Hodgson útilokar ekki að taka Rashford með á EM í Frakklandi Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. mars 2016 08:00 Marcus Rashford er aðeins búinn að spila þrjá leiki fyrir Manchester United. vísir/getty Marcus Rashford, 18 ára framherji Manchester United, gæti óvænt verið í leikmannahópi enska landsliðsins sem fer á Evrópumótið í Frakklandi í sumar. Það er allavega ekki útilokað að sögn Roy Hodgson, þjálfara Englands. Rashford varð á sunnudaginn yngsti leikmaðurinn í sögu úrvalsdeildarinnar sem skorar tvö mörk í fyrsta leik, en þar fylgdi hann eftir öðrum tveimur mörkum sem hann skoraði á móti Midtjylland í Evrópudeildinni. Þessi ungi framherji var að spila með U16 ára liði Manchester United fyrir fjórtán mánuðum síðan en er nú að spila í stærstu deild heims og gæti endað með að fara á EM. „Ég hef fylgst með Rashford í tvö ár þannig ég hef vitað af honum í langan tíma,“ segir Roy Hodgson, en búist er við að Rashford fái kallið í U21 árs landsliðið í lok mars.Tekur Hodgson sénsinn á Rashford?vísir/gettyEkkert útilokað „Hann spilar fyrir U18 ára landsliðið og er því í kerfinu hjá okkur. Þar eru strákar sem eiga framtíðina fyrir sér þannig við erum fegin því að þessir strákar eru að fá tækifæri með sínum liðum.“ „Ég vona að hann standi sig til loka leiktíðar, en mest af öllu vona ég að hann fái að þróast eins og 18 ára strákur. Það má ekki hlaða of mikilli pressu á hann,“ segir Hodgson. Enski landsliðsþjálfarinn segir ekki útilokað að þessi ungi framherji gæti verið með í flugvélinni sem fer með enska landsliðshópinn á lokamótið í sumar. „Ég er ekki að segja að hann verði með og ég útiloka ekkert. Ég vona bara að hann standi sig,“ segir Hodgson. „Við höfum áður gefið ungum leikmönnum tækifæri. Alex Oxlade-Chamberlain var með á EM 2012 og Raheem Sterling var kominn í hópinn 17 ára. Ross Barkley kom líka inn í hópinn ungur. Við vonum bara að hann þróist sem leikmaður eins og Sterling, Barkley, Wayne Rooney og David Beckham,“ segir Roy Hodgson. EM 2016 í Frakklandi Enski boltinn Tengdar fréttir Hver er þessi Rashford? | Sjáðu öll mörkin Marcus Rashford er búinn að skora tvívegis gegn Arsenal í fyrri hálfleik en með því varð hann yngsti leikmaðurinn í sögu Manchester United sem skorar tvö mörk í sama deildarleik. 28. febrúar 2016 15:00 Verður Rashford eins og Nistelrooy eða Macheda? Táningurinn er fjórtándi leikmaðurinn sem skorar í sínum fyrsta úrvalsdeildarleik fyrir Manchester United. 29. febrúar 2016 10:30 Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Bein útsending: Dagur þrjú á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Sjá meira
Marcus Rashford, 18 ára framherji Manchester United, gæti óvænt verið í leikmannahópi enska landsliðsins sem fer á Evrópumótið í Frakklandi í sumar. Það er allavega ekki útilokað að sögn Roy Hodgson, þjálfara Englands. Rashford varð á sunnudaginn yngsti leikmaðurinn í sögu úrvalsdeildarinnar sem skorar tvö mörk í fyrsta leik, en þar fylgdi hann eftir öðrum tveimur mörkum sem hann skoraði á móti Midtjylland í Evrópudeildinni. Þessi ungi framherji var að spila með U16 ára liði Manchester United fyrir fjórtán mánuðum síðan en er nú að spila í stærstu deild heims og gæti endað með að fara á EM. „Ég hef fylgst með Rashford í tvö ár þannig ég hef vitað af honum í langan tíma,“ segir Roy Hodgson, en búist er við að Rashford fái kallið í U21 árs landsliðið í lok mars.Tekur Hodgson sénsinn á Rashford?vísir/gettyEkkert útilokað „Hann spilar fyrir U18 ára landsliðið og er því í kerfinu hjá okkur. Þar eru strákar sem eiga framtíðina fyrir sér þannig við erum fegin því að þessir strákar eru að fá tækifæri með sínum liðum.“ „Ég vona að hann standi sig til loka leiktíðar, en mest af öllu vona ég að hann fái að þróast eins og 18 ára strákur. Það má ekki hlaða of mikilli pressu á hann,“ segir Hodgson. Enski landsliðsþjálfarinn segir ekki útilokað að þessi ungi framherji gæti verið með í flugvélinni sem fer með enska landsliðshópinn á lokamótið í sumar. „Ég er ekki að segja að hann verði með og ég útiloka ekkert. Ég vona bara að hann standi sig,“ segir Hodgson. „Við höfum áður gefið ungum leikmönnum tækifæri. Alex Oxlade-Chamberlain var með á EM 2012 og Raheem Sterling var kominn í hópinn 17 ára. Ross Barkley kom líka inn í hópinn ungur. Við vonum bara að hann þróist sem leikmaður eins og Sterling, Barkley, Wayne Rooney og David Beckham,“ segir Roy Hodgson.
EM 2016 í Frakklandi Enski boltinn Tengdar fréttir Hver er þessi Rashford? | Sjáðu öll mörkin Marcus Rashford er búinn að skora tvívegis gegn Arsenal í fyrri hálfleik en með því varð hann yngsti leikmaðurinn í sögu Manchester United sem skorar tvö mörk í sama deildarleik. 28. febrúar 2016 15:00 Verður Rashford eins og Nistelrooy eða Macheda? Táningurinn er fjórtándi leikmaðurinn sem skorar í sínum fyrsta úrvalsdeildarleik fyrir Manchester United. 29. febrúar 2016 10:30 Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Bein útsending: Dagur þrjú á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Sjá meira
Hver er þessi Rashford? | Sjáðu öll mörkin Marcus Rashford er búinn að skora tvívegis gegn Arsenal í fyrri hálfleik en með því varð hann yngsti leikmaðurinn í sögu Manchester United sem skorar tvö mörk í sama deildarleik. 28. febrúar 2016 15:00
Verður Rashford eins og Nistelrooy eða Macheda? Táningurinn er fjórtándi leikmaðurinn sem skorar í sínum fyrsta úrvalsdeildarleik fyrir Manchester United. 29. febrúar 2016 10:30
Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn
Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn