Nýtt tímarit bætist við flóruna Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 4. mars 2016 10:00 Nýtt tímarit hefur bæst í flóruna á íslenskum tímaritamarkaði. Vísir/Anton „Við erum að miða að erlendum ferðamönnum en hingað til lands kemur fjöldi manns á hverjum degi og okkur finnst vera kominn tími til að tengja túrismann við verslanirnar og varpa ljósi á hvað Íslendingar eru að gera margt fjölbreytilegt og spennandi. Þessi heimur er kannski búinn að vera svolítið lokaður fyrir ferðamönnum þar sem það hefur verið lítið um efni á ensku varðandi lífsstíl og tísku en þess má geta að allar þær vörur sem við drögum fram í blaðinu má finna í verslunum á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Ingibjörg Björnsdóttir, ritstjóri Reykjavík Fashion and Design. Reykjavík Fashion and Design er nýtt lífsstíls- og tískutímarit sem fjallar um brot af því besta sem Reykjavík hefur upp á að bjóða varðandi tísku, menningu og hönnun. Blaðið kemur út í fyrsta skipti í dag og er gefið út á ensku. „Blaðið er á leiðinni í verslanir og ætti að vera komið í flestar bókabúðir og aðrar verslanir um allt land fyrir helgi. Svo ég mæli eindregið með því að fólk næli sér í eintak enda á þetta tímarit auðvitað líka við þá sem eru búsettir hérlendis,“ segir Ingibjörg aðspurð hvenær og hvar fólk geti nálgast tímaritið. Blaðið er fullt af fróðleik og skemmtilegum viðtölum, þar sem ritstjórnin leggur áherslu á vandað efni. Markmið blaðsins er að kynna Reykjavík sem spennandi borg og vekja athygli á flottri íslenskri hönnun, líflegri tísku og fjölbreytilegri menningu. „Við tökum Grandann og það svæði fyrir í þessu fyrsta tölublaði og segjum frá þeirri grósku sem á sér stað þar. Einnig prýðir Svandís Ósk Gestsdóttir forsíðuna hjá okkur en hún hefur síðastliðin sex ár þróað og hannað sínar eigin húðvörur. Hún hlaut einmitt styrk nýverið til þess að halda áfram með þróun á nýjum vörum sem er ótrúlega spennandi,“ segir Ingibjörg. Menning Tíska og hönnun Mest lesið Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Fleiri fréttir Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
„Við erum að miða að erlendum ferðamönnum en hingað til lands kemur fjöldi manns á hverjum degi og okkur finnst vera kominn tími til að tengja túrismann við verslanirnar og varpa ljósi á hvað Íslendingar eru að gera margt fjölbreytilegt og spennandi. Þessi heimur er kannski búinn að vera svolítið lokaður fyrir ferðamönnum þar sem það hefur verið lítið um efni á ensku varðandi lífsstíl og tísku en þess má geta að allar þær vörur sem við drögum fram í blaðinu má finna í verslunum á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Ingibjörg Björnsdóttir, ritstjóri Reykjavík Fashion and Design. Reykjavík Fashion and Design er nýtt lífsstíls- og tískutímarit sem fjallar um brot af því besta sem Reykjavík hefur upp á að bjóða varðandi tísku, menningu og hönnun. Blaðið kemur út í fyrsta skipti í dag og er gefið út á ensku. „Blaðið er á leiðinni í verslanir og ætti að vera komið í flestar bókabúðir og aðrar verslanir um allt land fyrir helgi. Svo ég mæli eindregið með því að fólk næli sér í eintak enda á þetta tímarit auðvitað líka við þá sem eru búsettir hérlendis,“ segir Ingibjörg aðspurð hvenær og hvar fólk geti nálgast tímaritið. Blaðið er fullt af fróðleik og skemmtilegum viðtölum, þar sem ritstjórnin leggur áherslu á vandað efni. Markmið blaðsins er að kynna Reykjavík sem spennandi borg og vekja athygli á flottri íslenskri hönnun, líflegri tísku og fjölbreytilegri menningu. „Við tökum Grandann og það svæði fyrir í þessu fyrsta tölublaði og segjum frá þeirri grósku sem á sér stað þar. Einnig prýðir Svandís Ósk Gestsdóttir forsíðuna hjá okkur en hún hefur síðastliðin sex ár þróað og hannað sínar eigin húðvörur. Hún hlaut einmitt styrk nýverið til þess að halda áfram með þróun á nýjum vörum sem er ótrúlega spennandi,“ segir Ingibjörg.
Menning Tíska og hönnun Mest lesið Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Fleiri fréttir Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira