Þessi verk byggja á alþýðumenningu Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 17. febrúar 2016 10:30 "Þetta er orkuverk. Það smitar frá sér orku þegar fólk kemur nálægt því,“ fullyrðir listamaðurinn Steingrímur um gulu myndina. Minna verkið birtir meðal annars app inn á safn gamalla lækningaminja í Los Angeles þar sem margt er á mörkum hins vísindalega. Vísir/Pjetur Listmálarinn Steingrímur Eyfjörð er að fá sér kaffi í Gamma í Garðastræti 37 og lætur sér hvergi bregða þegar ég birtist þótt hann sé nýbúinn að spyrja ljósmyndarann hvenær hún komi þessi „stelpa“ til að taka viðtalið. (Ekki furða þó ljósmyndarinn væri með skelmislegt glott þegar við mættumst í dyrunum!) Myndir Steingríms taka sig vel út á dimmbláum veggjum. „Ég valdi þennan lit. Þetta er liturinn hennar Kali sem er gyðja sköpunar og eyðingar og veit víst allt áður en það verður til,“ útskýrir listamaðurinn og bendir á dökkbláa styttu á hillu. Verkin voru flest gerð fyrir Momentum, norræna myndlistartvíæringinn sem haldinn var í Moss í Noregi á síðasta ári að sögn Steingríms. Þar var þemað Tunnel Vision. Hann líkir myndefninu við nútíma þjóðsögur. „Þessi verk byggja á alþýðumenningu, vissu sviði sem ekki er sannað vísindalega en er þó raunverulegt, eins og draumar og ýmislegt dularfullt og utan við það skýranlega,“ skýrir hann. „Það er svo margt sem vísindin hafna en er þó erfitt að véfengja.“ Ég er litlu nær en reyni að bera mig mannalega. Hann gefst upp. „Listamenn búa til listaverk. Síðan er til fólk sem fer í langskólanám sérstaklega til að segja til um hvað listaverkin eru. Listamaðurinn er kannski ekki sá besti til að útskýra það sjálfur. Það er svo oft sem hann gerir eitthvað ómeðvitað. Ég held ég vinni þannig, þó alltaf sé einhver ætlun með öllu.“ Steingrímur á að baki fjögurra áratuga feril í myndlist og hefur sýnt víða um heim. Hann var einn af listamönnunum sem störfuðu í Galleríi Suðurgötu 7 á áttunda áratugnum og hefur verið virkur þátttakandi í íslensku listalífi æ síðan. Árið 2006 hélt Listasafn Íslands yfirlitssýningu á verkum hans og árið 2007 var hann fulltrúi Íslands á tvíæringnum í Feneyjum. Sýningin Guli eyrnalokkurinn verður opnuð á morgun, fimmtudag, klukkan 17. Menning Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Vestfjarðaglæpasaga sem kemur á óvart Lífið samstarf Fleiri fréttir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Listmálarinn Steingrímur Eyfjörð er að fá sér kaffi í Gamma í Garðastræti 37 og lætur sér hvergi bregða þegar ég birtist þótt hann sé nýbúinn að spyrja ljósmyndarann hvenær hún komi þessi „stelpa“ til að taka viðtalið. (Ekki furða þó ljósmyndarinn væri með skelmislegt glott þegar við mættumst í dyrunum!) Myndir Steingríms taka sig vel út á dimmbláum veggjum. „Ég valdi þennan lit. Þetta er liturinn hennar Kali sem er gyðja sköpunar og eyðingar og veit víst allt áður en það verður til,“ útskýrir listamaðurinn og bendir á dökkbláa styttu á hillu. Verkin voru flest gerð fyrir Momentum, norræna myndlistartvíæringinn sem haldinn var í Moss í Noregi á síðasta ári að sögn Steingríms. Þar var þemað Tunnel Vision. Hann líkir myndefninu við nútíma þjóðsögur. „Þessi verk byggja á alþýðumenningu, vissu sviði sem ekki er sannað vísindalega en er þó raunverulegt, eins og draumar og ýmislegt dularfullt og utan við það skýranlega,“ skýrir hann. „Það er svo margt sem vísindin hafna en er þó erfitt að véfengja.“ Ég er litlu nær en reyni að bera mig mannalega. Hann gefst upp. „Listamenn búa til listaverk. Síðan er til fólk sem fer í langskólanám sérstaklega til að segja til um hvað listaverkin eru. Listamaðurinn er kannski ekki sá besti til að útskýra það sjálfur. Það er svo oft sem hann gerir eitthvað ómeðvitað. Ég held ég vinni þannig, þó alltaf sé einhver ætlun með öllu.“ Steingrímur á að baki fjögurra áratuga feril í myndlist og hefur sýnt víða um heim. Hann var einn af listamönnunum sem störfuðu í Galleríi Suðurgötu 7 á áttunda áratugnum og hefur verið virkur þátttakandi í íslensku listalífi æ síðan. Árið 2006 hélt Listasafn Íslands yfirlitssýningu á verkum hans og árið 2007 var hann fulltrúi Íslands á tvíæringnum í Feneyjum. Sýningin Guli eyrnalokkurinn verður opnuð á morgun, fimmtudag, klukkan 17.
Menning Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Vestfjarðaglæpasaga sem kemur á óvart Lífið samstarf Fleiri fréttir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira