Borgunarmál í alvarlegri stöðu Jón Hákon Halldórsson skrifar 12. febrúar 2016 07:00 Þeir Bjarni Benediktsson og Árni Páll Árnason eru sammála um að Borgunarmálið sé grafalvarlegt. Flokksformennirni tveir hittust á Viðskiptaþingi í gær. vísir/vilhelm Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir að sú staða sem komin er upp varðandi Landsbankann og Borgunarmálið sé alvarleg. Landsbankinn sé í senn stærsta fjármálafyrirtæki landsins og verðmætasta félag íslenska ríkisins. Í bréfi til Bankasýslunnar vísar Bjarni til upplýsinga og gagna sem birst hafa í fjölmiðlum og benda til þess að það verð sem bankinn fékk fyrir eignarhlut sinn hafi verið mun lægra en eðlilegt getur talist. Forsvarsmenn Borgunar hafa sagt að þeir hafi fyrst fengið upplýsingar um greiðslur til fyrirtækisins vegna kaupa Visa International á Visa Europe hinn 21. desember. Samkvæmt þeim upplýsingum munu greiðslurnar samsvara 6,4 milljörðum króna, auk afkomutengdrar greiðslu sem berst árið 2020. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, hefur bent á að af þessum 6,4 milljörðum fari tveir milljarðar til hluthafa Borgunar sem keyptu 31 prósents hlut af Landsbankanum í fyrirtækinu fyrir 2,2 milljarða. Áður hafi sömu hluthafar fengið tæpar 250 milljónir í arðgreiðslur. Þannig að kaupendurnir hafi fengið allt kaupverðið til baka á einu ári.Lárus Blöndal lögmaðurÍ fyrrgreindu bréfi Bjarna til Bankasýslunnar rifjar hann upp að 8. janúar síðastliðinn hafi Bankasýslan birt stöðuskýrslu varðandi fyrirhugaða sölumeðferð á Landsbankanum í samræmi við heimild í fjárlögum. Í skýrslunni komi fram að Bankasýslan stefni að því að setja fram tillögu til ráðherra á fyrsta fjórðungi þessa árs um sölu á allt að 28,2 prósenta hlut í Landsbankanum. „Ákvörðun um næstu skref varðandi sölu eignarhluta í Landsbankanum verður fyrst tekin að fengnum tillögum Bankasýslunnar, en ljóst er að sú ákvörðun mun velta á fjölmörgum atriðum og mati á því hvernig heildarhagsmunum ríkisins er best fyrir komið. Það er mat ráðherra að umræða undanfarinna vikna vegna sölu Landsbankans á hlut sínum í Borgun sé til þess fallin að skaða bankann,“ segir Bjarni í bréfinu. Því sé nauðsynlegt áður en lengra er haldið í því ferli að hvaðeina er máli skiptir og varði sölu Landsbankans á Borgun verði upplýst og málið afgreitt með þeim hætti að traust til bankans og stjórnenda hans verði tryggt. Lárus Blöndal, formaður stjórnar Bankasýslunnar, segist ekki túlka það sem svo að fjármálaráðherra sé að fara fram á það í bréfinu að söluferli Landsbankans verði frestað. „Ég les það nú ekki sem aðalskilaboðin allavega. Aðalskilaboðin eru þau að það þurfi að leysa úr þessu máli sem við erum að vinna í. Og það þarf að gera það með þeim hætti að traust og trúverðugleiki bankans sé heill eftir. En hann er allavega að segja að það sé mikilvæg forsenda fyrir því að hægt sé að halda áfram með ferlið,“ segir Lárus. Borgunarmálið Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir að sú staða sem komin er upp varðandi Landsbankann og Borgunarmálið sé alvarleg. Landsbankinn sé í senn stærsta fjármálafyrirtæki landsins og verðmætasta félag íslenska ríkisins. Í bréfi til Bankasýslunnar vísar Bjarni til upplýsinga og gagna sem birst hafa í fjölmiðlum og benda til þess að það verð sem bankinn fékk fyrir eignarhlut sinn hafi verið mun lægra en eðlilegt getur talist. Forsvarsmenn Borgunar hafa sagt að þeir hafi fyrst fengið upplýsingar um greiðslur til fyrirtækisins vegna kaupa Visa International á Visa Europe hinn 21. desember. Samkvæmt þeim upplýsingum munu greiðslurnar samsvara 6,4 milljörðum króna, auk afkomutengdrar greiðslu sem berst árið 2020. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, hefur bent á að af þessum 6,4 milljörðum fari tveir milljarðar til hluthafa Borgunar sem keyptu 31 prósents hlut af Landsbankanum í fyrirtækinu fyrir 2,2 milljarða. Áður hafi sömu hluthafar fengið tæpar 250 milljónir í arðgreiðslur. Þannig að kaupendurnir hafi fengið allt kaupverðið til baka á einu ári.Lárus Blöndal lögmaðurÍ fyrrgreindu bréfi Bjarna til Bankasýslunnar rifjar hann upp að 8. janúar síðastliðinn hafi Bankasýslan birt stöðuskýrslu varðandi fyrirhugaða sölumeðferð á Landsbankanum í samræmi við heimild í fjárlögum. Í skýrslunni komi fram að Bankasýslan stefni að því að setja fram tillögu til ráðherra á fyrsta fjórðungi þessa árs um sölu á allt að 28,2 prósenta hlut í Landsbankanum. „Ákvörðun um næstu skref varðandi sölu eignarhluta í Landsbankanum verður fyrst tekin að fengnum tillögum Bankasýslunnar, en ljóst er að sú ákvörðun mun velta á fjölmörgum atriðum og mati á því hvernig heildarhagsmunum ríkisins er best fyrir komið. Það er mat ráðherra að umræða undanfarinna vikna vegna sölu Landsbankans á hlut sínum í Borgun sé til þess fallin að skaða bankann,“ segir Bjarni í bréfinu. Því sé nauðsynlegt áður en lengra er haldið í því ferli að hvaðeina er máli skiptir og varði sölu Landsbankans á Borgun verði upplýst og málið afgreitt með þeim hætti að traust til bankans og stjórnenda hans verði tryggt. Lárus Blöndal, formaður stjórnar Bankasýslunnar, segist ekki túlka það sem svo að fjármálaráðherra sé að fara fram á það í bréfinu að söluferli Landsbankans verði frestað. „Ég les það nú ekki sem aðalskilaboðin allavega. Aðalskilaboðin eru þau að það þurfi að leysa úr þessu máli sem við erum að vinna í. Og það þarf að gera það með þeim hætti að traust og trúverðugleiki bankans sé heill eftir. En hann er allavega að segja að það sé mikilvæg forsenda fyrir því að hægt sé að halda áfram með ferlið,“ segir Lárus.
Borgunarmálið Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira