Besti kvenkylfingur heims, Lydia Ko, sigraði á ISPS Handa New Zealand Open sem fram fór um helgina en mótið er það fyrsta á Evrópumótaröð kvenna á árinu.
Ko er aðeins 18 ára gömul en þetta er í þriðja sinn sem hún sigrar á mótinu, sem endaði þó á mjög undarlegan hátt þar sem stór jarðskjálfti, 5.8 á richter skók svæðið á lokahringnum þar sem mótið fór fram.
Margir eftirskjálftar fylgdu í kjölfarið sem gerði kylfingum og áhorfendum lífið leitt en Ko, sem hafði eins höggs forystu fyrir lokahringinn, náði að klára á 10 undir pari og að lokum sigraði hún með tveimur höggum.
Felicity Johnson frá Englandi, Nanna Madsen frá Danmörku og Hye Jin Choi frá Suður-Kóreu enduðu jafnar í öðru sæti á 8 undir pari en næsta mót á mótaröðinni fer fram í Ástralíu um næstu helgi.
Íslenska golfkonan Ólafía Þórunn Kristinsdóttir tryggði sér þátttökurétt á Evrópumótaröðinni í ár en hún komst ekki inn í mótið á Nýja-Sjálandi þar sem margar þekktar golfkonur tóku þátt.
Hún mun líklega leika í sínu fyrsta móti í byrjun maí og eftir það mun hún hafa þátttökurétt á flestum mótum mótaraðarinnar það sem eftir lifir ári en spennandi verður að fylgjast með henni á þessari sterku mótaröð.
Náttúruölflin í aðalhlutverki á Evrópumótaröð kvenna

Mest lesið

Frederik Schram fundinn
Íslenski boltinn

„Helmingurinn af liðinu var veikur“
Körfubolti

Alfreð reiður út í leikmenn sína
Handbolti


Lést á leiðinni á æfingu
Sport


Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík
Íslenski boltinn


