Lárus Welding ákærður fyrir markaðsmisnotkun og umboðssvik Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. mars 2016 10:39 Lárus Welding í Héraðsdómi Reykjavíkur þegar aðalmeðferð Stím-málsins fór fram. vísir/anton brink Héraðssaksóknari hefur ákært fimm fyrrverandi starfsmenn Glitnis fyrir markaðsmisnotkun. Um er að ræða umfangsmikið mál sem sérstakur saksóknari hafði til rannsóknar en Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, og Jóhannes Baldursson, fyrrverandi framkvæmdastjóri markaðsviðskipta bankans, eru tveir hinna ákærðu. Auk þess að vera ákærður fyrir markaðsmisnotkun er Lárus einnig ákærður fyrir umboðssvik. Aðrir fyrrverandi starfsmenn Glitnis sem ákærðir eru í málinu eru þeir Jónas Guðmundsson, Valgarð Már Valgarðsson og Pétur Jónsson. Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 15. apríl næstkomandi en rannsókn þess lauk seint á seinasta ári. Báðir verið dæmdir áður fyrir hrunmál Þeir Lárus og Jóhannes hafa báðir hlotið dóma fyrir mál tengd efnahagshruninu. Í desember í fyrra var Jóhannes dæmdur í þriggja ára fangelsi í Hæstarétti fyrir aðild sína að BK-málinu. Þá hlaut Lárus fimm ára fangelsisdóm í héraði vegna Stím-málsins í janúar síðastliðnum og Jóhannes tveggja ára dóm. Þeim dómi hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar. Lárus var einnig ákærður í Vafningsmálinu svokallaða sem og Aurum-málinu. Lárus var sýknaður í Hæstarétti af ákæru í Vafningsmálinu og í héraði í Aurum-málinu. Hæstiréttur ógilti hins vegar dóm héraðsdóms í því máli vegna vanhæfis sérfróðs meðdómanda og þarf því að taka Aurum-málið aftur fyrir í héraðsdómi. Aðalmeðferð þess á að hefjast 12. apríl næstkomandi. Stjórnendur annarra banka hlotið dóma fyrir markaðsmisnotkun Með ákærunni í markaðsmisnotkunarmálinu nú hafa fyrrverandi stjórnendur í öllum stóru viðskiptabönkunum þremur fyrir hrun verið ákærðir fyrir markaðsmisnotkun. Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, var í janúar dæmdur í 18 mánaða fangelsi í Hæstarétti fyrir markaðsmisnotkun. Þá voru þeir Hreiðar Már Sigurðsson, Sigurður Einarsson og Ingólfur Helgason dæmdir í héraði síðastliðið vor fyrir markaðsmisnotkun en þeim dómi var áfrýjað til Hæstaréttar sem enn á eftir að taka málið fyrir. Aurum Holding málið Vafningsmálið Dómsmál Tengdar fréttir Lárus Welding og Jóhannes Baldursson á meðal sakborninga í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis Rannsókn sérstaks saksóknara á málinu er lokið en ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort ákæra verði gefin út eða ekki. 16. desember 2015 14:02 Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Sjá meira
Héraðssaksóknari hefur ákært fimm fyrrverandi starfsmenn Glitnis fyrir markaðsmisnotkun. Um er að ræða umfangsmikið mál sem sérstakur saksóknari hafði til rannsóknar en Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, og Jóhannes Baldursson, fyrrverandi framkvæmdastjóri markaðsviðskipta bankans, eru tveir hinna ákærðu. Auk þess að vera ákærður fyrir markaðsmisnotkun er Lárus einnig ákærður fyrir umboðssvik. Aðrir fyrrverandi starfsmenn Glitnis sem ákærðir eru í málinu eru þeir Jónas Guðmundsson, Valgarð Már Valgarðsson og Pétur Jónsson. Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 15. apríl næstkomandi en rannsókn þess lauk seint á seinasta ári. Báðir verið dæmdir áður fyrir hrunmál Þeir Lárus og Jóhannes hafa báðir hlotið dóma fyrir mál tengd efnahagshruninu. Í desember í fyrra var Jóhannes dæmdur í þriggja ára fangelsi í Hæstarétti fyrir aðild sína að BK-málinu. Þá hlaut Lárus fimm ára fangelsisdóm í héraði vegna Stím-málsins í janúar síðastliðnum og Jóhannes tveggja ára dóm. Þeim dómi hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar. Lárus var einnig ákærður í Vafningsmálinu svokallaða sem og Aurum-málinu. Lárus var sýknaður í Hæstarétti af ákæru í Vafningsmálinu og í héraði í Aurum-málinu. Hæstiréttur ógilti hins vegar dóm héraðsdóms í því máli vegna vanhæfis sérfróðs meðdómanda og þarf því að taka Aurum-málið aftur fyrir í héraðsdómi. Aðalmeðferð þess á að hefjast 12. apríl næstkomandi. Stjórnendur annarra banka hlotið dóma fyrir markaðsmisnotkun Með ákærunni í markaðsmisnotkunarmálinu nú hafa fyrrverandi stjórnendur í öllum stóru viðskiptabönkunum þremur fyrir hrun verið ákærðir fyrir markaðsmisnotkun. Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, var í janúar dæmdur í 18 mánaða fangelsi í Hæstarétti fyrir markaðsmisnotkun. Þá voru þeir Hreiðar Már Sigurðsson, Sigurður Einarsson og Ingólfur Helgason dæmdir í héraði síðastliðið vor fyrir markaðsmisnotkun en þeim dómi var áfrýjað til Hæstaréttar sem enn á eftir að taka málið fyrir.
Aurum Holding málið Vafningsmálið Dómsmál Tengdar fréttir Lárus Welding og Jóhannes Baldursson á meðal sakborninga í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis Rannsókn sérstaks saksóknara á málinu er lokið en ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort ákæra verði gefin út eða ekki. 16. desember 2015 14:02 Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Sjá meira
Lárus Welding og Jóhannes Baldursson á meðal sakborninga í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis Rannsókn sérstaks saksóknara á málinu er lokið en ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort ákæra verði gefin út eða ekki. 16. desember 2015 14:02