Clarkson, Hammond og May á torfæruútgáfu Benz SL Finnur Thorlacius skrifar 4. mars 2016 15:24 Upptökur standa nú yfir á tilvonandi bílaþáttum fyrrum Top Gear stjórnendannna Jeremy Clarkson, Richard Hammond og James May fyrir netsíðu Amazon. Ekki er enn komið nafn á þáttaröð þeirra. Þeir sáust á götum ónefnds bæjar í Bretlandi fyrir stuttu og óku þar um á harla óvenjulegum bíl, þ.e. sportbílnum Mercedes Bens SL sem breytt hefur veið í torfærubíl. Á myndskeiðinu hér að ofan sést að vegfarandi einn myndaði akstur þeirra og stoppaði þá Jeremy Clarkson og tók hann tali og spurði hann hvort hann væri að mynda bílinn vegna þess hve frábær hann væri. Það var að minnsta kosti hans skoðun, hvort sem talað var frá hjartanu eður ei. Einhverjar fréttir voru af því í vikunni að þremenningarnir hefðu lent í slysi, en það hefur þá ekki verið alvarlegt þar sem þetta var myndað skömmu síðar. Nú bíða bílaáhugamenn bara spenntir eftir nýju þáttunum frá þríeykinu og víst er að þar verður ýmislegt forvitnilegt, ef marka má þetta stutta myndskeið. Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent
Upptökur standa nú yfir á tilvonandi bílaþáttum fyrrum Top Gear stjórnendannna Jeremy Clarkson, Richard Hammond og James May fyrir netsíðu Amazon. Ekki er enn komið nafn á þáttaröð þeirra. Þeir sáust á götum ónefnds bæjar í Bretlandi fyrir stuttu og óku þar um á harla óvenjulegum bíl, þ.e. sportbílnum Mercedes Bens SL sem breytt hefur veið í torfærubíl. Á myndskeiðinu hér að ofan sést að vegfarandi einn myndaði akstur þeirra og stoppaði þá Jeremy Clarkson og tók hann tali og spurði hann hvort hann væri að mynda bílinn vegna þess hve frábær hann væri. Það var að minnsta kosti hans skoðun, hvort sem talað var frá hjartanu eður ei. Einhverjar fréttir voru af því í vikunni að þremenningarnir hefðu lent í slysi, en það hefur þá ekki verið alvarlegt þar sem þetta var myndað skömmu síðar. Nú bíða bílaáhugamenn bara spenntir eftir nýju þáttunum frá þríeykinu og víst er að þar verður ýmislegt forvitnilegt, ef marka má þetta stutta myndskeið.
Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent