Leo, Larson og Revenant sigra samkvæmt greiningardeild Arion Ásgeir Erlendsson skrifar 28. febrúar 2016 19:00 Jóhann Jóhannsson er tilnefndur til Óskarsverðlauna í kvöld fyrir bestu frumsömdu tónlistina í kvikmyndinni Sicario. Veðbankar eru þó ekki sigurvissir fyrir hans hönd en líklegast er talið að Ennio Morrione hljóti styttuna eftirsóttu fyrir tónlist í myndinni Hateful Eight. Erna Björg Sverrisdóttir hagfræðingur í greiningardeild Arion banka setti saman spálíkan fyrir óskarsverðlaunin í kvöld. Samkvæmt greiningardeildinni verða þetta sigurvegarar kvöldsins. „Það verður Leo, Brie Larson og The Revenant samkvæmt okkar spá. Þetta er bara byggt á tölfræðinni. Þetta er ekki byggt á neinu listrænu auga af okkar hálfu“ Þetta er í þriðja sinn sem Leonardo Di Capri er tilnefndur sem besti leikari í aðalhlutverki og aðdáendur hans um allan heim vonast eftir að nú sé loks komið að honum. „Ég ætla ekki að leggja neitt mat á hvort hann eigi það skilið eða ekki en hann er líklegastur til að vinna í kvöld. Við höfum reynt fyrir okkur tvisvar, spáð vitlaust í bæði skipin. Vorum reyndar töluvert nær því í seinna skiptið heldur en fyrra skiptið.“ Erna vonar að greiningardeildin hafi rétt fyrir sér í þetta skipti. „Það er mikið í húfi fyrir okkur, heiðurinn“. Segir Erna. Óskarsverðlaunin hefjast klukkan 1:30 í nótt að íslenskum tíma. Bíó og sjónvarp Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Jóhann Jóhannsson er tilnefndur til Óskarsverðlauna í kvöld fyrir bestu frumsömdu tónlistina í kvikmyndinni Sicario. Veðbankar eru þó ekki sigurvissir fyrir hans hönd en líklegast er talið að Ennio Morrione hljóti styttuna eftirsóttu fyrir tónlist í myndinni Hateful Eight. Erna Björg Sverrisdóttir hagfræðingur í greiningardeild Arion banka setti saman spálíkan fyrir óskarsverðlaunin í kvöld. Samkvæmt greiningardeildinni verða þetta sigurvegarar kvöldsins. „Það verður Leo, Brie Larson og The Revenant samkvæmt okkar spá. Þetta er bara byggt á tölfræðinni. Þetta er ekki byggt á neinu listrænu auga af okkar hálfu“ Þetta er í þriðja sinn sem Leonardo Di Capri er tilnefndur sem besti leikari í aðalhlutverki og aðdáendur hans um allan heim vonast eftir að nú sé loks komið að honum. „Ég ætla ekki að leggja neitt mat á hvort hann eigi það skilið eða ekki en hann er líklegastur til að vinna í kvöld. Við höfum reynt fyrir okkur tvisvar, spáð vitlaust í bæði skipin. Vorum reyndar töluvert nær því í seinna skiptið heldur en fyrra skiptið.“ Erna vonar að greiningardeildin hafi rétt fyrir sér í þetta skipti. „Það er mikið í húfi fyrir okkur, heiðurinn“. Segir Erna. Óskarsverðlaunin hefjast klukkan 1:30 í nótt að íslenskum tíma.
Bíó og sjónvarp Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira