Bláir tónar Stefán Pálsson skrifar 14. febrúar 2016 11:00 Það er mannbætandi að eignast börn og ala þau upp. Barnauppeldi er þó ekki alltaf dans á rósum. Því fylgir til dæmis síbylja af barnalögum, sem virðast hafa þann eiginleika að falla börnum þeim mun betur í geð eftir því sem þau ergja hina fullorðnu meira. Verst eru þó lögin sem sungin eru í falsettu af skrípafígúrum. Ross Bagdasarian, bandarískur tónlistarmaður af armenskum uppruna, ber einna mestu ábyrgðina á tilurð þessa menningarfyrirbæris. Árið 1958 „stofnaði“ hann hljómsveitina Alla og íkornana (e: Alvin & the Chipmunks), sem var söngflokkur þriggja teiknimyndajarðíkorna sem Bagdasarian söng fyrir og bjagaði svo við hljóðblöndun. Til þessa dags hafa Alli og íkornarnir, með stuttum hléum, sent frá sér ógrynni dægurlaga – jafnt frumsaminna sem útgáfna af verkum annarra. Hljómplöturnar eru orðnar meira en fimmtíu talsins og snerta flestar tónlistarstefnur. Þannig hefur þríeykið spreytt sig á Bítlunum, diskótónlist og pönki. Í réttlátum heimi ætti ekkert foreldri að þurfa að hlusta á íkornaútgáfuna af My Sharona. Ótalmargir hafa freistað þess að fiska í sama grugguga vatninu og Ross Bagdasarian. Afkastamesti iðnaðurinn tengist þó Strumpunum, en sífellt virðast nýjar hljómplötur líta dagsins ljós þar sem klæmst er á dægurlögum með hvellum röddum þessara vinsælu belgísku myndasöguvera.Djarfur riddari Strumparnir litu raunar dagsins ljós sama ár og Alli og íkornarnir hófu fyrst upp raust sína. Skapari þeirra var Pierre Cuilliford eða Peyo, ungur belgískur myndasagnahöfundur. Árið 1947 hóf Peyo ritun sagnaflokks um Johan – eða Hinrik eins og hann nefndist síðar í íslenskri þýðingu. Hinrik var í fyrstu skjaldsveinn við hirð evrópsks miðaldariddara – hjartahrein og „björt hetja“ svo gripið sé niður í íslensk bókmenntafræðihugtök. Hinrik kemst fljótt til metorða og verður sjálfstætt starfandi hetja í ævintýraheimi sínum, sem er fullur af risum, álfum, galdranornum, draugum og fljúgandi eldspúandi drekum. Í þriðju heilu sögunni um hetjuna, kynnist hún hinum dvergvaxna og vínhneigða skutulsveini Pirlouit eða Hagbarði, sem ríður á geit og glamrar á lútu – fáum til ánægju. Í raun er Hagbarður nokkurs konar myndasöguútgáfa af hinum heimska en trygglynda Sancho Panza í sögunum um Don Kíkóta. Sögurnar um Hinrik og Hagbarð slógu í gegn hjá belgískum og frönskum lesendum og útgefandinn kallaði sífellt eftir nýjum bókum, jafnvel tveimur á ári. Árið 1958 byrjaði Peyo að rita nýja sögu um félagana, þar sem fléttan skyldi snúast um töfraflautu sem hefði þá náttúru að allir sem hlýddu á leik hennar hófu umsvifalaust trylltan dans. Þurfti höfundurinn að búa til aukapersónu eða persónur sem skýrt gætu töfra flautunnar. Í stað þess að grípa til galdrakarls eða -kerlingar, datt Peyo í hug að skapa litla skógarálfa. Þeir fengu blátt litaraft og bullnafn sem listamaðurinn hafði látið sér detta í hug nokkrum áður fyrr: Les Schtroumpfs. Ef frá var talinn hinn hvítskeggjaði og rauðklæddi leiðtogi skógarálfanna, litu bláu verurnar allar eins út. Klæðnaðurinn var einfaldur: hvítar sokkabuxur og hvít topphúfa. Tungumál þeirra var skringilegt, þar sem nafnorðum og sagnorðum var tilviljanakennt skipt út fyrir orðið „Schtroumpf“. Átti þessi talsmáti síðar eftir að fara mjög fyrir brjóstið á frönskukennurum í bæði Belgíu og Frakklandi, sem kvörtuðu yfir að börn gerðu sér að leik að tala þetta hrognamál og myndi það vafalítið koma niður á málþroska þeirra.Betri en Bee Gees Peyo notaðist ekki við skógarálfana smávöxnu í næstu sögu sinni um Hinrik og Hagbarð (en hann leit alla tíð á þann sagnaflokk sem sitt meistaraverk). Lesendur vildu hins vegar sjá meira af þeim bláu og listamaðurinn áttaði sig á tekjumöguleikunum, þar sem sífellt var óskað eftir að fá að nota fígúrurnar í auglýsingar, gera eftir þeim leikföng eða prenta myndir á hvers kyns söluvarning. Það leið því ekki á löngu uns persónurnar fengu sinn eigin bókaflokk, teiknimyndir fyrir sjónvarp?… og að sjálfsögðu hljómplötu. Sumarið 1979 sendi plötuútgáfan Steinar frá sér „Harald í Skrýplalandi“, þar sem Haraldur Sigurðsson – annar helmingur gamantvíeykisins Halla & Ladda – söng nokkur lög ásamt hvellum Skrýplaröddum. Þegar tónlistarblaðamenn Vísis tóku saman vinsældalista blaðsins frá árinu 1979, tróndi Skrýplaplatan á toppnum og skaut aftur fyrir sig hetjum diskótímans á borð við ELO, Bee Gees og dúettinn Þú og ég. Plötuútgefandinn vissi ekki að meðan á tökum stóð kepptist bókaforlagið Iðunn við að koma út fyrstu myndasögubókinni um bláu verurnar. Þar fengu þær nafnið Strumpar, sem vann sér samstundis þegnrétt í málinu. Mörgum árum síðar þegar ákveðið var að gefa plötuna út á geisladisk var því ákveðið að samræmingar væri þörf, Haraldur var aftur dreginn í hljóðver og útkoman varð „Haraldur í Strumpalandi“. Vinsældir plötunnar voru fyrirsjáanlegar, því um var að ræða endurgerð erlendrar plötu. Hollenski tónlistarmaðurinn Pierre Kartner, sem kallaði sig Föður Abraham, hafði á árinu 1977 hnoðað saman lagi til að kynna væntanlega Strumpateiknimynd. Það varð vinsælt og í kjölfarið snaraði hann út breiðskífu. Upphafslag hennar komst á toppinn í sextán löndum. Í Bretlandi tókst laginu ekki að velta Grease-slagara með Ólivíu Newton-John og John Travolta úr toppsætinu, en setti met sem þaulsætnasta annars sætis lag, sem stóð um árabil.Faðir AbrahamBjór á bannlista Platan um Föður Abraham í Strumpalandi kom út um gjörvalla Vestur-Evrópu og yfirleitt á tungumáli viðkomandi lands. Í stærri löndunum krafðist listamaðurinn þess að syngja sjálfur og stautaði sig þá oft í gegnum sönginn á tungumálum sem hann kunni engin skil á. Ísland hefur hins vegar þótt of lítið málsvæði til að slíkt kæmi til greina og því fékk Haraldur að spreyta sig. Til að breyta ekki vinningsuppskriftinni var þess gætt að Halli yrði sem líkastur fyrirmyndinni, með svartan kúluhatt, gleraugu og sítt skegg, sem var einkennismerki Föður Abrahams. Lögin á plötunum eru þau sömu, ef frá er talið að einu jólalagi var sleppt – enda kom Haraldur í Skrýplalandi út um hásumar. Önnur lítil en þó mikilsverð breyting var sú að titli og texta lagsins „Strumpabjór“ var breytt í „Strumpagos“. Á þeim dögum þegar bjórinn var forboðinn drykkur á Íslandi þótti ekki sæma að syngja um hann – í það minnsta ekki á barnaplötu. Faðir Abraham hafði skapað skrímsli. Á fyrstu plötunni og raunar tveimur næstu Strumpaplötum hans voru lögin yfirleitt frumsamin, en þess gat þó ekki verið langt að bíða að kaupahéðnum hugkvæmdist að láta ærandi Strumparaddirnar klæmast á kunnum dægurlögum. Afleiðingin varð stríður straumur af Strumpaútfærslum á slögurum eftir allt frá Sólstrandargæjunum yfir í Stuðmenn.Ótrúleg afköst En hver er þessi Pierre Kartner sem ber svo mikla ábyrgð? Hann fæddist árið 1935 í borginni Elst. Ungur hóf hann að spila, syngja og semja dægurlög. Snemma á ferlinum datt hann niður á sáraeinfalt en afar grípandi lag, um Föður Abraham og syni hans (sem átu kjöt, drukku öl – og skemmtu sér mjög vel?…) Til að nýta þessa gullgæs til hins ýtrasta ákvað Kartner að skapa persónuna Föður Abraham, sem eins og fyrr sagði var ætíð með hatt, gleraugu og mikið skegg, sem var í fyrstu gerviskegg uns Kartner fór almennilega að spretta grön. Nú er þess að vænta að ófáir lesendur Fréttablaðsins sitji dolfallnir yfir þeim fregnum að sami maðurinn hafi samið lagið um Föður Abraham og „Geta Skrýplar skælt?“ En sagan á enn eftir að verða safaríkari, því Kartner er einnig höfundur kynningar- og lokalagsins í japönsku teiknimyndunum um Múmínálfana sem talsettir voru á íslensku af Sigrúnu Eddu Björnsdóttur og Kristjáni Franklín Magnús á þeim árum þegar algjör óþarfi þótti að splæsa í meira en 1-2 leikara í slík viðvik. Söngvakeppnisnirðir kannast mögulega líka við Kartner sem höfund tveggja Júróvisjónlaga Hollendinga, þess síðara árið 2010. Höfðu Niðurlendingarnir þá þann háttinn á að fela Kartner að semja lag og undankeppnin fólst í því að velja söngkonuna sem treyst yrði fyrir flutningnum. Af nógu er svo sem að taka á ferilskrá listamannsins sem skráður er fyrir heilum 1.600 dægurlögum! En væntanlega kemur nú obbinn af stefgjöldunum vegna Strumpanna. Saga til næsta bæjar Mest lesið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Það er mannbætandi að eignast börn og ala þau upp. Barnauppeldi er þó ekki alltaf dans á rósum. Því fylgir til dæmis síbylja af barnalögum, sem virðast hafa þann eiginleika að falla börnum þeim mun betur í geð eftir því sem þau ergja hina fullorðnu meira. Verst eru þó lögin sem sungin eru í falsettu af skrípafígúrum. Ross Bagdasarian, bandarískur tónlistarmaður af armenskum uppruna, ber einna mestu ábyrgðina á tilurð þessa menningarfyrirbæris. Árið 1958 „stofnaði“ hann hljómsveitina Alla og íkornana (e: Alvin & the Chipmunks), sem var söngflokkur þriggja teiknimyndajarðíkorna sem Bagdasarian söng fyrir og bjagaði svo við hljóðblöndun. Til þessa dags hafa Alli og íkornarnir, með stuttum hléum, sent frá sér ógrynni dægurlaga – jafnt frumsaminna sem útgáfna af verkum annarra. Hljómplöturnar eru orðnar meira en fimmtíu talsins og snerta flestar tónlistarstefnur. Þannig hefur þríeykið spreytt sig á Bítlunum, diskótónlist og pönki. Í réttlátum heimi ætti ekkert foreldri að þurfa að hlusta á íkornaútgáfuna af My Sharona. Ótalmargir hafa freistað þess að fiska í sama grugguga vatninu og Ross Bagdasarian. Afkastamesti iðnaðurinn tengist þó Strumpunum, en sífellt virðast nýjar hljómplötur líta dagsins ljós þar sem klæmst er á dægurlögum með hvellum röddum þessara vinsælu belgísku myndasöguvera.Djarfur riddari Strumparnir litu raunar dagsins ljós sama ár og Alli og íkornarnir hófu fyrst upp raust sína. Skapari þeirra var Pierre Cuilliford eða Peyo, ungur belgískur myndasagnahöfundur. Árið 1947 hóf Peyo ritun sagnaflokks um Johan – eða Hinrik eins og hann nefndist síðar í íslenskri þýðingu. Hinrik var í fyrstu skjaldsveinn við hirð evrópsks miðaldariddara – hjartahrein og „björt hetja“ svo gripið sé niður í íslensk bókmenntafræðihugtök. Hinrik kemst fljótt til metorða og verður sjálfstætt starfandi hetja í ævintýraheimi sínum, sem er fullur af risum, álfum, galdranornum, draugum og fljúgandi eldspúandi drekum. Í þriðju heilu sögunni um hetjuna, kynnist hún hinum dvergvaxna og vínhneigða skutulsveini Pirlouit eða Hagbarði, sem ríður á geit og glamrar á lútu – fáum til ánægju. Í raun er Hagbarður nokkurs konar myndasöguútgáfa af hinum heimska en trygglynda Sancho Panza í sögunum um Don Kíkóta. Sögurnar um Hinrik og Hagbarð slógu í gegn hjá belgískum og frönskum lesendum og útgefandinn kallaði sífellt eftir nýjum bókum, jafnvel tveimur á ári. Árið 1958 byrjaði Peyo að rita nýja sögu um félagana, þar sem fléttan skyldi snúast um töfraflautu sem hefði þá náttúru að allir sem hlýddu á leik hennar hófu umsvifalaust trylltan dans. Þurfti höfundurinn að búa til aukapersónu eða persónur sem skýrt gætu töfra flautunnar. Í stað þess að grípa til galdrakarls eða -kerlingar, datt Peyo í hug að skapa litla skógarálfa. Þeir fengu blátt litaraft og bullnafn sem listamaðurinn hafði látið sér detta í hug nokkrum áður fyrr: Les Schtroumpfs. Ef frá var talinn hinn hvítskeggjaði og rauðklæddi leiðtogi skógarálfanna, litu bláu verurnar allar eins út. Klæðnaðurinn var einfaldur: hvítar sokkabuxur og hvít topphúfa. Tungumál þeirra var skringilegt, þar sem nafnorðum og sagnorðum var tilviljanakennt skipt út fyrir orðið „Schtroumpf“. Átti þessi talsmáti síðar eftir að fara mjög fyrir brjóstið á frönskukennurum í bæði Belgíu og Frakklandi, sem kvörtuðu yfir að börn gerðu sér að leik að tala þetta hrognamál og myndi það vafalítið koma niður á málþroska þeirra.Betri en Bee Gees Peyo notaðist ekki við skógarálfana smávöxnu í næstu sögu sinni um Hinrik og Hagbarð (en hann leit alla tíð á þann sagnaflokk sem sitt meistaraverk). Lesendur vildu hins vegar sjá meira af þeim bláu og listamaðurinn áttaði sig á tekjumöguleikunum, þar sem sífellt var óskað eftir að fá að nota fígúrurnar í auglýsingar, gera eftir þeim leikföng eða prenta myndir á hvers kyns söluvarning. Það leið því ekki á löngu uns persónurnar fengu sinn eigin bókaflokk, teiknimyndir fyrir sjónvarp?… og að sjálfsögðu hljómplötu. Sumarið 1979 sendi plötuútgáfan Steinar frá sér „Harald í Skrýplalandi“, þar sem Haraldur Sigurðsson – annar helmingur gamantvíeykisins Halla & Ladda – söng nokkur lög ásamt hvellum Skrýplaröddum. Þegar tónlistarblaðamenn Vísis tóku saman vinsældalista blaðsins frá árinu 1979, tróndi Skrýplaplatan á toppnum og skaut aftur fyrir sig hetjum diskótímans á borð við ELO, Bee Gees og dúettinn Þú og ég. Plötuútgefandinn vissi ekki að meðan á tökum stóð kepptist bókaforlagið Iðunn við að koma út fyrstu myndasögubókinni um bláu verurnar. Þar fengu þær nafnið Strumpar, sem vann sér samstundis þegnrétt í málinu. Mörgum árum síðar þegar ákveðið var að gefa plötuna út á geisladisk var því ákveðið að samræmingar væri þörf, Haraldur var aftur dreginn í hljóðver og útkoman varð „Haraldur í Strumpalandi“. Vinsældir plötunnar voru fyrirsjáanlegar, því um var að ræða endurgerð erlendrar plötu. Hollenski tónlistarmaðurinn Pierre Kartner, sem kallaði sig Föður Abraham, hafði á árinu 1977 hnoðað saman lagi til að kynna væntanlega Strumpateiknimynd. Það varð vinsælt og í kjölfarið snaraði hann út breiðskífu. Upphafslag hennar komst á toppinn í sextán löndum. Í Bretlandi tókst laginu ekki að velta Grease-slagara með Ólivíu Newton-John og John Travolta úr toppsætinu, en setti met sem þaulsætnasta annars sætis lag, sem stóð um árabil.Faðir AbrahamBjór á bannlista Platan um Föður Abraham í Strumpalandi kom út um gjörvalla Vestur-Evrópu og yfirleitt á tungumáli viðkomandi lands. Í stærri löndunum krafðist listamaðurinn þess að syngja sjálfur og stautaði sig þá oft í gegnum sönginn á tungumálum sem hann kunni engin skil á. Ísland hefur hins vegar þótt of lítið málsvæði til að slíkt kæmi til greina og því fékk Haraldur að spreyta sig. Til að breyta ekki vinningsuppskriftinni var þess gætt að Halli yrði sem líkastur fyrirmyndinni, með svartan kúluhatt, gleraugu og sítt skegg, sem var einkennismerki Föður Abrahams. Lögin á plötunum eru þau sömu, ef frá er talið að einu jólalagi var sleppt – enda kom Haraldur í Skrýplalandi út um hásumar. Önnur lítil en þó mikilsverð breyting var sú að titli og texta lagsins „Strumpabjór“ var breytt í „Strumpagos“. Á þeim dögum þegar bjórinn var forboðinn drykkur á Íslandi þótti ekki sæma að syngja um hann – í það minnsta ekki á barnaplötu. Faðir Abraham hafði skapað skrímsli. Á fyrstu plötunni og raunar tveimur næstu Strumpaplötum hans voru lögin yfirleitt frumsamin, en þess gat þó ekki verið langt að bíða að kaupahéðnum hugkvæmdist að láta ærandi Strumparaddirnar klæmast á kunnum dægurlögum. Afleiðingin varð stríður straumur af Strumpaútfærslum á slögurum eftir allt frá Sólstrandargæjunum yfir í Stuðmenn.Ótrúleg afköst En hver er þessi Pierre Kartner sem ber svo mikla ábyrgð? Hann fæddist árið 1935 í borginni Elst. Ungur hóf hann að spila, syngja og semja dægurlög. Snemma á ferlinum datt hann niður á sáraeinfalt en afar grípandi lag, um Föður Abraham og syni hans (sem átu kjöt, drukku öl – og skemmtu sér mjög vel?…) Til að nýta þessa gullgæs til hins ýtrasta ákvað Kartner að skapa persónuna Föður Abraham, sem eins og fyrr sagði var ætíð með hatt, gleraugu og mikið skegg, sem var í fyrstu gerviskegg uns Kartner fór almennilega að spretta grön. Nú er þess að vænta að ófáir lesendur Fréttablaðsins sitji dolfallnir yfir þeim fregnum að sami maðurinn hafi samið lagið um Föður Abraham og „Geta Skrýplar skælt?“ En sagan á enn eftir að verða safaríkari, því Kartner er einnig höfundur kynningar- og lokalagsins í japönsku teiknimyndunum um Múmínálfana sem talsettir voru á íslensku af Sigrúnu Eddu Björnsdóttur og Kristjáni Franklín Magnús á þeim árum þegar algjör óþarfi þótti að splæsa í meira en 1-2 leikara í slík viðvik. Söngvakeppnisnirðir kannast mögulega líka við Kartner sem höfund tveggja Júróvisjónlaga Hollendinga, þess síðara árið 2010. Höfðu Niðurlendingarnir þá þann háttinn á að fela Kartner að semja lag og undankeppnin fólst í því að velja söngkonuna sem treyst yrði fyrir flutningnum. Af nógu er svo sem að taka á ferilskrá listamannsins sem skráður er fyrir heilum 1.600 dægurlögum! En væntanlega kemur nú obbinn af stefgjöldunum vegna Strumpanna.
Saga til næsta bæjar Mest lesið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira