Jordan Spieth komst ekki í gegnum niðurskurðinn á opna Northern Trust mótinu sem fer nú fram í Kaliforníu. Spieth sem hefur verið sjóðandi heitur að undanförnu spilaði hörmulega á fyrsta hringnum sem gerði útslagið.
Spieth spilaði á 79 höggum á fyrsta degi Northern Trust og náði ekki í gegnum niðurskurðinn þrátt fyrir að hafa spilað á 68 höggum á degi tvö.
Eftir dag þrjú er Bubba Watson efstur með eins höggs forskot á þá Jason Kokrak, Chez reavie og Dustin Johnson sem allir eru í öðru til fjórða sæti. Bubba spilaði best af þeim öllum í dag eða á 67 höggum og leiðir því mótið, en lokahringurinn fer fram á morgun, sunnudag.
Fleiri þekktir kylfingar eru ekki langt á eftir Bubba og félögum, en Rory Mcllroy og Adam Scott eru báðir á tíu undir pari og Justin Rose er á sjö undir pari í fjórtánda sæti.
Lokahringurinn fer fram á morgun, sunnudag, og er í beinni útsendingu á Golfstöðinni. Keppni hefst klukkan 18.00, en Vísir mun birta úrslitafrétt hér á vefnum annað kvöld.
Bubba leiðir en Spieth komst ekki í gegnum niðurskurðinn
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið



Forest bannaði Neville að mæta á völlinn
Enski boltinn

Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum
Íslenski boltinn

Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska
Íslenski boltinn


Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn
Íslenski boltinn

Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli
Íslenski boltinn

