Fyrsta stiklan úr sjöttu þáttaröð Game of Thrones komin í hús Bjarki Ármannsson skrifar 8. mars 2016 20:36 Apríl getur ekki komið nógu snemma. Sjötta þáttaröð sjónvarpsþáttaraðarinnar geysivinsælu Game of Thrones hefur göngu sína á HBO og á Stöð 2 í apríl næstkomandi og eru áhorfendur orðnir gríðarlega spenntir. Fyrsta eiginlega stiklan fyrir nýju þáttaröðina leit dagsins ljós á Facebook-síðu þáttanna nú í kvöld. Í stiklunni er lítið gefið upp um söguþráðinn, en eins og aðdáendur þáttanna þekkja verður þetta fyrsta þáttaröðin sem fer fram úr bókaröð George R. R. Martin, sem hingað til hefur getað veitt vísbendingar um hvað gerist í þáttunum. Þó mun áhorfendum sennilega þykja nægilega spennandi í bili að sjá helstu persónum bregða fyrir í nýju stiklunni. Aðalpersónur á borð við Daenerys Targaryen og Tyrion Lannister eru að sjálfsögðu á sínum stað auk þess sem Hafþóri Júlíusi Björnssyni kraftlyftingamanni bregður fyrir örstutt í hlutverki sínu. Þetta er fyrsta hefðbundna stiklan fyrir þáttaröðina, og auglýst sem slík á Facebook-síðunni, en ýmis konar kynningarefni hefur þó áður komið fram til að halda spennunni í aðdáðendum þáttanna. Meðal annars varð íslenski kvikmyndagerðarmaðurinn Rúnar Ingi Einarsson þeirrar ánægju aðnjótandi að fá að leikstýra svokölluðu „tís“ fyrir sjöttu þáttaröðina. Nýju stikluna í heild sinni má sjá hér að neðan.Game of Thrones Season 6: Trailer (RED BAND)The #GoTSeason6 trailer is here. 4.24.16(WARNING: MATURE CONTENT)Music: “Wicked Game” performed by James Vincent McMorrowPosted by Game of Thrones on 8. mars 2016 Bíó og sjónvarp Game of Thrones Tengdar fréttir Myndir HBO gefa vísbendingar um framtíð Sönsu Framleiðendum Game of Thrones virðist vera illa við karakterinn. 15. febrúar 2016 20:00 Lífs eða liðinn? Blóðugur Jon Snow í auglýsingu fyrir næstu þáttaröð Game of Thrones Sjötta þáttaröðin hefur göngu sína í apríl. 23. nóvember 2015 18:04 Sjáðu fyrsta brotið úr nýrri þáttaröð af Game of Thrones Spoiler viðvörun! Ef lesendur hafa ekki horft á fimmtu seríu Game of Thrones þáttanna og/eða vilja ekki vita um mögulegan söguþráð sjöttu seríu er mælt með því að ekki verði lesið lengra. 15. febrúar 2016 11:45 Næstu Game of Thrones bókinni seinkar: Sjónvarpsþættirnir munu stinga bækurnar af í apríl George R. R. Martin greinir frá því að sjötta bókin verður ekki komin í mars, líkt og til stóð. 2. janúar 2016 22:54 Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
Sjötta þáttaröð sjónvarpsþáttaraðarinnar geysivinsælu Game of Thrones hefur göngu sína á HBO og á Stöð 2 í apríl næstkomandi og eru áhorfendur orðnir gríðarlega spenntir. Fyrsta eiginlega stiklan fyrir nýju þáttaröðina leit dagsins ljós á Facebook-síðu þáttanna nú í kvöld. Í stiklunni er lítið gefið upp um söguþráðinn, en eins og aðdáendur þáttanna þekkja verður þetta fyrsta þáttaröðin sem fer fram úr bókaröð George R. R. Martin, sem hingað til hefur getað veitt vísbendingar um hvað gerist í þáttunum. Þó mun áhorfendum sennilega þykja nægilega spennandi í bili að sjá helstu persónum bregða fyrir í nýju stiklunni. Aðalpersónur á borð við Daenerys Targaryen og Tyrion Lannister eru að sjálfsögðu á sínum stað auk þess sem Hafþóri Júlíusi Björnssyni kraftlyftingamanni bregður fyrir örstutt í hlutverki sínu. Þetta er fyrsta hefðbundna stiklan fyrir þáttaröðina, og auglýst sem slík á Facebook-síðunni, en ýmis konar kynningarefni hefur þó áður komið fram til að halda spennunni í aðdáðendum þáttanna. Meðal annars varð íslenski kvikmyndagerðarmaðurinn Rúnar Ingi Einarsson þeirrar ánægju aðnjótandi að fá að leikstýra svokölluðu „tís“ fyrir sjöttu þáttaröðina. Nýju stikluna í heild sinni má sjá hér að neðan.Game of Thrones Season 6: Trailer (RED BAND)The #GoTSeason6 trailer is here. 4.24.16(WARNING: MATURE CONTENT)Music: “Wicked Game” performed by James Vincent McMorrowPosted by Game of Thrones on 8. mars 2016
Bíó og sjónvarp Game of Thrones Tengdar fréttir Myndir HBO gefa vísbendingar um framtíð Sönsu Framleiðendum Game of Thrones virðist vera illa við karakterinn. 15. febrúar 2016 20:00 Lífs eða liðinn? Blóðugur Jon Snow í auglýsingu fyrir næstu þáttaröð Game of Thrones Sjötta þáttaröðin hefur göngu sína í apríl. 23. nóvember 2015 18:04 Sjáðu fyrsta brotið úr nýrri þáttaröð af Game of Thrones Spoiler viðvörun! Ef lesendur hafa ekki horft á fimmtu seríu Game of Thrones þáttanna og/eða vilja ekki vita um mögulegan söguþráð sjöttu seríu er mælt með því að ekki verði lesið lengra. 15. febrúar 2016 11:45 Næstu Game of Thrones bókinni seinkar: Sjónvarpsþættirnir munu stinga bækurnar af í apríl George R. R. Martin greinir frá því að sjötta bókin verður ekki komin í mars, líkt og til stóð. 2. janúar 2016 22:54 Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
Myndir HBO gefa vísbendingar um framtíð Sönsu Framleiðendum Game of Thrones virðist vera illa við karakterinn. 15. febrúar 2016 20:00
Lífs eða liðinn? Blóðugur Jon Snow í auglýsingu fyrir næstu þáttaröð Game of Thrones Sjötta þáttaröðin hefur göngu sína í apríl. 23. nóvember 2015 18:04
Sjáðu fyrsta brotið úr nýrri þáttaröð af Game of Thrones Spoiler viðvörun! Ef lesendur hafa ekki horft á fimmtu seríu Game of Thrones þáttanna og/eða vilja ekki vita um mögulegan söguþráð sjöttu seríu er mælt með því að ekki verði lesið lengra. 15. febrúar 2016 11:45
Næstu Game of Thrones bókinni seinkar: Sjónvarpsþættirnir munu stinga bækurnar af í apríl George R. R. Martin greinir frá því að sjötta bókin verður ekki komin í mars, líkt og til stóð. 2. janúar 2016 22:54