Á síðasta ári nýttu 211 þúsund gestir sér Airbnb á Íslandi. Það var 165 prósent aukning í fjölda gesta milli ára.
Gestirnir dvöldu að meðaltali lengur hér á landi en hefðbundnir ferðamenn og eyddu hærri fjárhæð í ferðina. Þetta kemur fram í bréfi Sofia Gkiousou, yfirmanns opinberar stefnu Airbnb á Íslandi, til Atvinnuveganefndar.
Fram kemur í bréfinu að á Íslandi séu 2.700 virkir gestgjafar og að meðalaldur þeirra sé 43 ára. Þar segir jafnframt að umhverfisvænt sé að gestir nýti sér Airbnb.
Af núverandi íbúðum til útleigu á Airbnb séu 71 prósent heilar íbúðir en 28 prósent herbergi í íbúð.
Áætlað er að frá 1. janúar 2015 hafi þeir sem gistu hjá gestgjöfum í gegnum Airbnb, frekar en í hefðbundnum gistiheimilum eða hótelum, sparað orku sem myndi duga 2,286 milljónum heimila og vatn á við 36 sundlaugar af ólympískri stærð.
