Vincent gaf sig út fyrir að vera lögfræðingur en Frosti var vel meðvitaður um að þarna væri líklega á ferðinni svindlari, oft kallaðir Nígeríusvindlarar, þar sem reynt er að hafa fé af fólki með loforði um að þau fái risafjárhæðir í nánustu framtíð.
Vincent minnti Frosta á að hann mætti ekki deila upplýsingunum með neinum öðrum, um væri að ræða tveggja manna tal enda háar fjárhæðir í húfi. Fróðlegt verður að fylgjast með samskiptum Frosta og Vincent á næstu dögum en sá síðarnefndi hefur í fórum sér vinnusímanúmer Frosta.