Að mæta Bakkusi í búð Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 2. febrúar 2016 07:00 Manstu hvað við höfðum miklar áhyggjur af því að verða hornreaka í hruninu? Reyndin varð síðan sú að okkar biðu meiri vinsældir en við höfðum áður þekkt. Hvernig stóð á því? Jú, mannfólkið dýrkar harmleiki og þarna buðum við heimsbyggðinni uppá einn slíkan af bestu gerð. Við mannfólkið erum nefnilega ekki svo ólík Bakkusi hvað þetta varðar. Hann fleytir jafnvel mestu skussum meðfram himinskautum bara til að sjá þá svo þunna, lágreista og eymdarlega næsta dag. Hann er upprisan og þynnka. Við höfum sama háttinn á. Við tendrum uppí stjörnum og bíðum svo í von um að sjá þær springa, krýnum kónga í von um að geta krossfest þá einn daginn og dagsdaglega skemmtum við okkur við það að breyta hetjum í skúrka. Við reistum Kim Kardashian til himna svo við getum síðan hneykslast á því hvað hún væri orðin asskoti mikil um botninn. Ef við viljum mikið fjör köllum við hana dræsu. Og þegar Vigdís Hauksdóttir opnar munninn, þá er nú aldeilis hægt að sópa svekkelsi lífsins fram af tungunni. Nú, svo er ekki ónýtt þegar hægt er að reka naglana í frelsara einsog Andra Snæ, við héldum að tækifærið ætlaði aldrei að gefast. Og ekki leiðist okkur nú að taka útrásarvíkingana af himnafestingunum og jarða þá. Harmleikir á við þessa hafa skemmt mannskepnunni frá örófi alda og heimsbyggðin sýnir engin merki þess að vaxa uppúr leiknum. Heimsbyggðin hefur til dæmis aldrei verið jafn hamingjusöm og sumarið 1998 þegar Clinton skemmti okkur með brestum sínum. Það er því mikilvægt fyrir þingmenn, sem mikið ræða um Bakkus og búðir þessa dagana, að muna eftir því að byrja á réttum enda. Málið snýst ekki um það hvort mönnum sé óhætt að mæta Bakkusi í matvöruverslunum heldur hitt: er það á Bakkus leggjandi að mæta okkur bæði í Hagkaupum og Bónus? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson Skoðun
Manstu hvað við höfðum miklar áhyggjur af því að verða hornreaka í hruninu? Reyndin varð síðan sú að okkar biðu meiri vinsældir en við höfðum áður þekkt. Hvernig stóð á því? Jú, mannfólkið dýrkar harmleiki og þarna buðum við heimsbyggðinni uppá einn slíkan af bestu gerð. Við mannfólkið erum nefnilega ekki svo ólík Bakkusi hvað þetta varðar. Hann fleytir jafnvel mestu skussum meðfram himinskautum bara til að sjá þá svo þunna, lágreista og eymdarlega næsta dag. Hann er upprisan og þynnka. Við höfum sama háttinn á. Við tendrum uppí stjörnum og bíðum svo í von um að sjá þær springa, krýnum kónga í von um að geta krossfest þá einn daginn og dagsdaglega skemmtum við okkur við það að breyta hetjum í skúrka. Við reistum Kim Kardashian til himna svo við getum síðan hneykslast á því hvað hún væri orðin asskoti mikil um botninn. Ef við viljum mikið fjör köllum við hana dræsu. Og þegar Vigdís Hauksdóttir opnar munninn, þá er nú aldeilis hægt að sópa svekkelsi lífsins fram af tungunni. Nú, svo er ekki ónýtt þegar hægt er að reka naglana í frelsara einsog Andra Snæ, við héldum að tækifærið ætlaði aldrei að gefast. Og ekki leiðist okkur nú að taka útrásarvíkingana af himnafestingunum og jarða þá. Harmleikir á við þessa hafa skemmt mannskepnunni frá örófi alda og heimsbyggðin sýnir engin merki þess að vaxa uppúr leiknum. Heimsbyggðin hefur til dæmis aldrei verið jafn hamingjusöm og sumarið 1998 þegar Clinton skemmti okkur með brestum sínum. Það er því mikilvægt fyrir þingmenn, sem mikið ræða um Bakkus og búðir þessa dagana, að muna eftir því að byrja á réttum enda. Málið snýst ekki um það hvort mönnum sé óhætt að mæta Bakkusi í matvöruverslunum heldur hitt: er það á Bakkus leggjandi að mæta okkur bæði í Hagkaupum og Bónus?
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun