Clarkson, Hammond og May á torfæruútgáfu Benz SL Finnur Thorlacius skrifar 4. mars 2016 15:24 Upptökur standa nú yfir á tilvonandi bílaþáttum fyrrum Top Gear stjórnendannna Jeremy Clarkson, Richard Hammond og James May fyrir netsíðu Amazon. Ekki er enn komið nafn á þáttaröð þeirra. Þeir sáust á götum ónefnds bæjar í Bretlandi fyrir stuttu og óku þar um á harla óvenjulegum bíl, þ.e. sportbílnum Mercedes Bens SL sem breytt hefur veið í torfærubíl. Á myndskeiðinu hér að ofan sést að vegfarandi einn myndaði akstur þeirra og stoppaði þá Jeremy Clarkson og tók hann tali og spurði hann hvort hann væri að mynda bílinn vegna þess hve frábær hann væri. Það var að minnsta kosti hans skoðun, hvort sem talað var frá hjartanu eður ei. Einhverjar fréttir voru af því í vikunni að þremenningarnir hefðu lent í slysi, en það hefur þá ekki verið alvarlegt þar sem þetta var myndað skömmu síðar. Nú bíða bílaáhugamenn bara spenntir eftir nýju þáttunum frá þríeykinu og víst er að þar verður ýmislegt forvitnilegt, ef marka má þetta stutta myndskeið. Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent
Upptökur standa nú yfir á tilvonandi bílaþáttum fyrrum Top Gear stjórnendannna Jeremy Clarkson, Richard Hammond og James May fyrir netsíðu Amazon. Ekki er enn komið nafn á þáttaröð þeirra. Þeir sáust á götum ónefnds bæjar í Bretlandi fyrir stuttu og óku þar um á harla óvenjulegum bíl, þ.e. sportbílnum Mercedes Bens SL sem breytt hefur veið í torfærubíl. Á myndskeiðinu hér að ofan sést að vegfarandi einn myndaði akstur þeirra og stoppaði þá Jeremy Clarkson og tók hann tali og spurði hann hvort hann væri að mynda bílinn vegna þess hve frábær hann væri. Það var að minnsta kosti hans skoðun, hvort sem talað var frá hjartanu eður ei. Einhverjar fréttir voru af því í vikunni að þremenningarnir hefðu lent í slysi, en það hefur þá ekki verið alvarlegt þar sem þetta var myndað skömmu síðar. Nú bíða bílaáhugamenn bara spenntir eftir nýju þáttunum frá þríeykinu og víst er að þar verður ýmislegt forvitnilegt, ef marka má þetta stutta myndskeið.
Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent