Einfalt er betra Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 4. febrúar 2016 07:00 Heimild til endurgreiðslu á 100 prósentum af virðisaukaskatti vegna vinnu við viðhald eða endurbætur á húsnæði og frístundahúsum var samþykkt á Alþingi í mars árið 2009. Um var að ræða þjóðarátak stjórnvalda og fleiri til að koma hjólum atvinnulífsins í gang í kjölfar kreppunnar og atvinnuleysis sem því fylgdi. Heimildin átti að hvetja til vinnuskapandi framkvæmda. Þetta átak var kallað Allir vinna. Hækkuð endurgreiðsla vegna íbúðarhúsnæðis og orlofshúsa var ekki síst ákveðin til þess að skapa hvata til heiðarlegra viðskiptahátta og draga úr svartri atvinnustarfsemi í byggingariðnaði, með tekjuhagsmuni ríkissjóðs að leiðarljósi. Í ársbyrjun 2015 var ákveðið að lækka endurgreiðsluna til eigenda íbúðarhúsnæðis vegna vinnu iðnaðarmanna á húsnæði þeirra niður í 60 prósent. Á forsíðu Fréttablaðsins í gær var greint frá því að líkur væru á að skattaundanskot hefðu aukist í byggingariðnaði að undanförnu í kjölfar lægri endurgreiðslu virðisaukaskatts að mati ríkisskattstjóra. Í kjölfar breytinganna í byrjun ársins 2015 hefur beiðnum um endurgreiðslur fækkað um 60 prósent á sama tíma og umsvif í byggingariðnaði hafa aukist töluvert. Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri segir að kaupandi geti komið sér hjá því að greiða 40 prósent af virðisaukaskattinum og seljandinn sloppið við að gefa söluna upp til tekjuskatts með því að gefa vinnuna ekki upp. Sé skatturinn endurgreiddur sé hvatinn til að gefa vinnuna ekki upp enginn þar sem ávinningurinn er enginn. Skúli segir einnig að þar sem eftirlit með vinnu á heimilum sé erfitt, sé mikilvægt að hvatinn til undanskota sé ekki fyrir hendi og veltir því upp hvort ekki sé rétt að endurgreiða virðisaukaskattinn að fullu á ný. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði hið sama á Alþingi á mánudaginn. Skilaboðin sem bærust frá kerfinu væru þau að minna sé um að virðisaukaskattskýrslum sé skilað eftir að endurgreiðslurnar voru lækkaðar. Spurningin sem eftir stendur er almenn um skattkerfi. Skattar eru ávallt hækkaðir til að freista þess að fá meira í ríkiskassann. En þrátt fyrir þær fyrirætlanir gengur sú jafna ekki alltaf upp með þeim hætti sem gert er ráð fyrir. Þegar kemur að virðisaukaskatti af byggingariðnaði má spyrja sig – í ljósi þess að sterkur grunur leikur á því að skattaundanskotum sé að fjölga – hvort skatturinn sé ekki einfaldlega of hár. Markmið hvers skattkerfis á að vera að það sé einfalt, fyrirsjáanlegt og sanngjarnt og skili þannig tekjum inn í samreksturinn. Ef skattkerfið er flókið, ófyrirsjáanlegt og ósanngjarnt verður líklegra að menn fari að stinga undan og finni leiðir til að koma sér hjá því að borga. Ef atvinnulífið, og samfélagið allt, býr við hóflega skattheimtu þá skilar það sér á endanum í aukinni verðmætasköpun í þjóðfélaginu öllu. Því má spyrja sig hvort ekki sé tímabært að ríkið hætti þessari ómarkvissu millifærslu sem felst í endurgreiðslu ákveðinna skatta, og lækki þess í stað skatta, gjöld og annað og leyfi atvinnulífinu að blómstra í friði. Með einföldum, fyrirsjáanlegum og sanngjörnum hætti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fanney Birna Jónsdóttir Mest lesið Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Heimild til endurgreiðslu á 100 prósentum af virðisaukaskatti vegna vinnu við viðhald eða endurbætur á húsnæði og frístundahúsum var samþykkt á Alþingi í mars árið 2009. Um var að ræða þjóðarátak stjórnvalda og fleiri til að koma hjólum atvinnulífsins í gang í kjölfar kreppunnar og atvinnuleysis sem því fylgdi. Heimildin átti að hvetja til vinnuskapandi framkvæmda. Þetta átak var kallað Allir vinna. Hækkuð endurgreiðsla vegna íbúðarhúsnæðis og orlofshúsa var ekki síst ákveðin til þess að skapa hvata til heiðarlegra viðskiptahátta og draga úr svartri atvinnustarfsemi í byggingariðnaði, með tekjuhagsmuni ríkissjóðs að leiðarljósi. Í ársbyrjun 2015 var ákveðið að lækka endurgreiðsluna til eigenda íbúðarhúsnæðis vegna vinnu iðnaðarmanna á húsnæði þeirra niður í 60 prósent. Á forsíðu Fréttablaðsins í gær var greint frá því að líkur væru á að skattaundanskot hefðu aukist í byggingariðnaði að undanförnu í kjölfar lægri endurgreiðslu virðisaukaskatts að mati ríkisskattstjóra. Í kjölfar breytinganna í byrjun ársins 2015 hefur beiðnum um endurgreiðslur fækkað um 60 prósent á sama tíma og umsvif í byggingariðnaði hafa aukist töluvert. Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri segir að kaupandi geti komið sér hjá því að greiða 40 prósent af virðisaukaskattinum og seljandinn sloppið við að gefa söluna upp til tekjuskatts með því að gefa vinnuna ekki upp. Sé skatturinn endurgreiddur sé hvatinn til að gefa vinnuna ekki upp enginn þar sem ávinningurinn er enginn. Skúli segir einnig að þar sem eftirlit með vinnu á heimilum sé erfitt, sé mikilvægt að hvatinn til undanskota sé ekki fyrir hendi og veltir því upp hvort ekki sé rétt að endurgreiða virðisaukaskattinn að fullu á ný. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði hið sama á Alþingi á mánudaginn. Skilaboðin sem bærust frá kerfinu væru þau að minna sé um að virðisaukaskattskýrslum sé skilað eftir að endurgreiðslurnar voru lækkaðar. Spurningin sem eftir stendur er almenn um skattkerfi. Skattar eru ávallt hækkaðir til að freista þess að fá meira í ríkiskassann. En þrátt fyrir þær fyrirætlanir gengur sú jafna ekki alltaf upp með þeim hætti sem gert er ráð fyrir. Þegar kemur að virðisaukaskatti af byggingariðnaði má spyrja sig – í ljósi þess að sterkur grunur leikur á því að skattaundanskotum sé að fjölga – hvort skatturinn sé ekki einfaldlega of hár. Markmið hvers skattkerfis á að vera að það sé einfalt, fyrirsjáanlegt og sanngjarnt og skili þannig tekjum inn í samreksturinn. Ef skattkerfið er flókið, ófyrirsjáanlegt og ósanngjarnt verður líklegra að menn fari að stinga undan og finni leiðir til að koma sér hjá því að borga. Ef atvinnulífið, og samfélagið allt, býr við hóflega skattheimtu þá skilar það sér á endanum í aukinni verðmætasköpun í þjóðfélaginu öllu. Því má spyrja sig hvort ekki sé tímabært að ríkið hætti þessari ómarkvissu millifærslu sem felst í endurgreiðslu ákveðinna skatta, og lækki þess í stað skatta, gjöld og annað og leyfi atvinnulífinu að blómstra í friði. Með einföldum, fyrirsjáanlegum og sanngjörnum hætti.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun