Að vinna Edduna var hálf óraunverulegt Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 1. mars 2016 08:00 Birna Rún leikkona hlaut Edduverðlaun sem leikkona ársins í aukahlutverki. „Þetta kom mér alveg rosalega á óvart, ég bjóst engan veginn við þessu. Í fyrsta lagi fannst mér bara frábært að vera tilnefnd í hópi þessara flottu leikkvenna, og svo að vinna þetta var hálf óraunverulegt. Ég er ótrúlega þakklát fyrir hvað margir kunnu að meta vinnuna sem ég lagði í hlutverkið,“ segir Birna Rún Eiríksdóttir leikkona, sem hlaut á sunnudaginn Edduna fyrir leik sinn í aukahlutverki í sjónvarpsþáttaröðinni Rétti 3, sem sýnd var á Stöð 2 fyrr í vetur. Birna Rún, sem ennþá nemur við Listaháskóla Íslands, fór með hlutverk Hönnu, 17 ára stelpu sem átti ansi erfiða æsku, byrjar að drekka þrettán ára og lendir í slæmum félagsskap og neyslu. Hlutverkið þótti afar krefjandi og þótti Birna skara fram úr fyrir túlkun sína á hlutverkinu. „Ég fór í þetta með hjartanu alla leið. Mér fannst ekkert smá gaman að fá að takast á við þetta hlutverk. Þessi raunveruleiki, að íslenskar stelpur séu seldar fyrir dóp, er til staðar í okkar samfélagi og það er misjafnt hvort fólk vill horfast í augu við það eða ekki. Það er lítið af úrræðum fyrir unglinga í neyslu svo þetta er brýnt málefni,“ segir hin unga leikkona Birna Rún um persónuna sem hún lék í þriðju þáttaröð af Rétti. Leikkona ársins í aðalhlutverki var Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, einnig fyrir hlutverk sitt í Rétti. Leikarar ársins í aðal- og aukahlutverki voru valdir þeir Sigurður Sigurjónsson og Theodór Júlíusson fyrir leik sinn í kvikmyndinni Hrútar. Sjónvarpsþáttaröðin Ófærð var valin leikið sjónvarpsefni ársins og titilinn sjónvarpsmaður ársins hlaut Helgi Seljan. Stuttmyndin Regnbogapartý og heimildarmyndin Hvað er svona merkilegt við það? unnu Edduna hvor í sínum flokki. Ragna Fossberg förðunarmeistari hlaut Heiðursverðlaun Eddunnar 2016. Bíó og sjónvarp Eddan Mest lesið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Góð tilfinning að endurheimta styrkinn Lífið samstarf Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fleiri fréttir Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
„Þetta kom mér alveg rosalega á óvart, ég bjóst engan veginn við þessu. Í fyrsta lagi fannst mér bara frábært að vera tilnefnd í hópi þessara flottu leikkvenna, og svo að vinna þetta var hálf óraunverulegt. Ég er ótrúlega þakklát fyrir hvað margir kunnu að meta vinnuna sem ég lagði í hlutverkið,“ segir Birna Rún Eiríksdóttir leikkona, sem hlaut á sunnudaginn Edduna fyrir leik sinn í aukahlutverki í sjónvarpsþáttaröðinni Rétti 3, sem sýnd var á Stöð 2 fyrr í vetur. Birna Rún, sem ennþá nemur við Listaháskóla Íslands, fór með hlutverk Hönnu, 17 ára stelpu sem átti ansi erfiða æsku, byrjar að drekka þrettán ára og lendir í slæmum félagsskap og neyslu. Hlutverkið þótti afar krefjandi og þótti Birna skara fram úr fyrir túlkun sína á hlutverkinu. „Ég fór í þetta með hjartanu alla leið. Mér fannst ekkert smá gaman að fá að takast á við þetta hlutverk. Þessi raunveruleiki, að íslenskar stelpur séu seldar fyrir dóp, er til staðar í okkar samfélagi og það er misjafnt hvort fólk vill horfast í augu við það eða ekki. Það er lítið af úrræðum fyrir unglinga í neyslu svo þetta er brýnt málefni,“ segir hin unga leikkona Birna Rún um persónuna sem hún lék í þriðju þáttaröð af Rétti. Leikkona ársins í aðalhlutverki var Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, einnig fyrir hlutverk sitt í Rétti. Leikarar ársins í aðal- og aukahlutverki voru valdir þeir Sigurður Sigurjónsson og Theodór Júlíusson fyrir leik sinn í kvikmyndinni Hrútar. Sjónvarpsþáttaröðin Ófærð var valin leikið sjónvarpsefni ársins og titilinn sjónvarpsmaður ársins hlaut Helgi Seljan. Stuttmyndin Regnbogapartý og heimildarmyndin Hvað er svona merkilegt við það? unnu Edduna hvor í sínum flokki. Ragna Fossberg förðunarmeistari hlaut Heiðursverðlaun Eddunnar 2016.
Bíó og sjónvarp Eddan Mest lesið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Góð tilfinning að endurheimta styrkinn Lífið samstarf Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fleiri fréttir Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira