Vefsala SVFR opnuð Karl Lúðvíksson skrifar 25. febrúar 2016 10:24 Mynd: www.svfr.is Nú hefur verið opnað fyrir vefsölu á veiðisvæði Stangaveiðifélags Reykjavíkur en eftir forúthlutun og frágang umsókna sést að mun meira var sótt um en á síðasta ári. Það sést vel þegar lausar stangir eru skoðaðar á vinsælum veiðisvæðum miðað við hvernig staðan var á sama tíma í fyrra. Það má nefna til dæmis flaggskip félagsins, Langá á Mýrum, en þar eru aðeins lausar stangir á stangli fyrir utan eitt holl um mánaðarmót ágúst september sem er óselt en það verður það varla lengi. Heildarveiðin í ánni í fyrra var 2.616 laxar á fyrsta sumrinu sem áinn var aðeins veidd á flugu og sú ákvörðun hefur greinilega dregið að veiðimenn sem vilja aðeins veiða í ám sem eru "fly-only" og þá sérstaklega erlendir veiðimenn. Nokkuð er laust í júlí á Bíldsfellinu í Soginu sem er alveg ótrúlegt enda er svæðið eitt það vinsælasta í ánni en það verður þó líklega fljótt að fara til utan félagsmanna. Meira úrval er á silungasvæðum SVFR en þau leyfi fara gjarnan mun jafnar heldur en leyfin í laxveiðiárnar. Það sem vekur einnig eftirtekt er að finna lausar stangir í september í Elliðaánum en það er geysilega skemmtilegur tími þar sem besta svæðið er flugusvæðið ofan við Árbæ og á þessum tíma er fiskurinn oft ansi tökuglaður. Þeir utan félagsmenn sem gátu ekki tekið þátt í úthlutun í Elliðaárnar verða þó líklega fljótir að grípa bestu dagana þar. Mest lesið 110 sm lax í Vatnsdalsá Veiði Hálendisveiðin róleg vegna kulda Veiði Góð veiði í vötnunum Veiði Frábærir lausir veiðidagar hjá SVFR Veiði Elliðaárnar og Langá yfir 100 laxa! Veiði Svona færðu laxinn til að taka Veiði Laxveiðin af stað með hvelli Veiði Góður gangur í Fnjóská Veiði Vatnaveiðin farin af stað Veiði Ein skæðasta haustflugan í sumar Veiði
Nú hefur verið opnað fyrir vefsölu á veiðisvæði Stangaveiðifélags Reykjavíkur en eftir forúthlutun og frágang umsókna sést að mun meira var sótt um en á síðasta ári. Það sést vel þegar lausar stangir eru skoðaðar á vinsælum veiðisvæðum miðað við hvernig staðan var á sama tíma í fyrra. Það má nefna til dæmis flaggskip félagsins, Langá á Mýrum, en þar eru aðeins lausar stangir á stangli fyrir utan eitt holl um mánaðarmót ágúst september sem er óselt en það verður það varla lengi. Heildarveiðin í ánni í fyrra var 2.616 laxar á fyrsta sumrinu sem áinn var aðeins veidd á flugu og sú ákvörðun hefur greinilega dregið að veiðimenn sem vilja aðeins veiða í ám sem eru "fly-only" og þá sérstaklega erlendir veiðimenn. Nokkuð er laust í júlí á Bíldsfellinu í Soginu sem er alveg ótrúlegt enda er svæðið eitt það vinsælasta í ánni en það verður þó líklega fljótt að fara til utan félagsmanna. Meira úrval er á silungasvæðum SVFR en þau leyfi fara gjarnan mun jafnar heldur en leyfin í laxveiðiárnar. Það sem vekur einnig eftirtekt er að finna lausar stangir í september í Elliðaánum en það er geysilega skemmtilegur tími þar sem besta svæðið er flugusvæðið ofan við Árbæ og á þessum tíma er fiskurinn oft ansi tökuglaður. Þeir utan félagsmenn sem gátu ekki tekið þátt í úthlutun í Elliðaárnar verða þó líklega fljótir að grípa bestu dagana þar.
Mest lesið 110 sm lax í Vatnsdalsá Veiði Hálendisveiðin róleg vegna kulda Veiði Góð veiði í vötnunum Veiði Frábærir lausir veiðidagar hjá SVFR Veiði Elliðaárnar og Langá yfir 100 laxa! Veiði Svona færðu laxinn til að taka Veiði Laxveiðin af stað með hvelli Veiði Góður gangur í Fnjóská Veiði Vatnaveiðin farin af stað Veiði Ein skæðasta haustflugan í sumar Veiði