Litagleðin ræður ríkjum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 1. mars 2016 09:45 Finnbogi segir atburði samtímans hverju sinni einatt hafa áhrif á verk hans. Fréttablaðið/Ernir Vísir/Ernir „Ég fullyrði að ég fæddist með myndlistina sem aðalatriði í lífinu. Var flinkur að teikna sem barn og skildi liti og form betur en texta,“ segir Ingibergur Finnbogi, kallaður Bogi, sem starfar hjá Samskipum og hefur gert í áratugi. Hann er 62 ára og er að sýna eigin sköpunarverk í myndlist í fyrsta skipti í Gallerý O hjá Orange project í Ármúla 4-6, þar deilir hann sal með Gunnari Gunnarssyni myndlistarmanni. Tréskúlptúrarnir hans Boga birta hinar litskrúðugustu myndir sem hann marglakkar yfir með glæru lakki svo þeir líta út eins og glerlistaverk. Fyrst kveðst hann móta mynstrin í viðarplankana, bæði með sporjárni og slípirokki, og nota margs konar liti en þó einkum tréliti af bestu gerð. „Þannig næ ég fram smáatriðunum,“ segir hann og bætir við: „Það er erfitt að búa til eitthvað nýtt, bæði í myndlist og tónlist, en ég veit ekki um neinn sem hefur notað þessa aðferð. Það er gaman að fylgjast með gestum sem koma á sýninguna því hinir sterku litir fanga strax augu þeirra.“Bogi málar öll sín myndverk á tré. Mynd úr einkasafniÍ verkum sínum túlkar hann það sem er að gerast í samtímanum hverju sinni og er honum hugleikið þá stundina. Hann kveðst hafa byrjað í Myndlista-og handíðaskólanum í kringum 1970 eins og margir aðrir en lífsbaráttan hafi tekið völdin, líka tónlist og spilerí með ballhljómsveitum á borð við Ópus. En hann lítur björtum augum til eftirlaunaáranna þegar hann getur helgað sig listinni meira. Menning Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Fleiri fréttir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
„Ég fullyrði að ég fæddist með myndlistina sem aðalatriði í lífinu. Var flinkur að teikna sem barn og skildi liti og form betur en texta,“ segir Ingibergur Finnbogi, kallaður Bogi, sem starfar hjá Samskipum og hefur gert í áratugi. Hann er 62 ára og er að sýna eigin sköpunarverk í myndlist í fyrsta skipti í Gallerý O hjá Orange project í Ármúla 4-6, þar deilir hann sal með Gunnari Gunnarssyni myndlistarmanni. Tréskúlptúrarnir hans Boga birta hinar litskrúðugustu myndir sem hann marglakkar yfir með glæru lakki svo þeir líta út eins og glerlistaverk. Fyrst kveðst hann móta mynstrin í viðarplankana, bæði með sporjárni og slípirokki, og nota margs konar liti en þó einkum tréliti af bestu gerð. „Þannig næ ég fram smáatriðunum,“ segir hann og bætir við: „Það er erfitt að búa til eitthvað nýtt, bæði í myndlist og tónlist, en ég veit ekki um neinn sem hefur notað þessa aðferð. Það er gaman að fylgjast með gestum sem koma á sýninguna því hinir sterku litir fanga strax augu þeirra.“Bogi málar öll sín myndverk á tré. Mynd úr einkasafniÍ verkum sínum túlkar hann það sem er að gerast í samtímanum hverju sinni og er honum hugleikið þá stundina. Hann kveðst hafa byrjað í Myndlista-og handíðaskólanum í kringum 1970 eins og margir aðrir en lífsbaráttan hafi tekið völdin, líka tónlist og spilerí með ballhljómsveitum á borð við Ópus. En hann lítur björtum augum til eftirlaunaáranna þegar hann getur helgað sig listinni meira.
Menning Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Fleiri fréttir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira