Hiddink mjög stoltur af Diego Costa Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. mars 2016 09:15 Diego Costa. Vísir/Getty Guus Hiddink, knattspyrnustjóri Chelsea, talaði vel um Diego Costa á blaðamannafundi fyrir seinni leik Chelsea og franska liðsins Paris Saint Germain í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar sem fer fram í kvöld. Fólkið á samfélagsmiðlum Paris Saint Germain liðsins höfðu tekið saman svokallað "svindl" myndband með Diego Costa og öðrum þekktum persónum sem hafa gengið um með grímu yfir andlitinu. Diego Costa hefur spilað að undanförnu með andlitsgrímu eftir að hafa nefbrotnað. Laurent Blanc, þjálfari Paris Saint Germain, hefur varað sína leikmenn við Diego Costa og talaði um að þeir verði að passa sig á honum. Sky Sports fjallar um umræðuna um Diego Costa á blaðamannafundinum. Diego Costa hefur skorað 10 mörk í 14 leikjum síðan að Guus Hiddink tók við Chelsea-liðinu en hann hefur aðeins skorað eitt mark í fjórtán leikjum fyrir Chelsea í Meistaradeildinni. Diego Costa hefur aldrei fengið rautt spjald síðan að hann kom til Chelsea en hann hefur fengið tvö þriggja leikja bönn fyrir hegðun sína inn á vellinum. „Ég er mjög stoltur af honum og hvernig hann spilar. Hann fer ekki fram af brúninni en vill láta til sína taka í baráttunni," sagði Guus Hiddink. Hann stendur með sínu manni þegar fólk ætlar að gangrýna framgöngu Costa inn á vellinum. „Ég kem honum til varnar og styð það sem hann hefur verið að gera inn á vellinum síðan að ég tók við Chelsea. Hann hefur verið að skora að undanförnu í deild sem er ekki af lakari gerðinni. Hann hefur skorað reglulega í ensku úrvalsdeildinni síðan í desember," sagði Hiddink. „Fyrr á tímabilinu var hann ekki að skora en það átti einnig um liðið. Við skulum bíða og sjá hvort að hann geti ekki skorað í Evrópukeppninni líka," sagði Guus Hiddink. Þetta er þriðja tímabilið í röð þar sem Chelsea og Paris Saint Germain mætast í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar. Chelsea vann á útivallarmörkum í átta liða úrslitunum 2014 en útivallarmörkin komu Paris Saint Germain áfram í sextán liða úrslitunum í fyrra. Paris Saint Germain vann fyrri leikinn 2-1 á Parc des Princes og það er því ennþá mikil spenna fyrir seinni leikinn sem verður sýndur beint á Stöð 2 Sport klukkan 19.45 í kvöld. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Rangstöðumark Diego Costa réði úrslitum á Carrow Road | Sjáið mörkin Chelsea er komið upp í áttunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir 2-1 útisigur á Norwich City í kvöld. 1. mars 2016 21:30 Costa tryggði Chelsea stig | Sjáðu mörkin Hollensku stjórarnir Guus Hiddink hjá Chelsea og Louis Van Gaal hjá Manchester United mætast með lið sín í stórleik dagsins á Stamford Bridge. 7. febrúar 2016 17:45 Diego Costa nefbrotnaði á æfingu Guus Hiddink, knattspyrnustjóri Chelsea, tilkynnti á blaðamannafundi í gær að Diego Costa hefði nefbrotnað á æfingu liðsins. 13. febrúar 2016 11:30 Wenger: Arsenal-liðið var fórnarlamb Diego Costa á ný Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, gat ekki leynt pirringi sínum út í Diego Costa eftir 1-0 tap Arsenal á móti Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í gær. 25. janúar 2016 09:08 Mest lesið Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íslenski boltinn „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Enski boltinn Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Íslenski boltinn Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Fótbolti Frá Skagafirði á Akranes Körfubolti Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Fleiri fréttir „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Sjá meira
Guus Hiddink, knattspyrnustjóri Chelsea, talaði vel um Diego Costa á blaðamannafundi fyrir seinni leik Chelsea og franska liðsins Paris Saint Germain í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar sem fer fram í kvöld. Fólkið á samfélagsmiðlum Paris Saint Germain liðsins höfðu tekið saman svokallað "svindl" myndband með Diego Costa og öðrum þekktum persónum sem hafa gengið um með grímu yfir andlitinu. Diego Costa hefur spilað að undanförnu með andlitsgrímu eftir að hafa nefbrotnað. Laurent Blanc, þjálfari Paris Saint Germain, hefur varað sína leikmenn við Diego Costa og talaði um að þeir verði að passa sig á honum. Sky Sports fjallar um umræðuna um Diego Costa á blaðamannafundinum. Diego Costa hefur skorað 10 mörk í 14 leikjum síðan að Guus Hiddink tók við Chelsea-liðinu en hann hefur aðeins skorað eitt mark í fjórtán leikjum fyrir Chelsea í Meistaradeildinni. Diego Costa hefur aldrei fengið rautt spjald síðan að hann kom til Chelsea en hann hefur fengið tvö þriggja leikja bönn fyrir hegðun sína inn á vellinum. „Ég er mjög stoltur af honum og hvernig hann spilar. Hann fer ekki fram af brúninni en vill láta til sína taka í baráttunni," sagði Guus Hiddink. Hann stendur með sínu manni þegar fólk ætlar að gangrýna framgöngu Costa inn á vellinum. „Ég kem honum til varnar og styð það sem hann hefur verið að gera inn á vellinum síðan að ég tók við Chelsea. Hann hefur verið að skora að undanförnu í deild sem er ekki af lakari gerðinni. Hann hefur skorað reglulega í ensku úrvalsdeildinni síðan í desember," sagði Hiddink. „Fyrr á tímabilinu var hann ekki að skora en það átti einnig um liðið. Við skulum bíða og sjá hvort að hann geti ekki skorað í Evrópukeppninni líka," sagði Guus Hiddink. Þetta er þriðja tímabilið í röð þar sem Chelsea og Paris Saint Germain mætast í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar. Chelsea vann á útivallarmörkum í átta liða úrslitunum 2014 en útivallarmörkin komu Paris Saint Germain áfram í sextán liða úrslitunum í fyrra. Paris Saint Germain vann fyrri leikinn 2-1 á Parc des Princes og það er því ennþá mikil spenna fyrir seinni leikinn sem verður sýndur beint á Stöð 2 Sport klukkan 19.45 í kvöld.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Rangstöðumark Diego Costa réði úrslitum á Carrow Road | Sjáið mörkin Chelsea er komið upp í áttunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir 2-1 útisigur á Norwich City í kvöld. 1. mars 2016 21:30 Costa tryggði Chelsea stig | Sjáðu mörkin Hollensku stjórarnir Guus Hiddink hjá Chelsea og Louis Van Gaal hjá Manchester United mætast með lið sín í stórleik dagsins á Stamford Bridge. 7. febrúar 2016 17:45 Diego Costa nefbrotnaði á æfingu Guus Hiddink, knattspyrnustjóri Chelsea, tilkynnti á blaðamannafundi í gær að Diego Costa hefði nefbrotnað á æfingu liðsins. 13. febrúar 2016 11:30 Wenger: Arsenal-liðið var fórnarlamb Diego Costa á ný Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, gat ekki leynt pirringi sínum út í Diego Costa eftir 1-0 tap Arsenal á móti Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í gær. 25. janúar 2016 09:08 Mest lesið Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íslenski boltinn „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Enski boltinn Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Íslenski boltinn Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Fótbolti Frá Skagafirði á Akranes Körfubolti Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Fleiri fréttir „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Sjá meira
Rangstöðumark Diego Costa réði úrslitum á Carrow Road | Sjáið mörkin Chelsea er komið upp í áttunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir 2-1 útisigur á Norwich City í kvöld. 1. mars 2016 21:30
Costa tryggði Chelsea stig | Sjáðu mörkin Hollensku stjórarnir Guus Hiddink hjá Chelsea og Louis Van Gaal hjá Manchester United mætast með lið sín í stórleik dagsins á Stamford Bridge. 7. febrúar 2016 17:45
Diego Costa nefbrotnaði á æfingu Guus Hiddink, knattspyrnustjóri Chelsea, tilkynnti á blaðamannafundi í gær að Diego Costa hefði nefbrotnað á æfingu liðsins. 13. febrúar 2016 11:30
Wenger: Arsenal-liðið var fórnarlamb Diego Costa á ný Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, gat ekki leynt pirringi sínum út í Diego Costa eftir 1-0 tap Arsenal á móti Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í gær. 25. janúar 2016 09:08