þá pynt að uppgötva með mér að upp er runnin stund lífvarðaskipta og er það nema von að sá réttláti gráti á akrinum þegar féð uppgötvar að það þarf engan hirði. Og eitt að lokum varðandi töskur. Það er hægt að kaupa svoleiðis undir sjálfan sig þó að sífellt fleiri kjósi reyndar að brenna sig. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergur Ebbi Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Betri er auðmjúkur syndari en drambsamur dýrlingur Stefanía Arnardóttir Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir Skoðun
Þó að farsímar séu nú búnir að vera til í áratugi þá eru margir með áskrift að heimasíma. Við getum ekki bara keyrt með hann út í skóg og skilið hann eftir eins og labrador með liðagigt þó að við höfum ekki sömu not fyrir hann og áður. Heimasíminn lifir enn góðu lífi og það lítur út fyrir að honum verði fasað út hægt og rólega. Hlutirnir í kringum okkur þurfa aðlögunartíma. Ég man að pabbi hélt tryggð við ritvélar löngu eftir að það var komin tölva á heimilið. Til að sýna tryggð sína keypti hann nýja ritvél í Nýherja cirka 1996. Þetta var ritvél af bestu sort, með leiðréttingar-fídus og sjálfvirkri línuskiptingu; stór græja sem þurfti umönnun. Pabbi sinnti henni af alúð, sá til þess að hún var aldrei bleklaus og fyllti samviskusamlega á leiðréttingarvökvatankinn. Í huga mínum er þetta allt ein stór fjölskylda. Snjallsíminn er sonur farsímans, sem er endurbætt útgáfa heimasímans, en móðirin er tölvan sem er dóttir ritvélarinnar og vasareiknisins. Þetta er persónulegt, þessir veraldlegu hlutir eru stór þáttur heimsmyndar minnar og ég get ekki slitið þá úr samhengi hverja frá öðrum. Þó að ég vilji ekki gera öðrum upp lífsskoðanir þá verður að teljast líklegt að stór hluti mannkyns upplifi þetta öðruvísi. Upp vex nú risastór kynslóð, einkum í Asíu, sem hefur engar minningar um tölvur, ritvélar eða síma en hefur nú öll snjallsíma í hönd. Það var hoppað yfir nokkur þróunarstig, og kannski var einmitt hoppað yfir þau þróunarstig sem gera heimsmynd mína óþarflega flókna.Eg, unnandi hluta Það hefur stundum verið sagt að kommúnismi virki ekki. Ekki vegna þess að hann skapar stríð og hörmungar heldur vegna þess að fólk er í grunninn unnendur hluta. Skömmu eftir að börnin læra að segja „mamma“ læra þau að segja „mitt“ og svo fara fyrstu tuttugu ár mannsævinnar í að læra að bera ábyrgð á hlutunum, merkja þá með nafni, flokka og geyma. Sumt fólk lærir það aldrei og er fyrir vikið utanveltu í samfélaginu. Í þessu felst ekkert gildismat. Svona er þetta bara. Við erum samfélag sem er kjölfest í eignarrétti. Fólk vill eiga hluti. Það vill keyra um á eigin bílum en ekki taka strætó sem allir eiga saman. Það vill búa í eigin húsum, fylla þau með eigin dóti og helst eiga bílskúr líka sem er troðfullur af skíðum, skautum og gömlum teikningum sem börnin sköpuðu og merktu skilmerkilega með nafni og aldri. Ég er of tengdur inn í þetta kerfi til að geta í raun sett neitt út á það. Ég geri þetta bara eins og mér var kennt, hús og bíll og hlaupaskór. Fyndnast þykir mér þó hvað ég á mikið af töskum. Ég á sérstaka tösku undir badmintonspaða, aðra tösku undir tennisspaða, sérstaka skautatösku, sérstaka skíðatösku og ég á meira að segja tösku sem er gerð til að geyma töskur. Í heimsmynd minni er til sérstakt hólf fyrir þetta allt.Front Facing Camera Fyrir mér er snjallsími í besta falli kirsuber á kökunni og í versta falli bara enn einn hluturinn sem ég þarf að hlaða og sinna og kaupa hulstur og töskur fyrir. Ég næ varla utan um þá hugmynd að snjallsíminn sé eitthvað meira en hlutur. En hér má samt alveg setja fram tilgátu. Kannski er snjallsíminn stökkbreytingin stóra, það sem mun snúa heiminum á hvolf, breyta hugmyndum okkar um sjálfan eignarréttinn. Kannski þurfum við ekki að eiga neitt nema snjallsíma, ef við þurfum þá að eiga hann. En hvað er ég að segja? Að eftir nokkrar kynslóðir muni allir standa naktir úti á túni með snjallsíma? Ekki alveg. Það verða að sjálfsögðu til hús, skíði, skautar, bílar, espressó-vélar og örugglega slatti af dóti sem er ekki ennþá búið að finna upp. Heimurinn verður stútfullur af drasli, eins og áður, en einstaklingurinn mun ekki móta sjálfsmynd sína eftir því hversu mikið af þessu dóti hann á heldur eftir því hversu miklu af þessu dóti hann hefur aðgengi að. Lykilhugtakið hér er sjálfsmynd. Eins langsótt og það kann að hljóma þá er fólk enn með áskrift að heimasíma því þeir tengjast sjálfsmyndinni. Það er mikil breyting á sjálfsmynd einstaklings að ganga um með tæki í vasanum sem gefur fólki óheftan aðgang að viðkomandi. Flestir hafa tekið þetta skref en sumir vilja halda í gamla heimasímann líka, til minningar um gamla tíma, þegar símar voru ekki einstaklingstæki heldur hluti af heimilinu; eitthvað sem öll fjölskyldan notaði saman. Heimasímar gætu auðveldlega lifað í tuttugu ár í viðbót vegna þessarar þátíðarþrár og það er engin ástæða til að horfa framhjá því afli. Við skulum aldrei vanmeta hversu samviskusamlega úreltum hugmyndum er sinnt.Eden brennur Ég skal ekki segja um ykkur, kæru lesendur, en sjálfur er ég þjakaður af úreltum hugmyndum. Ég eyði bróðurparti orku minnar í að fylla tuttugu kílóa ritvél af leiðréttingarvökva og ég sinni því samviskusamlega. Ég er hræddur við að krukka í heimsmynd minni því kannski gætu smávægilegar breytingar látið allt burðarvirkið hrynja. Það er reyndar ekki bara úreltur eignarréttur sem þjakar mig heldur líka hálf-úreltar hugmyndir um þjóðerni, trú, syndir forfeðranna og allskonar rugl sem hvílir á herðum mínum. Ég vona að þú kæri lesandi skynjir þessa hugleiðingu sem eitthvað meira en hefðbundið sjálfshjálpar-apakattartal. Ég eftirlæt ykkur þá pynt að uppgötva með mér að upp er runnin stund lífvarðaskipta og er það nema von að sá réttláti gráti á akrinum þegar féð uppgötvar að það þarf engan hirði. Og eitt að lokum varðandi töskur. Það er hægt að kaupa svoleiðis undir sjálfan sig þó að sífellt fleiri kjósi reyndar að brenna sig.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir Skoðun