Óvænt boðað til sáttafundar í álversdeilunni Heimir Már Pétursson skrifar 27. febrúar 2016 14:54 Ríkissáttasemjari boðaði deiluaðila í álversdeilunni í gærkvöldi óvænt til samningafundar næstkomandi mánudag. Formaður verkalýðsfélagsins Hlífar segir að útflutningsbanni á áli frá fyrirtækinu verði haldið til streitu þar til samningar hafi náðst. Mikil harka er hlaupin í deilu verkalýðsfélaganna í Álverinu í Straumsvík við fyrirtækið sem staðið hefur yfir í um ár. Fyrirtækið kærði boðað útflutningsbann verkalýðsfélagsins Hlífar til félagsdóms, sem úrskurðaði verkalýðsfélaginu í vil á þriðjudagskvöld. Útflutningsbannið hófst síðan á miðnætti þann dag og stöðvuðu verkfallsverðir tilraunir yfirmanna fyrirtækisins til að ganga í störf hafnarverkamanna við útskipun á áli á miðvikudag. Deiluaðilar komu síðar þann dag til fundar hjá Ríkissáttasemjara en engin niðurstaða varð á þeim fundi og að honum loknum var ekki boðað til nýs fundar. Kolbeinn Gunnarsson formaður Hlífar fékk þó skilaboð frá Ríkissáttasemjara í gærkvöldi. „Ríkissáttasemjari er búinn að boða til fundar núna á mánudaginn klukkan þrjú. Ég reikna með að þar verði framhald þeirra viðræðna sem við erum búnir að vera í við þá. Það voru náttúrlega á síðasta fundi ýmsar spurningar sem átti eftir að svara og annað. Ég ætla að vona að menn svari þeim á þessum fundi, frá báðum aðilum,“ segir Kolbeinn.Þannig að menn eru eitthvað að þreifa hver á öðrum, þið eruð ekki bara í störukeppni? „Menn eru auðvitað alltaf að reyna að ná lendingu. En það kemur alltaf upp þetta sama; að þeir séu ekki tilbúnir að gera neina kjarasamninga nema að opna allt sem snýr að þessari yfirlýsingu um verktökuna,“ segir Kolbeinn. Hins vegar eigi eftir að svara ýmsum öðrum spurning til að menn geti farið að mjaka viðræðum eitthvað áfram. Tilgangurinn með útflutningsbanninu sé að þrýsta fyrirtækinu til alvöru viðræðna við samningaborðið. En fulltrúar Ísal segja fyrirtækið hafa boðið sömu launahækkanir og aðrir hafi fengið ofan á laun sem sem séu nú þegar mjög góð. Fyrirtækið vilji hins vegar einnig njóta sömu réttinda og önnur fyrirtæki um útvistun verkefna sem ekki tengist kjarastarfsemi fyrirtækisins. Næsta skip er væntanlegt til Straumsvíkur á mánudag og lestun þess ætti að hefjast strax á þriðjudag.Það liggur alveg ljóst fyrir að þið munuð stöðva þá útskipun ef ekki hefur náðst samningur? „Já, já. Það er verkfall á álútflutning og við höldum því til streitu,“ segir Kolbeinn Gunnarsson. Kjaradeila í Straumsvík Tengdar fréttir Rio Tinto vill láta reyna á aðgerðir yfirmanna fyrir dómstólum „Það væri sérkennilegt að láta svona ágreining um hvar rétturinn liggur, liggja svona óleystan,“ segir upplýsingafulltrúi álversins. 25. febrúar 2016 12:31 Sáttafundi í álversdeilunni lokið án árangurs Annar fundur hefur ekki verið ákveðinn en lögum samkvæmt ber ríkissáttasemjara að boða til annars fundar innan tveggja vikna. 24. febrúar 2016 15:04 Langvarandi deilu er hvergi nærri lokið Engu hefur enn miðað í kjaraviðræðum starfsmanna Rio Tinto Alcan í Straumsvík. Deilunni var vísað til ríkissáttasemjara í apríl í fyrra. 25. febrúar 2016 07:00 Verkfall hófst á miðnætti Félagsdómur úrskurðaði í gærkvöldi að útflutningsbann starfsmanna í álveri Rio Tinto Alcan í Straumsvík væri löglegt og hófst það því á miðnætti. Mun því ekkert ál verða flutt út frá Straumsvíkurhöfn á næstunni. Dómurinn kom saman í kjölfar þess að Samtök atvinnulífsins kærðu bannið fyrir hönd álversins. 24. febrúar 2016 07:00 Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Á von á fleiri fyrirtækjum í hópmálssókn gegn Booking.com Þrjú verkefni fengu styrk úr sjóði FrumkvöðlaAuðar Sjá meira
Ríkissáttasemjari boðaði deiluaðila í álversdeilunni í gærkvöldi óvænt til samningafundar næstkomandi mánudag. Formaður verkalýðsfélagsins Hlífar segir að útflutningsbanni á áli frá fyrirtækinu verði haldið til streitu þar til samningar hafi náðst. Mikil harka er hlaupin í deilu verkalýðsfélaganna í Álverinu í Straumsvík við fyrirtækið sem staðið hefur yfir í um ár. Fyrirtækið kærði boðað útflutningsbann verkalýðsfélagsins Hlífar til félagsdóms, sem úrskurðaði verkalýðsfélaginu í vil á þriðjudagskvöld. Útflutningsbannið hófst síðan á miðnætti þann dag og stöðvuðu verkfallsverðir tilraunir yfirmanna fyrirtækisins til að ganga í störf hafnarverkamanna við útskipun á áli á miðvikudag. Deiluaðilar komu síðar þann dag til fundar hjá Ríkissáttasemjara en engin niðurstaða varð á þeim fundi og að honum loknum var ekki boðað til nýs fundar. Kolbeinn Gunnarsson formaður Hlífar fékk þó skilaboð frá Ríkissáttasemjara í gærkvöldi. „Ríkissáttasemjari er búinn að boða til fundar núna á mánudaginn klukkan þrjú. Ég reikna með að þar verði framhald þeirra viðræðna sem við erum búnir að vera í við þá. Það voru náttúrlega á síðasta fundi ýmsar spurningar sem átti eftir að svara og annað. Ég ætla að vona að menn svari þeim á þessum fundi, frá báðum aðilum,“ segir Kolbeinn.Þannig að menn eru eitthvað að þreifa hver á öðrum, þið eruð ekki bara í störukeppni? „Menn eru auðvitað alltaf að reyna að ná lendingu. En það kemur alltaf upp þetta sama; að þeir séu ekki tilbúnir að gera neina kjarasamninga nema að opna allt sem snýr að þessari yfirlýsingu um verktökuna,“ segir Kolbeinn. Hins vegar eigi eftir að svara ýmsum öðrum spurning til að menn geti farið að mjaka viðræðum eitthvað áfram. Tilgangurinn með útflutningsbanninu sé að þrýsta fyrirtækinu til alvöru viðræðna við samningaborðið. En fulltrúar Ísal segja fyrirtækið hafa boðið sömu launahækkanir og aðrir hafi fengið ofan á laun sem sem séu nú þegar mjög góð. Fyrirtækið vilji hins vegar einnig njóta sömu réttinda og önnur fyrirtæki um útvistun verkefna sem ekki tengist kjarastarfsemi fyrirtækisins. Næsta skip er væntanlegt til Straumsvíkur á mánudag og lestun þess ætti að hefjast strax á þriðjudag.Það liggur alveg ljóst fyrir að þið munuð stöðva þá útskipun ef ekki hefur náðst samningur? „Já, já. Það er verkfall á álútflutning og við höldum því til streitu,“ segir Kolbeinn Gunnarsson.
Kjaradeila í Straumsvík Tengdar fréttir Rio Tinto vill láta reyna á aðgerðir yfirmanna fyrir dómstólum „Það væri sérkennilegt að láta svona ágreining um hvar rétturinn liggur, liggja svona óleystan,“ segir upplýsingafulltrúi álversins. 25. febrúar 2016 12:31 Sáttafundi í álversdeilunni lokið án árangurs Annar fundur hefur ekki verið ákveðinn en lögum samkvæmt ber ríkissáttasemjara að boða til annars fundar innan tveggja vikna. 24. febrúar 2016 15:04 Langvarandi deilu er hvergi nærri lokið Engu hefur enn miðað í kjaraviðræðum starfsmanna Rio Tinto Alcan í Straumsvík. Deilunni var vísað til ríkissáttasemjara í apríl í fyrra. 25. febrúar 2016 07:00 Verkfall hófst á miðnætti Félagsdómur úrskurðaði í gærkvöldi að útflutningsbann starfsmanna í álveri Rio Tinto Alcan í Straumsvík væri löglegt og hófst það því á miðnætti. Mun því ekkert ál verða flutt út frá Straumsvíkurhöfn á næstunni. Dómurinn kom saman í kjölfar þess að Samtök atvinnulífsins kærðu bannið fyrir hönd álversins. 24. febrúar 2016 07:00 Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Á von á fleiri fyrirtækjum í hópmálssókn gegn Booking.com Þrjú verkefni fengu styrk úr sjóði FrumkvöðlaAuðar Sjá meira
Rio Tinto vill láta reyna á aðgerðir yfirmanna fyrir dómstólum „Það væri sérkennilegt að láta svona ágreining um hvar rétturinn liggur, liggja svona óleystan,“ segir upplýsingafulltrúi álversins. 25. febrúar 2016 12:31
Sáttafundi í álversdeilunni lokið án árangurs Annar fundur hefur ekki verið ákveðinn en lögum samkvæmt ber ríkissáttasemjara að boða til annars fundar innan tveggja vikna. 24. febrúar 2016 15:04
Langvarandi deilu er hvergi nærri lokið Engu hefur enn miðað í kjaraviðræðum starfsmanna Rio Tinto Alcan í Straumsvík. Deilunni var vísað til ríkissáttasemjara í apríl í fyrra. 25. febrúar 2016 07:00
Verkfall hófst á miðnætti Félagsdómur úrskurðaði í gærkvöldi að útflutningsbann starfsmanna í álveri Rio Tinto Alcan í Straumsvík væri löglegt og hófst það því á miðnætti. Mun því ekkert ál verða flutt út frá Straumsvíkurhöfn á næstunni. Dómurinn kom saman í kjölfar þess að Samtök atvinnulífsins kærðu bannið fyrir hönd álversins. 24. febrúar 2016 07:00
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf