Nýjasta mynd Michaels Moore hans versta þegar litið er til aðsóknar Birgir Olgeirsson skrifar 17. febrúar 2016 10:16 Michael Moore kom hingað til lands í maí síðastliðnum. Vísir/Getty/Helgi Kristinn Nýjasta mynd bandaríska leikstjórans Michael Moore, Where to Invade Next, er hans versta mynd þegar litið er til aðsóknar. Í myndinni ferðast Moore um heiminn í leit að lagasetningum sem Bandaríkin gætu tekið upp. Ferðaðist Moore meðal annars til Noregs, Ítalíu, Frakklands og Íslands þar sem hann tók marga þjóðþekkta einstaklinga á tali hér á landi. Þeirra á meðal má nefna Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta og Ólaf Þór Hauksson, sérstakan saksóknara. Kvikmyndagerðafólk á vegum Moore fór einnig í heimsókn í Kvíabryggjufangelsið en Ólafur Ólafsson, Sigurður Einarsson og Magnús Guðmundsson, sem eru í afplánun í fangelsinu vegna dóms sem þeir hlutu í Al-Thani málinu, kvörtuðu undan heimsókninni til Umboðsmanns Alþingis.Breska dagblaðið The Guardian greinir frá því að myndin var frumsýnd í 308 kvikmyndahúsum í Bandaríkjunum um liðna helgi og þénaði þar 897 þúsund dollara, um 114 milljónir íslenskra króna. Það gerir um 2.900 dollara í hverju kvikmyndahúsi, um 370 þúsund krónur. Það er umtalsvert lægra en myndin hans The Big One, frá árinu 1998, tók inn í miðasölu, 4.452 dollara, og einnig lægra en kvikmyndin hans Canadian Bacon frá árinu 1995. Það er einnig mun lægra en myndin hans frá árinu 2009, Capitalism: A Love Story þénaði í miðasölu, 57.991 dollara. Frumsýna átti myndina fyrir jól og þótti hún á tímabili líkleg til að hreppa Óskarsverðlaunatilnefningu. Svo fór að hún var ekki tekin til almennra sýninga fyrr en um liðna helgi. Ráðgert er að sýna hana í Þýskalandi, Lúxemborg, Grikklandi, Svíþjóð og Hollandi í vor. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort hún verður sýnd í Bretlandi.Á vef Smárabíós kemur fram að myndin verði tekin til sýninga hér á landi 18. mars. Myndin er með 6,6 í einkunn á vefnum IMDb.com þegar þetta er ritað, metin 76 prósent fersk á vef Rotten Tomatoes og með 63 í einkunn á vef Metacritic. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Umboðsmaður kallar eftir skýringum frá Páli Winkel Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir formlegum skýringum frá forstjóra Fangelsismálastofnunar vegna kvörtunar Kaupþingsmanna sem eru í afplánun í fangelsinu á Kvíabryggju. 10. janúar 2016 20:45 Yfir þessu kvörtuðu Kaupþingsmennirnir þrír Umboðsmaður vill svör við ýmsum atriðum er varðar samskipti Páls Winkel við fjölmiðla um Kaupþingsfanga. 11. janúar 2016 15:00 Michael Moore á landinu Bandaríski kvikmyndagerðamaðurinn Michael Moore er staddur á Íslandi og kom hann til landsins í dag. 8. maí 2015 18:11 Fangelsismálastjóri hefur svarað bréfi umboðsmanns Alþingis vegna kvörtunar fanga á Kvíabryggju Páll Winkel, fangelsismálastjóri, hefur svarað bréfi umboðsmanns Alþingis vegna kvörtunar sem þrír fangar á Kvíabryggju, þeir Sigurður Einarsson, Ólafur Ólafsson og Magnús Guðmundsson, lögðu inn til umboðsmanns vegna fangelsismálastjóra. 1. febrúar 2016 11:40 Þjóðþekktir Íslendingar í nýrri stiklu Michael Moore Vigdís Finnbogadóttir, sérstakur saksóknari og Dísa í World Class koma fram í myndinni Where to invade next. 28. desember 2015 17:51 Moore farinn af landi brott Bandaríski kvikmyndagerðamaðurinn Michael Moore er farinn af landi brott en hann kom til Íslands á föstudaginn. 10. maí 2015 20:07 Jón Gnarr og Michael Moore hittust Jón Gnarr hitti í dag bandaríska kvikmyndagerðamanninn Michael Moore sem er á landinu. 8. maí 2015 21:22 Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Þurfti að axla fjölmörg hlutverk samtímis sem aðstandandi Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Fleiri fréttir Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
Nýjasta mynd bandaríska leikstjórans Michael Moore, Where to Invade Next, er hans versta mynd þegar litið er til aðsóknar. Í myndinni ferðast Moore um heiminn í leit að lagasetningum sem Bandaríkin gætu tekið upp. Ferðaðist Moore meðal annars til Noregs, Ítalíu, Frakklands og Íslands þar sem hann tók marga þjóðþekkta einstaklinga á tali hér á landi. Þeirra á meðal má nefna Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta og Ólaf Þór Hauksson, sérstakan saksóknara. Kvikmyndagerðafólk á vegum Moore fór einnig í heimsókn í Kvíabryggjufangelsið en Ólafur Ólafsson, Sigurður Einarsson og Magnús Guðmundsson, sem eru í afplánun í fangelsinu vegna dóms sem þeir hlutu í Al-Thani málinu, kvörtuðu undan heimsókninni til Umboðsmanns Alþingis.Breska dagblaðið The Guardian greinir frá því að myndin var frumsýnd í 308 kvikmyndahúsum í Bandaríkjunum um liðna helgi og þénaði þar 897 þúsund dollara, um 114 milljónir íslenskra króna. Það gerir um 2.900 dollara í hverju kvikmyndahúsi, um 370 þúsund krónur. Það er umtalsvert lægra en myndin hans The Big One, frá árinu 1998, tók inn í miðasölu, 4.452 dollara, og einnig lægra en kvikmyndin hans Canadian Bacon frá árinu 1995. Það er einnig mun lægra en myndin hans frá árinu 2009, Capitalism: A Love Story þénaði í miðasölu, 57.991 dollara. Frumsýna átti myndina fyrir jól og þótti hún á tímabili líkleg til að hreppa Óskarsverðlaunatilnefningu. Svo fór að hún var ekki tekin til almennra sýninga fyrr en um liðna helgi. Ráðgert er að sýna hana í Þýskalandi, Lúxemborg, Grikklandi, Svíþjóð og Hollandi í vor. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort hún verður sýnd í Bretlandi.Á vef Smárabíós kemur fram að myndin verði tekin til sýninga hér á landi 18. mars. Myndin er með 6,6 í einkunn á vefnum IMDb.com þegar þetta er ritað, metin 76 prósent fersk á vef Rotten Tomatoes og með 63 í einkunn á vef Metacritic.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Umboðsmaður kallar eftir skýringum frá Páli Winkel Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir formlegum skýringum frá forstjóra Fangelsismálastofnunar vegna kvörtunar Kaupþingsmanna sem eru í afplánun í fangelsinu á Kvíabryggju. 10. janúar 2016 20:45 Yfir þessu kvörtuðu Kaupþingsmennirnir þrír Umboðsmaður vill svör við ýmsum atriðum er varðar samskipti Páls Winkel við fjölmiðla um Kaupþingsfanga. 11. janúar 2016 15:00 Michael Moore á landinu Bandaríski kvikmyndagerðamaðurinn Michael Moore er staddur á Íslandi og kom hann til landsins í dag. 8. maí 2015 18:11 Fangelsismálastjóri hefur svarað bréfi umboðsmanns Alþingis vegna kvörtunar fanga á Kvíabryggju Páll Winkel, fangelsismálastjóri, hefur svarað bréfi umboðsmanns Alþingis vegna kvörtunar sem þrír fangar á Kvíabryggju, þeir Sigurður Einarsson, Ólafur Ólafsson og Magnús Guðmundsson, lögðu inn til umboðsmanns vegna fangelsismálastjóra. 1. febrúar 2016 11:40 Þjóðþekktir Íslendingar í nýrri stiklu Michael Moore Vigdís Finnbogadóttir, sérstakur saksóknari og Dísa í World Class koma fram í myndinni Where to invade next. 28. desember 2015 17:51 Moore farinn af landi brott Bandaríski kvikmyndagerðamaðurinn Michael Moore er farinn af landi brott en hann kom til Íslands á föstudaginn. 10. maí 2015 20:07 Jón Gnarr og Michael Moore hittust Jón Gnarr hitti í dag bandaríska kvikmyndagerðamanninn Michael Moore sem er á landinu. 8. maí 2015 21:22 Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Þurfti að axla fjölmörg hlutverk samtímis sem aðstandandi Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Fleiri fréttir Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
Umboðsmaður kallar eftir skýringum frá Páli Winkel Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir formlegum skýringum frá forstjóra Fangelsismálastofnunar vegna kvörtunar Kaupþingsmanna sem eru í afplánun í fangelsinu á Kvíabryggju. 10. janúar 2016 20:45
Yfir þessu kvörtuðu Kaupþingsmennirnir þrír Umboðsmaður vill svör við ýmsum atriðum er varðar samskipti Páls Winkel við fjölmiðla um Kaupþingsfanga. 11. janúar 2016 15:00
Michael Moore á landinu Bandaríski kvikmyndagerðamaðurinn Michael Moore er staddur á Íslandi og kom hann til landsins í dag. 8. maí 2015 18:11
Fangelsismálastjóri hefur svarað bréfi umboðsmanns Alþingis vegna kvörtunar fanga á Kvíabryggju Páll Winkel, fangelsismálastjóri, hefur svarað bréfi umboðsmanns Alþingis vegna kvörtunar sem þrír fangar á Kvíabryggju, þeir Sigurður Einarsson, Ólafur Ólafsson og Magnús Guðmundsson, lögðu inn til umboðsmanns vegna fangelsismálastjóra. 1. febrúar 2016 11:40
Þjóðþekktir Íslendingar í nýrri stiklu Michael Moore Vigdís Finnbogadóttir, sérstakur saksóknari og Dísa í World Class koma fram í myndinni Where to invade next. 28. desember 2015 17:51
Moore farinn af landi brott Bandaríski kvikmyndagerðamaðurinn Michael Moore er farinn af landi brott en hann kom til Íslands á föstudaginn. 10. maí 2015 20:07
Jón Gnarr og Michael Moore hittust Jón Gnarr hitti í dag bandaríska kvikmyndagerðamanninn Michael Moore sem er á landinu. 8. maí 2015 21:22