Umfjöllun, viðtöl og myndir: Víkingur - Afturelding 26-28 | Víkingur fallinn í fyrstu deild Guðmundur Marinó Ingvarsson í Víkinni skrifar 3. mars 2016 16:08 Víkingur féll úr Olís deild karla í handbolta í kvöld þegar liðið tapaði fyrir Aftureldingu á heimavelli 28-26 í 22. umferð deildarinnar. Stefán Karlsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum og tók þessar myndir hér fyrir ofan. Þó enn séu fimm umferðir eftir af deildinni er ljóst að Víkingur fellur. Liðið varð að vinna í kvöld og alla þá leiki sem liðið á eftir auk þess að liðið varð að treysta á að FH tapaði sex síðustu leikjum sínum í vetur. Það varð ekki því auk þess sem Víkingur tapaði þá vann FH Val á sama tíma í kvöld. Jafnræði var með liðunum framan af leik og staðan jöfn í hálfleik 13-13. Það var um miðbik seinni hálfleiks sem leiðir skildu og þar má segja að breiddin hjá liðunum hafi skilið á milli. Lykilmenn í liði Víkings virtust þreytast en Afturelding gat skipt leikmönnum inn sem héldu hraðanum í leiknum uppi en Afturelding keyrði upp hraðann við hvert tækifæri í leiknum. Víkingar börðust og reyndu hvað þeir gátu að vinna sig inn í leikinn aftur og fengu tækifæri til þess á loka mínútunum þegar kappið virtist bera Aftureldingu ofurliði en forskot gestanna var orðið of gott til að óðagot þeirra ógnaði sigrinum. Afturelding er í þriðja sæti deildarinnar með 24 stig en Víkingur er á botninum með 7 stig. Árni Bragi Eyjólfsson fór á kostum í liði Aftureldingar og skoraði 15 mörk. Mögnuð frammistaða en hann hefði þó hæglega getað skorað enn fleiri mörk því hann fór illa með tvö færi seint í leiknum. Hlutskipti Víkings er að falla. Það hefur blasað við í þó nokkurn tíma en liðið styrkti sig ekki nægjanlega mikið fyrir átökin í vetur eftir að hafa komið upp úr 1. deildinni fyrir ári síðan. Bæði vantar gæði og breidd í leikmannahópinn og þó liðið hafi oftar en ekki látið andstæðinga sína hafa fyrir sigrinum þá segir staðan í töflunni allt sem segja þarf. Víkingur er sjö stigum á eftir ÍR í næst neðsta sætinu og 12 stigum á eftir Akureyri í sætinu þar fyrir ofan þegar enn eru tíu stig í pottinum. Árni Bragi: Hefði getað skorað tvö, þrjú í viðbót„Stigin eru það sem skipta öllu máli en við hefðum átt að vera búnir að klára þennan leik fyrr,“ sagði 15 marka maðurinn Árni Bragi Eyjólfsson eftir sigur Aftureldingar. „Þetta var svo sem aldrei stress en við þurfum að læra af þessu. Það var óþarfi að hleypa þeim aftur inn í leikinn. „Mér gekk ágætlega allan leikinn en svo fór maður að skjóta í slána síðustu tvær til að gera þetta að leik. Þetta var fínn leikur samt að okkar hálfu,“ sagði Árni Bragi sem sagði að stigin skiptu öllu máli í baráttunni um þriðja sæti deildarinnar. „Það er það sem skiptir öllu máli. Við hugsum bara um okkur. Það eru fimm leikir eftir og við ætlum okkur tíu stig og tryggja okkur þetta þriðja sæti. Það gefur okkur mikinn kraft.“ Árni skoraði 15 mörk í leiknum en hann hefur leikið vel á tímabilinu með Aftureldingu. Haldi hann sínu striki er ljóst að atvinnumennska bíður hans handan við hornið. „Ég átti fínan leik en ég hefði getað skorað tvö, þrjú í viðbót. En ég er ekki ósáttur. Davíð er fljótur að kasta boltanum fram og það er mitt hlutverk að hlaupa þessi hraðaupphlaup. „Ég er ekkert farinn fram úr mér. Ég vil byrja á að klára gott ár hérna heima. Ég spilaði í fyrra en ég vil sjálfur stíga upp og leika betur en ég hef verið að gera. „Ég er ekki farinn að spá mikið í atvinnumennsku en það er auðvitað markmiðið í framtíðinni,“ sagði Árni Bragi. Ágúst: Ekki markmiðið að falla„Það var aldrei markmiðið að falla og við erum ekki ánægðir með það en því miður hefur það verið saga okkar í vetur að vera klaufar í mörgum leikjum,“ sagði Ágúst Jóhannsson þjálfari Víkings. „Við höfum gert þrjú jafntefli og tapað mörgum leikjum með einu til tveimur mörkum þar sem við höfum leitt leikina lengi vel. Þetta hefur verið mikið stöngin út hjá okkur í vetur. „Þetta er oft saga liðanna sem falla. Við getum tekið dæmi með Leikni í fótboltanum síðasta sumar. Þeir hvað eftir annað fá mörk á sig í uppbótartíma og fara illa með færi. Það er búið að vera þannig hjá okkur í vetur.“ Það eru enn fimm umferðir eftir af mótinu þegar liðið er fallið og því hljóta að vera fleiri ástæður fyrir niðurstöðunni en óheppni og klaufaskapur. Leikmannahópurinn er til að mynda ekki nógu sterkur til að landa sigrum í erfiðum og jöfnum leikjum. „Eflaust er það það. Þetta eru margir samverkandi þættir. Við styrktum liðið ekkert svakalega mikið fyrir tímabilið. Markaðurinn var ekki stór og við fengum Karolis (Stropus) seint inn. Á sama tíma lendum við í því að Jóhann Reynir (Gunnlaugsson) meiðist og dettur út í sex vikur. „Með lítinn hóp þá er þetta dýrt og erfitt fyrir okkur. Það hefur vantað örlítil gæði. Við fengum Daníel Inga (Guðmundsson) frá ÍR og hann átti að vera einn af okkar lykilmönnum. Hann hefur bara spilað 7 leiki í vetur og verið meiddur. Það er dýrt. „Það hefur verið mikill mótvindur en menn hafa sýnt mikinn karakter og mikla baráttu og vinnusemi. Það hefur verið til fyrirmyndar,“ sagði Ágúst. Úrslitin í kvöld skiptu þegar uppi var staðið ekki máli því FH vann Val á sama tíma en saga tímabilsins endurspeglaðist í leiknum. Víkingur barðist vel en slæmur kafli í seinni hálfleik varð liðinu að falli. „Þessi leikur tapast á tíu mínútna kafla í seinni hálfleik þar sem við erum sjálfum okkur verstir. Við köstum boltanum illa frá okkur. Þeir komast inn í sendingar og við grípum ekki sendingar o.s.frv. Það skildi liðin að. „Mér fannst ekki mikill gæðamunur á liðunum í 45 til 50 mínútur en þegar við vorum slakir vorum við full slakir. Það reyndist okkur dýrt í dag. „Við erum ekki með mikla reynsla og það eru strákar í dag sem eru að spila sína fyrstu leiki. Handboltinn hérna í Víking er í uppbyggingarferli. Við höldum bara áfram, það eru engin endalok í þessu,“ sagði Ágúst sem lofaði því að Víkingur myndi leggja sig allan fram við að ná í stig í fimm síðustu umferðunum þó liðið sé fallið. „Við höfum alltaf notað ungu strákana mikið og þeir munu kannski fá aðeins fleiri tækifæri en við munum halda áfram af fullum krafti og reyna að hala inn eitthvað af stigum. Við eigum að geta það.“Ágúst Jóhannsson.Vísir/StefánVíkingar kvöddu deildina með tapi í kvöld.Vísis/Stefán Olís-deild karla Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Í beinni: Man. Utd. - Rangers | Bretlandsbarátta á Old Trafford Fótbolti Fleiri fréttir Danir óstöðvandi Lærisveinar Alfreðs með mikilvægan sigur á Ítalíu Leik lokið: ÍR - Haukar 25-26 | Hafnfirðingar upp í annað sætið eftir dramatískan endi „Þeir voru pottþétt að spara“ Selbit og stuð hjá strákunum í Zagreb Halda í veika von og gætu mætt Íslandi Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Með geðveika hendi og öll skotin í bókinni Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Sjá meira
Víkingur féll úr Olís deild karla í handbolta í kvöld þegar liðið tapaði fyrir Aftureldingu á heimavelli 28-26 í 22. umferð deildarinnar. Stefán Karlsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum og tók þessar myndir hér fyrir ofan. Þó enn séu fimm umferðir eftir af deildinni er ljóst að Víkingur fellur. Liðið varð að vinna í kvöld og alla þá leiki sem liðið á eftir auk þess að liðið varð að treysta á að FH tapaði sex síðustu leikjum sínum í vetur. Það varð ekki því auk þess sem Víkingur tapaði þá vann FH Val á sama tíma í kvöld. Jafnræði var með liðunum framan af leik og staðan jöfn í hálfleik 13-13. Það var um miðbik seinni hálfleiks sem leiðir skildu og þar má segja að breiddin hjá liðunum hafi skilið á milli. Lykilmenn í liði Víkings virtust þreytast en Afturelding gat skipt leikmönnum inn sem héldu hraðanum í leiknum uppi en Afturelding keyrði upp hraðann við hvert tækifæri í leiknum. Víkingar börðust og reyndu hvað þeir gátu að vinna sig inn í leikinn aftur og fengu tækifæri til þess á loka mínútunum þegar kappið virtist bera Aftureldingu ofurliði en forskot gestanna var orðið of gott til að óðagot þeirra ógnaði sigrinum. Afturelding er í þriðja sæti deildarinnar með 24 stig en Víkingur er á botninum með 7 stig. Árni Bragi Eyjólfsson fór á kostum í liði Aftureldingar og skoraði 15 mörk. Mögnuð frammistaða en hann hefði þó hæglega getað skorað enn fleiri mörk því hann fór illa með tvö færi seint í leiknum. Hlutskipti Víkings er að falla. Það hefur blasað við í þó nokkurn tíma en liðið styrkti sig ekki nægjanlega mikið fyrir átökin í vetur eftir að hafa komið upp úr 1. deildinni fyrir ári síðan. Bæði vantar gæði og breidd í leikmannahópinn og þó liðið hafi oftar en ekki látið andstæðinga sína hafa fyrir sigrinum þá segir staðan í töflunni allt sem segja þarf. Víkingur er sjö stigum á eftir ÍR í næst neðsta sætinu og 12 stigum á eftir Akureyri í sætinu þar fyrir ofan þegar enn eru tíu stig í pottinum. Árni Bragi: Hefði getað skorað tvö, þrjú í viðbót„Stigin eru það sem skipta öllu máli en við hefðum átt að vera búnir að klára þennan leik fyrr,“ sagði 15 marka maðurinn Árni Bragi Eyjólfsson eftir sigur Aftureldingar. „Þetta var svo sem aldrei stress en við þurfum að læra af þessu. Það var óþarfi að hleypa þeim aftur inn í leikinn. „Mér gekk ágætlega allan leikinn en svo fór maður að skjóta í slána síðustu tvær til að gera þetta að leik. Þetta var fínn leikur samt að okkar hálfu,“ sagði Árni Bragi sem sagði að stigin skiptu öllu máli í baráttunni um þriðja sæti deildarinnar. „Það er það sem skiptir öllu máli. Við hugsum bara um okkur. Það eru fimm leikir eftir og við ætlum okkur tíu stig og tryggja okkur þetta þriðja sæti. Það gefur okkur mikinn kraft.“ Árni skoraði 15 mörk í leiknum en hann hefur leikið vel á tímabilinu með Aftureldingu. Haldi hann sínu striki er ljóst að atvinnumennska bíður hans handan við hornið. „Ég átti fínan leik en ég hefði getað skorað tvö, þrjú í viðbót. En ég er ekki ósáttur. Davíð er fljótur að kasta boltanum fram og það er mitt hlutverk að hlaupa þessi hraðaupphlaup. „Ég er ekkert farinn fram úr mér. Ég vil byrja á að klára gott ár hérna heima. Ég spilaði í fyrra en ég vil sjálfur stíga upp og leika betur en ég hef verið að gera. „Ég er ekki farinn að spá mikið í atvinnumennsku en það er auðvitað markmiðið í framtíðinni,“ sagði Árni Bragi. Ágúst: Ekki markmiðið að falla„Það var aldrei markmiðið að falla og við erum ekki ánægðir með það en því miður hefur það verið saga okkar í vetur að vera klaufar í mörgum leikjum,“ sagði Ágúst Jóhannsson þjálfari Víkings. „Við höfum gert þrjú jafntefli og tapað mörgum leikjum með einu til tveimur mörkum þar sem við höfum leitt leikina lengi vel. Þetta hefur verið mikið stöngin út hjá okkur í vetur. „Þetta er oft saga liðanna sem falla. Við getum tekið dæmi með Leikni í fótboltanum síðasta sumar. Þeir hvað eftir annað fá mörk á sig í uppbótartíma og fara illa með færi. Það er búið að vera þannig hjá okkur í vetur.“ Það eru enn fimm umferðir eftir af mótinu þegar liðið er fallið og því hljóta að vera fleiri ástæður fyrir niðurstöðunni en óheppni og klaufaskapur. Leikmannahópurinn er til að mynda ekki nógu sterkur til að landa sigrum í erfiðum og jöfnum leikjum. „Eflaust er það það. Þetta eru margir samverkandi þættir. Við styrktum liðið ekkert svakalega mikið fyrir tímabilið. Markaðurinn var ekki stór og við fengum Karolis (Stropus) seint inn. Á sama tíma lendum við í því að Jóhann Reynir (Gunnlaugsson) meiðist og dettur út í sex vikur. „Með lítinn hóp þá er þetta dýrt og erfitt fyrir okkur. Það hefur vantað örlítil gæði. Við fengum Daníel Inga (Guðmundsson) frá ÍR og hann átti að vera einn af okkar lykilmönnum. Hann hefur bara spilað 7 leiki í vetur og verið meiddur. Það er dýrt. „Það hefur verið mikill mótvindur en menn hafa sýnt mikinn karakter og mikla baráttu og vinnusemi. Það hefur verið til fyrirmyndar,“ sagði Ágúst. Úrslitin í kvöld skiptu þegar uppi var staðið ekki máli því FH vann Val á sama tíma en saga tímabilsins endurspeglaðist í leiknum. Víkingur barðist vel en slæmur kafli í seinni hálfleik varð liðinu að falli. „Þessi leikur tapast á tíu mínútna kafla í seinni hálfleik þar sem við erum sjálfum okkur verstir. Við köstum boltanum illa frá okkur. Þeir komast inn í sendingar og við grípum ekki sendingar o.s.frv. Það skildi liðin að. „Mér fannst ekki mikill gæðamunur á liðunum í 45 til 50 mínútur en þegar við vorum slakir vorum við full slakir. Það reyndist okkur dýrt í dag. „Við erum ekki með mikla reynsla og það eru strákar í dag sem eru að spila sína fyrstu leiki. Handboltinn hérna í Víking er í uppbyggingarferli. Við höldum bara áfram, það eru engin endalok í þessu,“ sagði Ágúst sem lofaði því að Víkingur myndi leggja sig allan fram við að ná í stig í fimm síðustu umferðunum þó liðið sé fallið. „Við höfum alltaf notað ungu strákana mikið og þeir munu kannski fá aðeins fleiri tækifæri en við munum halda áfram af fullum krafti og reyna að hala inn eitthvað af stigum. Við eigum að geta það.“Ágúst Jóhannsson.Vísir/StefánVíkingar kvöddu deildina með tapi í kvöld.Vísis/Stefán
Olís-deild karla Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Í beinni: Man. Utd. - Rangers | Bretlandsbarátta á Old Trafford Fótbolti Fleiri fréttir Danir óstöðvandi Lærisveinar Alfreðs með mikilvægan sigur á Ítalíu Leik lokið: ÍR - Haukar 25-26 | Hafnfirðingar upp í annað sætið eftir dramatískan endi „Þeir voru pottþétt að spara“ Selbit og stuð hjá strákunum í Zagreb Halda í veika von og gætu mætt Íslandi Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Með geðveika hendi og öll skotin í bókinni Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Sjá meira