Heimskur er heimaalinn Hugleikur Dagsson skrifar 3. mars 2016 00:00 Um daginn rakst ég á nýja læksíðu frá samtökum sem kalla sig Hermenn Óðins. Yfir 500 lækarar. Þeir eiga það allir sameiginlegt að vera með jafn litla heila og þeir eru með getnaðarlimi. Líka konurnar. Þetta er svona fólk sem notar orð eins og þjóðarstolt í staðinn fyrir útlendingahatur. Og hatur er ekki einu sinni rétta orðið, því þetta er bara ótti. Yoda sagði: „Fear leads to anger, anger leads to hate.“ Hatur er í raun blanda af ótta og heimsku. Ég mun ekki valda neinum usla ef ég kalla Hermenn Óðins heimska, hrædda karlpunga. Líka konurnar. En hvað er heimska? Orðið er dregið af orðinu „heima“. Sá sem fer aldrei út. Sá sem felur sig bakvið gluggatjöldin og lætur sjónvarpið mata sig á ruslfæði upplýsingaaldarinnar. Þeir halda að vonda brúna fólkið ætli að gera innrás og borða börnin þeirra. Hættu aldrei að trúa á Grýlu. Ég er ekki að segja að þeir fari aldrei til útlanda. Nokkrir þeirra hafa örugglega dansað illa á diskóteki á Tenerife. Eða gubbað á gangstétt í Köben. En það er ekki nóg. Sem trúarbragðanörd, blöskrar mér titill hópsins. Óðinn ferðaðist útum allt. Hann fræddist um framandi menningarheima. Hann bauð útlendingum í heimsókn. En sem grínisti, aftur á móti, er ég þakklátur fyrir þetta fólk. Því að svona fólk er eini minnihlutahópurinn sem má gera grín að. Sem ég reyndar benti þeim á í skilaboðum á veggnum þeirra. Þeir bentu mér á ég ætti reyndar nokkra Fb vini í grúppunni. Ég benti þeim á að það væru annaðhvort íronískir hipsterar í leit að aðhlátursefni eða fólk sem datt oft á hausinn í æsku. Þá eyddu þeir skilaboðum mínum. Þá skrifaði ég ný skilaboð sem sögðu „Hey afhverju eydduði þessu? Ég var fyndið og allt!“. Þeir eyddu því líka. Þannig að hér er ég. Reynið að eyða þessu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hugleikur Dagsson Mest lesið Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Um daginn rakst ég á nýja læksíðu frá samtökum sem kalla sig Hermenn Óðins. Yfir 500 lækarar. Þeir eiga það allir sameiginlegt að vera með jafn litla heila og þeir eru með getnaðarlimi. Líka konurnar. Þetta er svona fólk sem notar orð eins og þjóðarstolt í staðinn fyrir útlendingahatur. Og hatur er ekki einu sinni rétta orðið, því þetta er bara ótti. Yoda sagði: „Fear leads to anger, anger leads to hate.“ Hatur er í raun blanda af ótta og heimsku. Ég mun ekki valda neinum usla ef ég kalla Hermenn Óðins heimska, hrædda karlpunga. Líka konurnar. En hvað er heimska? Orðið er dregið af orðinu „heima“. Sá sem fer aldrei út. Sá sem felur sig bakvið gluggatjöldin og lætur sjónvarpið mata sig á ruslfæði upplýsingaaldarinnar. Þeir halda að vonda brúna fólkið ætli að gera innrás og borða börnin þeirra. Hættu aldrei að trúa á Grýlu. Ég er ekki að segja að þeir fari aldrei til útlanda. Nokkrir þeirra hafa örugglega dansað illa á diskóteki á Tenerife. Eða gubbað á gangstétt í Köben. En það er ekki nóg. Sem trúarbragðanörd, blöskrar mér titill hópsins. Óðinn ferðaðist útum allt. Hann fræddist um framandi menningarheima. Hann bauð útlendingum í heimsókn. En sem grínisti, aftur á móti, er ég þakklátur fyrir þetta fólk. Því að svona fólk er eini minnihlutahópurinn sem má gera grín að. Sem ég reyndar benti þeim á í skilaboðum á veggnum þeirra. Þeir bentu mér á ég ætti reyndar nokkra Fb vini í grúppunni. Ég benti þeim á að það væru annaðhvort íronískir hipsterar í leit að aðhlátursefni eða fólk sem datt oft á hausinn í æsku. Þá eyddu þeir skilaboðum mínum. Þá skrifaði ég ný skilaboð sem sögðu „Hey afhverju eydduði þessu? Ég var fyndið og allt!“. Þeir eyddu því líka. Þannig að hér er ég. Reynið að eyða þessu.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun