Keppnin var haldin í Borgarleikhúsinu í kvöld en þar kepptu átta skólar til úrslita, en áður höfðu 25 skólar í heildina tekið þátt á þremur undankvöldum.
Atriði Hagaskóla fjallaði um Íslendinga sem vilja ekki taka við fólki í partýi sem það heldur hér á landi. Mörgum árum seinna breytast veðuraðstæður á Íslandi sem verður til þess að allir þurfa að flýja, og reyna að komast að annars staðar. Þá er Íslendingunum neitað hvar sem þeir koma.
Þetta er annað árið í röð sem Hagaskóli vinnur Skrekk.