Engar forsendur fyrir riftunarmáli Höskuldur Kári Schram skrifar 16. febrúar 2016 18:30 Forstjóri Borgunar segir engar forsendur fyrir riftunarmáli af hálfu Landsbankans vegna sölunnar á fyrirtækinu. Þingmenn kölluðu eftir því á Alþingi í dag að yfirstjórn bankans víki vegna málsins og telja að það hafi skaðað trúverðugleika bankans. Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, hefur lýst því yfir í fjölmiðlum að bankinn hafi ekki haft upplýsingar um greiðslur til Borgunar vegna yfirtöku Vísa í Ameríku á Vísa í Evrópu. Bankinn hefur verið harðlega gagnrýndur vegna málsins en forsætisráðherra og fjármálaráðherra hafa báðir sagt að hann hafi klúðrar sölunni. Landsbankinn hefur ekki útlokað að höfða riftunarmál ef í ljós kemur að stjórnendur fyrirtækisins hafi leynt upplýsingum. Haukur Oddsson forstjóri Borgunar hafnar í samtali við fréttastofu í dag öllum ásökunum um að upplýsingum hafi verið leynt. Þvert á móti segir hann að bankinn hafi haft aðgang að öllum upplýsingum um málið. Hann segir engar forsendur fyrir riftunarmáli af hálfu bankans vegna sölunnar. Hann segir ennfremur óskiljanlegt að bankinn hafi komist að þeirri niðurstöðu, eftir að hafa að eigin sögn kynnt sér gögn um valréttinn, að Borgun, einn allra leyfishafa, hefði ekki rétt á greiðslum kæmi til þess að valrétturinn yrði nýttur. Þá kallar hann eftir því að Landsbankinn upplýsi um þá fyrirvara sem hann setti vegna sölunnar á Valitor út af umræddum greiðslum. Í svari frá Landsbankanum segir að upplýsingar um fyrirvarann um greiðslur frá Valitor til Landsbankans vegna valréttarins á milli Visa Europe og Visa Inc. sé að finna í svari bankans til Bankasýslu ríkisins frá 11. febrúar 2016. Þar kemur fram að viðbótargreiðslur, sem Landsbankinn kann að fá frá Arion banka vegna valréttarins, svara til 38% af andvirði greiðslna sem berast VISA Ísland (dótturfélag Valitor) að teknu tilliti til skatta, gjalda og kostnaðar sem slíkum greiðslum kann að fylgja. Viðbótargreiðslur lækka í 20% ef, og frá og með þeim tíma sem, Landsbankinn gengur úr viðskiptum við Valitor. Bankasýsla ríkisins og Fjármálaeftirlitið skoða nú málið en þingmenn kölluðu eftir því á Alþingi í dag að yfirstjórn bankans víki. „Dag eftir dag er okkur boðið upp á farsa, farsa í boði Landsbankans og Borgunar. Það er ekki boðlegt hvernig þessir aðilar hegða sér og koma fram. Að mínu viti eiga bæði stjórn og bankastjóri að víkja. Ég tel líka að stjórn Borgunar komist ekki undan því að takast á við sinn þátt málsins. Það má vel vera að þessi gjörningur sé löglegur en hann er algerlega siðlaus,“ sagði Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir þingmaður Vinstri grænna. Þorsteinn Sæmundsson þingmaður Framsóknarflokks tók í svipaðan streng. „Málið er núna hins vegar farið að snúast um allt annað og meira en sölu Landsbankans á Borgun. Hún er farin að snúast um traust og trúverðugleika Landsbankans sjálfs. Það þarf að koma í veg fyrir að Landsbankinn verði fyrir tjóni og að virði hans rýrni út af þessu máli. Það þarf einfaldlega að taka þannig til hendi að Alþingi taki þetta mál til gaumgæfilegrar athugunar og að yfirstjórn Landsbankans víki,“ sagði Þorsteinn Sæmundsson. Borgunarmálið Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Forstjóri Borgunar segir engar forsendur fyrir riftunarmáli af hálfu Landsbankans vegna sölunnar á fyrirtækinu. Þingmenn kölluðu eftir því á Alþingi í dag að yfirstjórn bankans víki vegna málsins og telja að það hafi skaðað trúverðugleika bankans. Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, hefur lýst því yfir í fjölmiðlum að bankinn hafi ekki haft upplýsingar um greiðslur til Borgunar vegna yfirtöku Vísa í Ameríku á Vísa í Evrópu. Bankinn hefur verið harðlega gagnrýndur vegna málsins en forsætisráðherra og fjármálaráðherra hafa báðir sagt að hann hafi klúðrar sölunni. Landsbankinn hefur ekki útlokað að höfða riftunarmál ef í ljós kemur að stjórnendur fyrirtækisins hafi leynt upplýsingum. Haukur Oddsson forstjóri Borgunar hafnar í samtali við fréttastofu í dag öllum ásökunum um að upplýsingum hafi verið leynt. Þvert á móti segir hann að bankinn hafi haft aðgang að öllum upplýsingum um málið. Hann segir engar forsendur fyrir riftunarmáli af hálfu bankans vegna sölunnar. Hann segir ennfremur óskiljanlegt að bankinn hafi komist að þeirri niðurstöðu, eftir að hafa að eigin sögn kynnt sér gögn um valréttinn, að Borgun, einn allra leyfishafa, hefði ekki rétt á greiðslum kæmi til þess að valrétturinn yrði nýttur. Þá kallar hann eftir því að Landsbankinn upplýsi um þá fyrirvara sem hann setti vegna sölunnar á Valitor út af umræddum greiðslum. Í svari frá Landsbankanum segir að upplýsingar um fyrirvarann um greiðslur frá Valitor til Landsbankans vegna valréttarins á milli Visa Europe og Visa Inc. sé að finna í svari bankans til Bankasýslu ríkisins frá 11. febrúar 2016. Þar kemur fram að viðbótargreiðslur, sem Landsbankinn kann að fá frá Arion banka vegna valréttarins, svara til 38% af andvirði greiðslna sem berast VISA Ísland (dótturfélag Valitor) að teknu tilliti til skatta, gjalda og kostnaðar sem slíkum greiðslum kann að fylgja. Viðbótargreiðslur lækka í 20% ef, og frá og með þeim tíma sem, Landsbankinn gengur úr viðskiptum við Valitor. Bankasýsla ríkisins og Fjármálaeftirlitið skoða nú málið en þingmenn kölluðu eftir því á Alþingi í dag að yfirstjórn bankans víki. „Dag eftir dag er okkur boðið upp á farsa, farsa í boði Landsbankans og Borgunar. Það er ekki boðlegt hvernig þessir aðilar hegða sér og koma fram. Að mínu viti eiga bæði stjórn og bankastjóri að víkja. Ég tel líka að stjórn Borgunar komist ekki undan því að takast á við sinn þátt málsins. Það má vel vera að þessi gjörningur sé löglegur en hann er algerlega siðlaus,“ sagði Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir þingmaður Vinstri grænna. Þorsteinn Sæmundsson þingmaður Framsóknarflokks tók í svipaðan streng. „Málið er núna hins vegar farið að snúast um allt annað og meira en sölu Landsbankans á Borgun. Hún er farin að snúast um traust og trúverðugleika Landsbankans sjálfs. Það þarf að koma í veg fyrir að Landsbankinn verði fyrir tjóni og að virði hans rýrni út af þessu máli. Það þarf einfaldlega að taka þannig til hendi að Alþingi taki þetta mál til gaumgæfilegrar athugunar og að yfirstjórn Landsbankans víki,“ sagði Þorsteinn Sæmundsson.
Borgunarmálið Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira