Fjármálaráðherra segir stöðu Borgunarmálsins mjög alvarlega Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. febrúar 2016 18:25 Bjarni Benediktsson segir í bréfi til Bankasýslu ríkisins að ætla megi að það verð sem Landsbankinn fékk fyrir eignarhlut sinn í Borgun hafi verið mun lægra en eðlilegt getur talist. Vísir/Ernir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að sú staða sem upp sé komin í Borgunarmálinu sé alvarleg og ætla megi að það verð sem Landsbankinn fékk fyrir eignarhlut sinn í Borgun hafi verið mun lægra en eðlilegt getur talist. Þetta kemur fram í bréfi sem fjármálaráðherra sendi í dag til stjórnar Bankasýslu ríkisins vegna umræðu um sölu Landsbankans á hlut hans í greiðslumiðlunarfyrirtækinu Borgun.Sjá einnig: Landsbanki hafnar ásökunum um óheilindi við söluna á BorgunÍ bréfinu segir að samkvæmt upplýsingum og gögnum sem vísað hefur verið til í umræðu um Borgunarmálið megi ætla að það verð sem bankinn fékk fyrir eignarhlut sinn hafi verið mun lægra en eðlilegt getur talist. Í ljósi þeirrar gagnrýni sem sölumeðferð Landsbankans á Borgun hafi sætt sé ljóst að sú staða sem upp er komin sé alvarleg. Landsbankinn seldi rúmlega þrjátíu prósenta hlut í Borgun fyrir 2,2 milljarða til stjórnenda og hóps fjárfesta árið 2014 en salan hefur sætt talsverðri gagnrýni að undanförnu. Hluturinn var ekki boðinn út og því ekki á allra færi að bjóða í hann.Nauðsynlegt að tryggja traust til Landsbankans áður en lengra er haldið í söluferli bankansTelur ráðherra að umræða undanfarinna vikna vegna sölu Landsbankans á hlut sínum í Borgun sé til þess fallin að skaða Landsbankann en stefnt er að því að selja allt að 28,2% hlut ríkisins í Landsbankanum á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Telur hann því nauðsynlegt áður en lengra er haldið í því söluferli að hvaðeina er máli skiptir og varðar sölu Landsbankans á Borgun verði upplýst og málið afgreitt með þeim hætti að traust til bankans og stjórnenda hans verði tryggt.Sjá einnig: Borgun metin á allt að 26 milljarðaStefnt að endurskoðun eigendastefnu Vitnað er til þess að fjármálaráðherra sé ætlað að setja félögum í ríkiseigu eigendastefnu. Kjarni stefnunnar byggir á að umrædd fjármálafyrirtæki séu rekin með faglegum og gagnsæjum hætti þannig að almennt ríki traust á stjórn og starfsemi. Í bréfinu segir að í eigendastefnunni er sérstaklega áskilið að fjármálafyrirtæki skuli koma sér upp innri verkferlum um lykilþætti í starfsemi sinni, þar með tölu sölu eigna og að mikilvægt sé að slíkir ferlar séu skilvirkir og gagnsæir. Sjá einnig: Landsbankinn hafði allar upplýsingar um Borgun samkvæmt BorgunJafnframt er sagt að í fjármála- og efnahagsráðuneytinu hafi farið fram endurskoðun á eigendastefnu ríkisins fyrir fjármálafyrirtæki og er þar m.a. gert ráð fyrir að hert verði á kröfum við sölu á eignum þeirra fjármálafyrirtækja sem stefnan nær til.Bréf fjármálaráðherra til Bankasýslu ríkisins má lesa hér. Borgunarmálið Tengdar fréttir Landsbankinn hefur ekki fengið svör frá Borgun Landsbankinn segist ekki hafa haft vitneskju um að Borgun ætti rétt til greiðslna vegna valréttar í tengslum við samruna Visa Inc. og Visa Europe, kæmi til þess að hann yrði virkjaður. 8. febrúar 2016 19:00 Fimm milljarða hagnaður hjá Borgun og Valitor á fjórum árum Tekjur Borgunar hafa aukist til muna á meðan Valitor hefur einu sinni skilað tapi. 8. febrúar 2016 13:00 Borgun metin á allt að 26 milljarða króna Kortafyrirtækið Borgun er metið á allt að 26 milljarða samkvæmt nýju virðismati sem endurskoðunarfyrirtækið KPMG hefur unnið fyrir stjórn Borgunar. 5. febrúar 2016 08:07 Landsbankinn hafði allar upplýsingar um Borgun samkvæmt Borgun Sérstakt gagnaherbergi var útbúið í tengslum við söluna á eignarhlut ríkisbankans í fyrirtækinu árið 2014. 8. febrúar 2016 11:37 Mikill hiti í mótmælendum í Landsbankanum: „Ertu ekki vanhæfur fyrst þú klúðraðir þessu svona?“ Hróp gerð að Steinþór Pálssyni bankastjóra Landsbankans. 26. janúar 2016 14:09 Bankastjóri segir gremju í þjóðfélaginu Mikill hiti var í hópi mótmælenda sem komu saman fyrir utan höfuðstöðvar Landsbankans í Austurstræti á hádegi í gær til að mótmæla sölu á 31,2 prósenta eignarhlut bankans í Borgun. 27. janúar 2016 07:00 Borgun á von á fimm milljörðum í peningum vegna sölunnar á Visa Europe Fyrirtækið fær einnig forgangshlutabréf í Visa Inc. og afkomutengda greiðslu árið 2020. 9. febrúar 2016 17:33 Samkeppniseftirlitið skoði óeðlilegan hagnað kortafyrirtækja Vilhjálmur Bjarnason þingmaður Sjálfstæðisflokks segir að hagnaður greiðslukortafyrirtækja hér á landi sé óeðlilega mikill og vill að Samkeppniseftirlitið skoði málið. Fyrirtækin hafa á undanförnum árum hagnast um marga milljarða. 7. febrúar 2016 18:57 Bankasýslan óskar eftir upplýsingum frá Landsbankanum Bankasýsla ríkisins hefur óskað eftir upplýsingum fra Landsbankanum um hvernig staðið var að sölunni á Borgun. Bref þessa efnis var sent Landsbankanum i gær. Þetta kom fram i máli Lárusar Blöndal stjórnarformanns Bankasýslunnar þegar hann mætti a fund fjárlaganefndar i morgun. 27. janúar 2016 08:32 Bankastjóri Landsbankans skilur reiðina vegna Borgunarmálsins: „Traustið er í molum“ Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, segist skilja reiði þeirra sem mótmæltu við höfðuðstöðvar bankans í Austurstræti í dag en boðað var til þeirra vegna sölu Landsbankans á 31,2 prósenta hlut í Borgun. 26. janúar 2016 13:58 Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að sú staða sem upp sé komin í Borgunarmálinu sé alvarleg og ætla megi að það verð sem Landsbankinn fékk fyrir eignarhlut sinn í Borgun hafi verið mun lægra en eðlilegt getur talist. Þetta kemur fram í bréfi sem fjármálaráðherra sendi í dag til stjórnar Bankasýslu ríkisins vegna umræðu um sölu Landsbankans á hlut hans í greiðslumiðlunarfyrirtækinu Borgun.Sjá einnig: Landsbanki hafnar ásökunum um óheilindi við söluna á BorgunÍ bréfinu segir að samkvæmt upplýsingum og gögnum sem vísað hefur verið til í umræðu um Borgunarmálið megi ætla að það verð sem bankinn fékk fyrir eignarhlut sinn hafi verið mun lægra en eðlilegt getur talist. Í ljósi þeirrar gagnrýni sem sölumeðferð Landsbankans á Borgun hafi sætt sé ljóst að sú staða sem upp er komin sé alvarleg. Landsbankinn seldi rúmlega þrjátíu prósenta hlut í Borgun fyrir 2,2 milljarða til stjórnenda og hóps fjárfesta árið 2014 en salan hefur sætt talsverðri gagnrýni að undanförnu. Hluturinn var ekki boðinn út og því ekki á allra færi að bjóða í hann.Nauðsynlegt að tryggja traust til Landsbankans áður en lengra er haldið í söluferli bankansTelur ráðherra að umræða undanfarinna vikna vegna sölu Landsbankans á hlut sínum í Borgun sé til þess fallin að skaða Landsbankann en stefnt er að því að selja allt að 28,2% hlut ríkisins í Landsbankanum á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Telur hann því nauðsynlegt áður en lengra er haldið í því söluferli að hvaðeina er máli skiptir og varðar sölu Landsbankans á Borgun verði upplýst og málið afgreitt með þeim hætti að traust til bankans og stjórnenda hans verði tryggt.Sjá einnig: Borgun metin á allt að 26 milljarðaStefnt að endurskoðun eigendastefnu Vitnað er til þess að fjármálaráðherra sé ætlað að setja félögum í ríkiseigu eigendastefnu. Kjarni stefnunnar byggir á að umrædd fjármálafyrirtæki séu rekin með faglegum og gagnsæjum hætti þannig að almennt ríki traust á stjórn og starfsemi. Í bréfinu segir að í eigendastefnunni er sérstaklega áskilið að fjármálafyrirtæki skuli koma sér upp innri verkferlum um lykilþætti í starfsemi sinni, þar með tölu sölu eigna og að mikilvægt sé að slíkir ferlar séu skilvirkir og gagnsæir. Sjá einnig: Landsbankinn hafði allar upplýsingar um Borgun samkvæmt BorgunJafnframt er sagt að í fjármála- og efnahagsráðuneytinu hafi farið fram endurskoðun á eigendastefnu ríkisins fyrir fjármálafyrirtæki og er þar m.a. gert ráð fyrir að hert verði á kröfum við sölu á eignum þeirra fjármálafyrirtækja sem stefnan nær til.Bréf fjármálaráðherra til Bankasýslu ríkisins má lesa hér.
Borgunarmálið Tengdar fréttir Landsbankinn hefur ekki fengið svör frá Borgun Landsbankinn segist ekki hafa haft vitneskju um að Borgun ætti rétt til greiðslna vegna valréttar í tengslum við samruna Visa Inc. og Visa Europe, kæmi til þess að hann yrði virkjaður. 8. febrúar 2016 19:00 Fimm milljarða hagnaður hjá Borgun og Valitor á fjórum árum Tekjur Borgunar hafa aukist til muna á meðan Valitor hefur einu sinni skilað tapi. 8. febrúar 2016 13:00 Borgun metin á allt að 26 milljarða króna Kortafyrirtækið Borgun er metið á allt að 26 milljarða samkvæmt nýju virðismati sem endurskoðunarfyrirtækið KPMG hefur unnið fyrir stjórn Borgunar. 5. febrúar 2016 08:07 Landsbankinn hafði allar upplýsingar um Borgun samkvæmt Borgun Sérstakt gagnaherbergi var útbúið í tengslum við söluna á eignarhlut ríkisbankans í fyrirtækinu árið 2014. 8. febrúar 2016 11:37 Mikill hiti í mótmælendum í Landsbankanum: „Ertu ekki vanhæfur fyrst þú klúðraðir þessu svona?“ Hróp gerð að Steinþór Pálssyni bankastjóra Landsbankans. 26. janúar 2016 14:09 Bankastjóri segir gremju í þjóðfélaginu Mikill hiti var í hópi mótmælenda sem komu saman fyrir utan höfuðstöðvar Landsbankans í Austurstræti á hádegi í gær til að mótmæla sölu á 31,2 prósenta eignarhlut bankans í Borgun. 27. janúar 2016 07:00 Borgun á von á fimm milljörðum í peningum vegna sölunnar á Visa Europe Fyrirtækið fær einnig forgangshlutabréf í Visa Inc. og afkomutengda greiðslu árið 2020. 9. febrúar 2016 17:33 Samkeppniseftirlitið skoði óeðlilegan hagnað kortafyrirtækja Vilhjálmur Bjarnason þingmaður Sjálfstæðisflokks segir að hagnaður greiðslukortafyrirtækja hér á landi sé óeðlilega mikill og vill að Samkeppniseftirlitið skoði málið. Fyrirtækin hafa á undanförnum árum hagnast um marga milljarða. 7. febrúar 2016 18:57 Bankasýslan óskar eftir upplýsingum frá Landsbankanum Bankasýsla ríkisins hefur óskað eftir upplýsingum fra Landsbankanum um hvernig staðið var að sölunni á Borgun. Bref þessa efnis var sent Landsbankanum i gær. Þetta kom fram i máli Lárusar Blöndal stjórnarformanns Bankasýslunnar þegar hann mætti a fund fjárlaganefndar i morgun. 27. janúar 2016 08:32 Bankastjóri Landsbankans skilur reiðina vegna Borgunarmálsins: „Traustið er í molum“ Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, segist skilja reiði þeirra sem mótmæltu við höfðuðstöðvar bankans í Austurstræti í dag en boðað var til þeirra vegna sölu Landsbankans á 31,2 prósenta hlut í Borgun. 26. janúar 2016 13:58 Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Landsbankinn hefur ekki fengið svör frá Borgun Landsbankinn segist ekki hafa haft vitneskju um að Borgun ætti rétt til greiðslna vegna valréttar í tengslum við samruna Visa Inc. og Visa Europe, kæmi til þess að hann yrði virkjaður. 8. febrúar 2016 19:00
Fimm milljarða hagnaður hjá Borgun og Valitor á fjórum árum Tekjur Borgunar hafa aukist til muna á meðan Valitor hefur einu sinni skilað tapi. 8. febrúar 2016 13:00
Borgun metin á allt að 26 milljarða króna Kortafyrirtækið Borgun er metið á allt að 26 milljarða samkvæmt nýju virðismati sem endurskoðunarfyrirtækið KPMG hefur unnið fyrir stjórn Borgunar. 5. febrúar 2016 08:07
Landsbankinn hafði allar upplýsingar um Borgun samkvæmt Borgun Sérstakt gagnaherbergi var útbúið í tengslum við söluna á eignarhlut ríkisbankans í fyrirtækinu árið 2014. 8. febrúar 2016 11:37
Mikill hiti í mótmælendum í Landsbankanum: „Ertu ekki vanhæfur fyrst þú klúðraðir þessu svona?“ Hróp gerð að Steinþór Pálssyni bankastjóra Landsbankans. 26. janúar 2016 14:09
Bankastjóri segir gremju í þjóðfélaginu Mikill hiti var í hópi mótmælenda sem komu saman fyrir utan höfuðstöðvar Landsbankans í Austurstræti á hádegi í gær til að mótmæla sölu á 31,2 prósenta eignarhlut bankans í Borgun. 27. janúar 2016 07:00
Borgun á von á fimm milljörðum í peningum vegna sölunnar á Visa Europe Fyrirtækið fær einnig forgangshlutabréf í Visa Inc. og afkomutengda greiðslu árið 2020. 9. febrúar 2016 17:33
Samkeppniseftirlitið skoði óeðlilegan hagnað kortafyrirtækja Vilhjálmur Bjarnason þingmaður Sjálfstæðisflokks segir að hagnaður greiðslukortafyrirtækja hér á landi sé óeðlilega mikill og vill að Samkeppniseftirlitið skoði málið. Fyrirtækin hafa á undanförnum árum hagnast um marga milljarða. 7. febrúar 2016 18:57
Bankasýslan óskar eftir upplýsingum frá Landsbankanum Bankasýsla ríkisins hefur óskað eftir upplýsingum fra Landsbankanum um hvernig staðið var að sölunni á Borgun. Bref þessa efnis var sent Landsbankanum i gær. Þetta kom fram i máli Lárusar Blöndal stjórnarformanns Bankasýslunnar þegar hann mætti a fund fjárlaganefndar i morgun. 27. janúar 2016 08:32
Bankastjóri Landsbankans skilur reiðina vegna Borgunarmálsins: „Traustið er í molum“ Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, segist skilja reiði þeirra sem mótmæltu við höfðuðstöðvar bankans í Austurstræti í dag en boðað var til þeirra vegna sölu Landsbankans á 31,2 prósenta hlut í Borgun. 26. janúar 2016 13:58