Rússíbanareið gegnum helförina Atli Sigurjónsson skrifar 5. mars 2016 11:30 Úr kvikmyndinni Son og Saul eftir Lázló Nemés en myndin er sýnd í Bíó Paradís um þessar mundir. Kvikmyndir Son og Saul Leikstjóri: Lázló Nemés Handrit: Lázló Nemés og Clara Royer Aðalhlutverk: Geza Röhrig, Levente Molnár, Urs Rechn Framandgerving er hugtak sem felst í því að taka eitthvað hversdagslegt eða kunnuglegt og gera það framandi, sumir segja að í því felist eðli listarinnar. Þ.e.a.s. að gera eitthvað kunnuglegt framandi fái mann til skilja það upp á nýtt og sjá það með nýjum augum. Flestir hafa séð þó nokkrar helfararmyndir og þykjast eflaust vita allt um hana en núna er komin ný mynd um helförina, Son of Saul, sem tekst að setja nýjan vinkil á helförina sem ekki hefur beint sést áður. Son of Saul segir frá manni að nafni Saul (Geza Röhrig), ungverskum gyðingi í Auschwitz árið 1944. Hann er einn af hinum svokölluðu „Sonderkommandos“ sem voru gyðingar, oftast sterkir karlmenn, sem nasistarnir fengu til að sjá um að reka fólkið inn í gasklefana og sjá um líkin eftir á. Þeim var lofað betri meðferð en voru auðvitað allir drepnir á endanum. Við frágang á líkum einn daginn tekur Sál eftir ungum dreng sem hann telur vera son sinn, og ákveður að sjá til þess að hann fái almennilega greftrun að gyðingasið. En það er auðvitað ekki auðvelt að gera það í miðjum fangabúðum nasista. Það sem gerir Son of Saul svona sérstaka er sjónrænn stíll hennar en í gegnum alla myndina fylgir myndavélin Saul og eltir hann, flest allt annað en allra nánasta umhverfi hans er úr fókus og ramminn mjög þröngur. Við sjáum Saul vel en fáum frekar tilfinningu fyrir umhverfinu en að sjá það. Öskur og köll heyrast, byssuskot og fleira, en hörmungarnar eru ekki sýndar beint. En við heyrum nógu mikið til að vita nákvæmlega hvað er í gangi. Son of Saul er í flesta staði mögnuð mynd en það sem kemur í veg fyrir að hún fái fullt hús stiga er meginsagan sem drífur myndina. Hugmyndin er áhugaverð og ekki illa gerð en maður kaupir hana einhvern veginn ekki alveg. Það er viljandi gert svolítið óljóst hvað liggur eiginlega að baki hvötum Sauls, af hverju hann heldur að drengurinn sé sonur hans og honum liggur svo á að grafa hann að gyðingasið en hegðun Sauls er ekki sérlega gáfuleg. Þarna finnur hann jú tilgang í ömurleikanum því hann veit að staða hans er vonlaus. En það er samt eitthvað hæpið við þetta. Það mætti líka segja að stíll myndarinnar sé bæði kostur og galli við hana. Að vera svona alveg ofan í einni persónu í heila mynd tekur svolítið á en vissulega á myndin að gera það. Þetta er ekki skemmtiefni. En að stærstu leyti er Son of Saul afskaplega kraftmikil og hreinlega mikilvæg mynd sem flestir ættu að sjá. Kvikmyndagerðin er snilldarleg og hljóðvinnsla, sviðsetning, leikur og leikstjórn gerast vart betri. Myndin verður heldur aldrei langdregin heldur er hún í fullri keyrslu allan tímann, tökurnar eru langar og maður tekur sjaldnast eftir því þegar það er klippt. Myndin er hálfgerð rússíbanareið en ansi óhugnanleg sem slík. Það verður fróðlegt að fylgjast með leikstjóranum Lazló Nemes í framtíðinni.Niðurstaða: Kraftmikil og mikilvæg mynd sem sýnir helförina á nýjan hátt. Meginsagan er ekki fullkomlega trúverðug en þetta er engu að síður afar grípandi mynd og eiginlega skylduáhorf. Menning Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Kvikmyndir Son og Saul Leikstjóri: Lázló Nemés Handrit: Lázló Nemés og Clara Royer Aðalhlutverk: Geza Röhrig, Levente Molnár, Urs Rechn Framandgerving er hugtak sem felst í því að taka eitthvað hversdagslegt eða kunnuglegt og gera það framandi, sumir segja að í því felist eðli listarinnar. Þ.e.a.s. að gera eitthvað kunnuglegt framandi fái mann til skilja það upp á nýtt og sjá það með nýjum augum. Flestir hafa séð þó nokkrar helfararmyndir og þykjast eflaust vita allt um hana en núna er komin ný mynd um helförina, Son of Saul, sem tekst að setja nýjan vinkil á helförina sem ekki hefur beint sést áður. Son of Saul segir frá manni að nafni Saul (Geza Röhrig), ungverskum gyðingi í Auschwitz árið 1944. Hann er einn af hinum svokölluðu „Sonderkommandos“ sem voru gyðingar, oftast sterkir karlmenn, sem nasistarnir fengu til að sjá um að reka fólkið inn í gasklefana og sjá um líkin eftir á. Þeim var lofað betri meðferð en voru auðvitað allir drepnir á endanum. Við frágang á líkum einn daginn tekur Sál eftir ungum dreng sem hann telur vera son sinn, og ákveður að sjá til þess að hann fái almennilega greftrun að gyðingasið. En það er auðvitað ekki auðvelt að gera það í miðjum fangabúðum nasista. Það sem gerir Son of Saul svona sérstaka er sjónrænn stíll hennar en í gegnum alla myndina fylgir myndavélin Saul og eltir hann, flest allt annað en allra nánasta umhverfi hans er úr fókus og ramminn mjög þröngur. Við sjáum Saul vel en fáum frekar tilfinningu fyrir umhverfinu en að sjá það. Öskur og köll heyrast, byssuskot og fleira, en hörmungarnar eru ekki sýndar beint. En við heyrum nógu mikið til að vita nákvæmlega hvað er í gangi. Son of Saul er í flesta staði mögnuð mynd en það sem kemur í veg fyrir að hún fái fullt hús stiga er meginsagan sem drífur myndina. Hugmyndin er áhugaverð og ekki illa gerð en maður kaupir hana einhvern veginn ekki alveg. Það er viljandi gert svolítið óljóst hvað liggur eiginlega að baki hvötum Sauls, af hverju hann heldur að drengurinn sé sonur hans og honum liggur svo á að grafa hann að gyðingasið en hegðun Sauls er ekki sérlega gáfuleg. Þarna finnur hann jú tilgang í ömurleikanum því hann veit að staða hans er vonlaus. En það er samt eitthvað hæpið við þetta. Það mætti líka segja að stíll myndarinnar sé bæði kostur og galli við hana. Að vera svona alveg ofan í einni persónu í heila mynd tekur svolítið á en vissulega á myndin að gera það. Þetta er ekki skemmtiefni. En að stærstu leyti er Son of Saul afskaplega kraftmikil og hreinlega mikilvæg mynd sem flestir ættu að sjá. Kvikmyndagerðin er snilldarleg og hljóðvinnsla, sviðsetning, leikur og leikstjórn gerast vart betri. Myndin verður heldur aldrei langdregin heldur er hún í fullri keyrslu allan tímann, tökurnar eru langar og maður tekur sjaldnast eftir því þegar það er klippt. Myndin er hálfgerð rússíbanareið en ansi óhugnanleg sem slík. Það verður fróðlegt að fylgjast með leikstjóranum Lazló Nemes í framtíðinni.Niðurstaða: Kraftmikil og mikilvæg mynd sem sýnir helförina á nýjan hátt. Meginsagan er ekki fullkomlega trúverðug en þetta er engu að síður afar grípandi mynd og eiginlega skylduáhorf.
Menning Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira