Götugöt Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 8. mars 2016 07:00 Gatnakerfi höfuðborgarsvæðisins er í afleitu ástandi. Fréttablaðið birtir í dag mynd af stærðarinnar holu við Hátún í Reykjavík sem sýnir vel hvað við er að etja. Ástandið er samkvæmt fagmönnum verra í ár en í fyrra og fer dagversnandi. Götur eru víða að grotna niður og miklar brotholur hafa fengið að myndast í malbikið víða. Í fyrra lagði borgin aukið fé í viðgerðir, sem þó dugði skammt. Á síðasta ári var alls 690 milljónum króna varið til malbikunar. Á þessu ári er gert ráð fyrir að 500 milljónir fari í malbikun. Töluvert hefur verið um tjón bifreiðaeigenda vegna þessa. Félagi íslenskra bifreiðaeigenda berast daglega tilkynningar og hjálparbeiðnir frá fólki vegna sprunginna og tættra hjólbarða í holum og brotinna fjaðragorma og alls konar annarra skemmda á farartækjum eftir illa farnar götur. Oft og tíðum sitja bifreiðaeigendur uppi með tjón sitt þar sem lög gera ráð fyrir að veghaldari þurfi að sýna af sér gáleysi til þess að hann teljist bótaskyldur. Hann þarf því að hafa vitað af skemmdinni og ekki gert neitt til að laga hana. Fyrir ástandinu eru ýmsar ástæður. Bæði fara nagladekk afar illa með götur, tæta þær upp og magna skemmdir. Veðrið hefur einnig verið óhagstætt, þíða og frost skiptast á, klaka tekur upp að einhverju leyti en síðan frystir að nýju. Fyrst og fremst er það hins vegar fjöldi bíla sem er á ferðinni á höfuðborgarsvæðinu sem hlýtur að valda því hvernig staðan er. Og sá fjöldi er ekki síst tilkominn vegna aukins straums ferðamanna hingað til lands. Isavia spáir því að um 1,7 milljónir ferðamanna sæki landið heim á þessu ári. Þessir ferðamenn fara um á bílaleigubílum eða rútum. Um helmingur allra nýrra bíla sem nú eru í umferð eru bílaleigubílar. Bæði bílaleigubílar og rútur fá niðurfellingu á gjöldum og sköttum frá ríkinu. Þolinmæði bifreiðaeigenda er skiljanlega orðin takmörkuð. Hér eru alltof margir bílar í umferð miðað við hvað gatnakerfið þolir. Reykjavíkurborg hefur reynt að beina fólki í aðrar áttir, að hjólreiðum eða almenningssamgöngum. Það gerir borgin með réttu, en veðurfarslegar og skipulagslegar aðstæður verða samt sem áður til þess að flestir reiða sig áfram á einkabílinn. Ljóst er að eitthvað verður að gera. Auðvelt er að kasta því fram að forgangsröðun hjá ríkinu, sem á Vegagerðina sem er stærsti veghaldarinn á höfuðborgarsvæðinu, sem og hjá sveitarfélögunum sé röng. Hún er það. Það verður að veita meira fé í gatnakerfið sem er ein grunnstoða samfélagsins. Á móti kemur hin klassíska spurning: Hvaðan eiga fjármunirnir að koma? Og svarið er einfalt; þeir eiga að koma frá notendunum, ekki síður ferðamönnum en bifreiðaeigendum. Það er óskiljanlegt hversu lítið hefur gerst á kjörtímabilinu í að skipuleggja hvernig eigi að heimta sanngjarnt framlag af ferðamönnum sem hingað koma fyrir afnot af grunnstoðum landsins. Það er skömm ef tímabilið líður án þess að niðurstaða fáist í það mál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fanney Birna Jónsdóttir Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Gatnakerfi höfuðborgarsvæðisins er í afleitu ástandi. Fréttablaðið birtir í dag mynd af stærðarinnar holu við Hátún í Reykjavík sem sýnir vel hvað við er að etja. Ástandið er samkvæmt fagmönnum verra í ár en í fyrra og fer dagversnandi. Götur eru víða að grotna niður og miklar brotholur hafa fengið að myndast í malbikið víða. Í fyrra lagði borgin aukið fé í viðgerðir, sem þó dugði skammt. Á síðasta ári var alls 690 milljónum króna varið til malbikunar. Á þessu ári er gert ráð fyrir að 500 milljónir fari í malbikun. Töluvert hefur verið um tjón bifreiðaeigenda vegna þessa. Félagi íslenskra bifreiðaeigenda berast daglega tilkynningar og hjálparbeiðnir frá fólki vegna sprunginna og tættra hjólbarða í holum og brotinna fjaðragorma og alls konar annarra skemmda á farartækjum eftir illa farnar götur. Oft og tíðum sitja bifreiðaeigendur uppi með tjón sitt þar sem lög gera ráð fyrir að veghaldari þurfi að sýna af sér gáleysi til þess að hann teljist bótaskyldur. Hann þarf því að hafa vitað af skemmdinni og ekki gert neitt til að laga hana. Fyrir ástandinu eru ýmsar ástæður. Bæði fara nagladekk afar illa með götur, tæta þær upp og magna skemmdir. Veðrið hefur einnig verið óhagstætt, þíða og frost skiptast á, klaka tekur upp að einhverju leyti en síðan frystir að nýju. Fyrst og fremst er það hins vegar fjöldi bíla sem er á ferðinni á höfuðborgarsvæðinu sem hlýtur að valda því hvernig staðan er. Og sá fjöldi er ekki síst tilkominn vegna aukins straums ferðamanna hingað til lands. Isavia spáir því að um 1,7 milljónir ferðamanna sæki landið heim á þessu ári. Þessir ferðamenn fara um á bílaleigubílum eða rútum. Um helmingur allra nýrra bíla sem nú eru í umferð eru bílaleigubílar. Bæði bílaleigubílar og rútur fá niðurfellingu á gjöldum og sköttum frá ríkinu. Þolinmæði bifreiðaeigenda er skiljanlega orðin takmörkuð. Hér eru alltof margir bílar í umferð miðað við hvað gatnakerfið þolir. Reykjavíkurborg hefur reynt að beina fólki í aðrar áttir, að hjólreiðum eða almenningssamgöngum. Það gerir borgin með réttu, en veðurfarslegar og skipulagslegar aðstæður verða samt sem áður til þess að flestir reiða sig áfram á einkabílinn. Ljóst er að eitthvað verður að gera. Auðvelt er að kasta því fram að forgangsröðun hjá ríkinu, sem á Vegagerðina sem er stærsti veghaldarinn á höfuðborgarsvæðinu, sem og hjá sveitarfélögunum sé röng. Hún er það. Það verður að veita meira fé í gatnakerfið sem er ein grunnstoða samfélagsins. Á móti kemur hin klassíska spurning: Hvaðan eiga fjármunirnir að koma? Og svarið er einfalt; þeir eiga að koma frá notendunum, ekki síður ferðamönnum en bifreiðaeigendum. Það er óskiljanlegt hversu lítið hefur gerst á kjörtímabilinu í að skipuleggja hvernig eigi að heimta sanngjarnt framlag af ferðamönnum sem hingað koma fyrir afnot af grunnstoðum landsins. Það er skömm ef tímabilið líður án þess að niðurstaða fáist í það mál.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun