Fjölbreyttur ferill Ellen DeGeneres Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 25. febrúar 2016 11:00 Ellen DeGeneres er hress týpa. Nordicphotos/Getty Fyrsti þátturinn af The Ellen DeGeneres Show fór í loftið 8. september árið 2003 og er 13. sería þáttarins nú í sýningu. Kynnir og stjórnandi í þáttunum er Ellen DeGeneres. Ellen ættu nú flestir að kannast við en hún hóf ferilinn sem uppistandari og náði talsverðri athygli á því sviði og var hún meðal annars fyrsti kvenuppistandarinn sem boðið var í settið í spjall eftir uppistand sitt í The Tonight Show Starring Johnny Carson. Að komast þar að og hvað þá að setjast í settið og ræða við Johnny Carson var álitið eitt besta tækifærið í bransanum fyrir grínista á þessum tíma. Ellen reyndi einnig fyrir sér sem leikkona og margir kannast við hana sem rödd Dory í teiknimyndinni Finding Nemo. Einnig hefur hún leikið lykilhlutverk í tveimur leiknum sjónvarpsþáttaröðum, Ellen og The Ellen Show. Í fjórðu seríu af þættinum Ellen árið 1997 kom hún út úr skápnum þegar hún var gestur í spjallþætti Oprah Winfrey, stuttu síðar kom karakter hennar í þættinum, Ellen Morgan, einnig út úr skápnum hjá sálfræðingi sínum sem leikinn var af sjálfri Oprah, og vakti það talsverða athygli. Hún hefur einnig verið kynnir á Óskars- og Grammy- og Emmy-verðlaunahátíðum við góðar undirtektir enda þykir hún vera fyndin. Sjálf hefur hún hlotið þrettán Emmy-verðlaun, fjórtán People's Choice verðlaun auk ýmissa annarra verðlauna á ferlinum. Óhætt er að segja að þættir hennar hafi hlotið prýðis viðtökur og eiga þeir sinn fasta áhorfendahóp og horfa að meðaltali 3,9 milljónir manna á hvern þátt sem telst ansi gott. Þættirnir hafa fengið alls 38 Daytime Emmy Awards og hefur Ellen sjálf unnið People's Choice Award sem besti kynnir í dagsjónvarpi fjórtán sinnum. Í þáttunum er fjöldi endurtekinna atriða og þemu, sem dæmi má nefna móður Ellenar, Betty, sem heimsækir þáttinn reglulega og einnig dansar Ellen sjálf í upphafi hvers þáttar, stundum dansar hún inn í áhorfendahópinn og fær jafnvel lánað eitthvað frá áhorfendum, eins og hatt eða flík sem hún klæðist. Sýningar á The Ellen DeGeneres Show hefjast þann 7. mars á Stöð 2 og verður þátturinn sýndur mánudaga til fimmtudaga klukkan 17.45. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Urðu heimsfrægir á einu augabragði: Damn, Daniel myndbandið er að brjóta internetið Daniel og Josh eru gjörsamlega að brjóta internetið þessa dagana með myndbandi sínu, Damn, Daniel. 24. febrúar 2016 15:15 Adele stórbrotin í falinni myndavél hjá Ellen: „Ég ætla fá stóran boost í litlu glasi“ Adele var gestur í spjallþætti Ellen í vikunni og tók hún meðal annars þátt í falinni myndavél, eða eins konar stjórnun. 19. febrúar 2016 13:00 Adele gerði Ellen orðlausa þegar hún kallaði píkuna sína Mini-mu, Vajayjay og Pizza Adele er mögnuð. 26. febrúar 2016 10:30 Mest lesið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Fleiri fréttir Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Sjá meira
Fyrsti þátturinn af The Ellen DeGeneres Show fór í loftið 8. september árið 2003 og er 13. sería þáttarins nú í sýningu. Kynnir og stjórnandi í þáttunum er Ellen DeGeneres. Ellen ættu nú flestir að kannast við en hún hóf ferilinn sem uppistandari og náði talsverðri athygli á því sviði og var hún meðal annars fyrsti kvenuppistandarinn sem boðið var í settið í spjall eftir uppistand sitt í The Tonight Show Starring Johnny Carson. Að komast þar að og hvað þá að setjast í settið og ræða við Johnny Carson var álitið eitt besta tækifærið í bransanum fyrir grínista á þessum tíma. Ellen reyndi einnig fyrir sér sem leikkona og margir kannast við hana sem rödd Dory í teiknimyndinni Finding Nemo. Einnig hefur hún leikið lykilhlutverk í tveimur leiknum sjónvarpsþáttaröðum, Ellen og The Ellen Show. Í fjórðu seríu af þættinum Ellen árið 1997 kom hún út úr skápnum þegar hún var gestur í spjallþætti Oprah Winfrey, stuttu síðar kom karakter hennar í þættinum, Ellen Morgan, einnig út úr skápnum hjá sálfræðingi sínum sem leikinn var af sjálfri Oprah, og vakti það talsverða athygli. Hún hefur einnig verið kynnir á Óskars- og Grammy- og Emmy-verðlaunahátíðum við góðar undirtektir enda þykir hún vera fyndin. Sjálf hefur hún hlotið þrettán Emmy-verðlaun, fjórtán People's Choice verðlaun auk ýmissa annarra verðlauna á ferlinum. Óhætt er að segja að þættir hennar hafi hlotið prýðis viðtökur og eiga þeir sinn fasta áhorfendahóp og horfa að meðaltali 3,9 milljónir manna á hvern þátt sem telst ansi gott. Þættirnir hafa fengið alls 38 Daytime Emmy Awards og hefur Ellen sjálf unnið People's Choice Award sem besti kynnir í dagsjónvarpi fjórtán sinnum. Í þáttunum er fjöldi endurtekinna atriða og þemu, sem dæmi má nefna móður Ellenar, Betty, sem heimsækir þáttinn reglulega og einnig dansar Ellen sjálf í upphafi hvers þáttar, stundum dansar hún inn í áhorfendahópinn og fær jafnvel lánað eitthvað frá áhorfendum, eins og hatt eða flík sem hún klæðist. Sýningar á The Ellen DeGeneres Show hefjast þann 7. mars á Stöð 2 og verður þátturinn sýndur mánudaga til fimmtudaga klukkan 17.45.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Urðu heimsfrægir á einu augabragði: Damn, Daniel myndbandið er að brjóta internetið Daniel og Josh eru gjörsamlega að brjóta internetið þessa dagana með myndbandi sínu, Damn, Daniel. 24. febrúar 2016 15:15 Adele stórbrotin í falinni myndavél hjá Ellen: „Ég ætla fá stóran boost í litlu glasi“ Adele var gestur í spjallþætti Ellen í vikunni og tók hún meðal annars þátt í falinni myndavél, eða eins konar stjórnun. 19. febrúar 2016 13:00 Adele gerði Ellen orðlausa þegar hún kallaði píkuna sína Mini-mu, Vajayjay og Pizza Adele er mögnuð. 26. febrúar 2016 10:30 Mest lesið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Fleiri fréttir Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Sjá meira
Urðu heimsfrægir á einu augabragði: Damn, Daniel myndbandið er að brjóta internetið Daniel og Josh eru gjörsamlega að brjóta internetið þessa dagana með myndbandi sínu, Damn, Daniel. 24. febrúar 2016 15:15
Adele stórbrotin í falinni myndavél hjá Ellen: „Ég ætla fá stóran boost í litlu glasi“ Adele var gestur í spjallþætti Ellen í vikunni og tók hún meðal annars þátt í falinni myndavél, eða eins konar stjórnun. 19. febrúar 2016 13:00
Adele gerði Ellen orðlausa þegar hún kallaði píkuna sína Mini-mu, Vajayjay og Pizza Adele er mögnuð. 26. febrúar 2016 10:30