Bók um líf Önnu Margrétar: „Ekki var ég þroskaheftur, spastískur eða haldinn illvígum sjúkdómum“ Stefán Árni Pálsson skrifar 4. febrúar 2016 12:30 Virkilega fróðleg saga. Vísir Anna Margrét Grétarsdóttir og Bryndís Júlíusdóttir safna nú fyrir útgáfu bókarinnar Hún er pabbi minn – Saga transkonu á Karolina Fund. Bryndís skrifar bókina en hún fjallar um líf Önnu Margrétar. Sagan er þroskasaga drengs og fjallar um Ágúst Má Grétarsson sem fæddist árið 1953. Ágúst er transkona og lýsir sagan ferðalagi hans og baráttu í gegnum hefðbundið hlutverk karlmanns í áratugi. Bókin er saga af ferðalagi einstaklings í gegnum lífið. Einstaklingi sem fæðist sem drengur en snemma á lífsleiðinni áttar hann sig á því að ekki er allt sem skyldi. Bókin lýsir vonbrigðum, vonum og draumum þessa einstaklings sem seint og síðar meir sér drauma sína rætast. Sagan lýsir lífshlaupi fullu af hræðslu og fordómum og baráttu Önnu Margrétar fyrir sjálfri sér. „Enginn gerir athugasemdir við heilbrigðan og hraustan strák. Ekki var ég þroskaheftur, spastískur eða haldinn illvígum sjúkdómum. Ég veit ekki heldur hvort hægt væri að kalla ástand mitt fötlun en það virkaði á mig sem mikil fötlun þegar á leið,“ segir Anna Margrét í bókinni. „Ég fæddist fullkomlega heilbrigður lítill drengur, óx úr grasi og var með eindæmum skapgóð alltaf brosandi og hlæjandi. Þetta var samt bara yfirborðið. Að vera lítill strákur og átta sig á því að eitthvað er ekki eins og það á að vera. Að vera kynþroska unglingur og átta sig smátt og smátt á því að maður er stelpa. Að fara í gegnum öll fullorðisárin og leika hlutverk karlmanns. Ekkert af þessu er auðvelt og þetta er ekki það sem neinn myndi óska sér.“ Menning Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Anna Margrét Grétarsdóttir og Bryndís Júlíusdóttir safna nú fyrir útgáfu bókarinnar Hún er pabbi minn – Saga transkonu á Karolina Fund. Bryndís skrifar bókina en hún fjallar um líf Önnu Margrétar. Sagan er þroskasaga drengs og fjallar um Ágúst Má Grétarsson sem fæddist árið 1953. Ágúst er transkona og lýsir sagan ferðalagi hans og baráttu í gegnum hefðbundið hlutverk karlmanns í áratugi. Bókin er saga af ferðalagi einstaklings í gegnum lífið. Einstaklingi sem fæðist sem drengur en snemma á lífsleiðinni áttar hann sig á því að ekki er allt sem skyldi. Bókin lýsir vonbrigðum, vonum og draumum þessa einstaklings sem seint og síðar meir sér drauma sína rætast. Sagan lýsir lífshlaupi fullu af hræðslu og fordómum og baráttu Önnu Margrétar fyrir sjálfri sér. „Enginn gerir athugasemdir við heilbrigðan og hraustan strák. Ekki var ég þroskaheftur, spastískur eða haldinn illvígum sjúkdómum. Ég veit ekki heldur hvort hægt væri að kalla ástand mitt fötlun en það virkaði á mig sem mikil fötlun þegar á leið,“ segir Anna Margrét í bókinni. „Ég fæddist fullkomlega heilbrigður lítill drengur, óx úr grasi og var með eindæmum skapgóð alltaf brosandi og hlæjandi. Þetta var samt bara yfirborðið. Að vera lítill strákur og átta sig á því að eitthvað er ekki eins og það á að vera. Að vera kynþroska unglingur og átta sig smátt og smátt á því að maður er stelpa. Að fara í gegnum öll fullorðisárin og leika hlutverk karlmanns. Ekkert af þessu er auðvelt og þetta er ekki það sem neinn myndi óska sér.“
Menning Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira