Hjálpin sem ekki barst Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 16. mars 2016 00:00 Systurnar tvær frá Srí Lanka sem sættu meintu mansali í Vík í Mýrdal í síðasta mánuði eru farnar úr landi. Ástæðan var bág kjör þeirra og úrræðaleysi íslenskra stjórnvalda. Forsaga málsins er sú að systrunum var að sögn haldið föngnum í íbúðarhúsnæði þar sem þær unnu þrælkunarvinnu í kjallara við saumaskap. Lögreglan réðst til inngöngu, og fréttir bárust af því að mansalsteymi höfuðborgarsvæðisins hefði verið fengið til aðstoðar. Konunum tveimur var komið fyrir í Kvennaathvarfinu og útvegaður réttargæslumaður. Nú hafa þær sjálfar óskað eftir að fá að yfirgefa landið – og eru farnar. Þeim var við dvöl sína í Kvennaathvarfinu úthlutuð 761 krónu á dag. Þeim stóð til boða dvalarleyfi á grundvelli gruns um mansal en í slíkum tilvikum er ekki möguleiki á að sækja um atvinnuleyfi. Þannig var konunum í raun gert að skrimta hér í athvarfi með ekkert við að vera. Réttargæslumaður kvennanna sótti um öðruvísi dvalarleyfi fyrir konurnar, á grundvelli mannúðarsjónarmiða, en þá hefðu þær getað unnið sér til hnífs og skeiðar. Þar sem slíkt leyfi tíðkast ekki í þessum málum, bjóst hún ekki við að Útlendingastofnun myndi verða við því og leitaði beint til innanríkisráðherra. „Sú skipun kom aldrei,“ sagði réttargæslumaðurinn. Í fréttum á heimasíðu innanríkisráðuneytisins má finna fjölmargar umfjallanir um aðgerðir sem teknar hafa verið gegn mansali. Árið 2013 var í ríkisstjórn samþykkt aðgerðaáætlun til þriggja ára gegn mansali, sem er rúmlega 30 blaðsíður. Þar segir að áætlunin taki mið af þörf á að veita fórnarlömbum stuðning og öryggi og þörf á bættu verklagi og viðbúnaði stjórnvalda einkum innan réttarvörslukerfisins. Stuttu eftir fréttir af mansalsmálinu á Vík kom fram hjá ráðuneytinu að áætlunin hafi verið endurskoðuð og verði áfram unnið að vitundarvakningu um málaflokkinn. Yfir eitt þúsund manns hafi setið fundi um allt land þar sem fjallað var um lagalega þætti, farið yfir helstu einkenni hugsanlegra fórnarlamba og möguleg úrræði. Það er ekki ofsögum sagt að miðað við reynslu systranna hefur árangurinn af þessari aðgerðaáætlun og fundahöldum verið takmarkaður. „Mjög líklega hafa þær farið aftur í hendurnar á þeim sem sendu þær hingað,“ sagði réttargæslumaðurinn. Skilningur á vandamáli þeirra sem eru fastir í viðjum vinnumansals virðist svo gott sem enginn og úrræðin fá. Oft og tíðum ber þeim sem seldir eru vinnumansali að tryggja þeim sem versla með þá ákveðnar fjárhæðir. Berist þær ekki getur fjölskyldan í heimalandinu verið í hættu. En 761 króna á dag dugar ekki fyrir framfærslu einstaklings hér á landi, hvað þá til að fullnægja mansalanum. Meðferð stjórnvalda á þessum systrum er til skammar. Hún ber vott um vanþekkingu og skilningsleysi. Mjög líklega munu áþekk mál koma upp síðar. Vonandi hafa fundahöldin skilað betri löggjöf, þekkingu og kerfi sem tekur á móti þeim fórnarlömbum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fanney Birna Jónsdóttir Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Halldór 4.10.2025 Halldór Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun
Systurnar tvær frá Srí Lanka sem sættu meintu mansali í Vík í Mýrdal í síðasta mánuði eru farnar úr landi. Ástæðan var bág kjör þeirra og úrræðaleysi íslenskra stjórnvalda. Forsaga málsins er sú að systrunum var að sögn haldið föngnum í íbúðarhúsnæði þar sem þær unnu þrælkunarvinnu í kjallara við saumaskap. Lögreglan réðst til inngöngu, og fréttir bárust af því að mansalsteymi höfuðborgarsvæðisins hefði verið fengið til aðstoðar. Konunum tveimur var komið fyrir í Kvennaathvarfinu og útvegaður réttargæslumaður. Nú hafa þær sjálfar óskað eftir að fá að yfirgefa landið – og eru farnar. Þeim var við dvöl sína í Kvennaathvarfinu úthlutuð 761 krónu á dag. Þeim stóð til boða dvalarleyfi á grundvelli gruns um mansal en í slíkum tilvikum er ekki möguleiki á að sækja um atvinnuleyfi. Þannig var konunum í raun gert að skrimta hér í athvarfi með ekkert við að vera. Réttargæslumaður kvennanna sótti um öðruvísi dvalarleyfi fyrir konurnar, á grundvelli mannúðarsjónarmiða, en þá hefðu þær getað unnið sér til hnífs og skeiðar. Þar sem slíkt leyfi tíðkast ekki í þessum málum, bjóst hún ekki við að Útlendingastofnun myndi verða við því og leitaði beint til innanríkisráðherra. „Sú skipun kom aldrei,“ sagði réttargæslumaðurinn. Í fréttum á heimasíðu innanríkisráðuneytisins má finna fjölmargar umfjallanir um aðgerðir sem teknar hafa verið gegn mansali. Árið 2013 var í ríkisstjórn samþykkt aðgerðaáætlun til þriggja ára gegn mansali, sem er rúmlega 30 blaðsíður. Þar segir að áætlunin taki mið af þörf á að veita fórnarlömbum stuðning og öryggi og þörf á bættu verklagi og viðbúnaði stjórnvalda einkum innan réttarvörslukerfisins. Stuttu eftir fréttir af mansalsmálinu á Vík kom fram hjá ráðuneytinu að áætlunin hafi verið endurskoðuð og verði áfram unnið að vitundarvakningu um málaflokkinn. Yfir eitt þúsund manns hafi setið fundi um allt land þar sem fjallað var um lagalega þætti, farið yfir helstu einkenni hugsanlegra fórnarlamba og möguleg úrræði. Það er ekki ofsögum sagt að miðað við reynslu systranna hefur árangurinn af þessari aðgerðaáætlun og fundahöldum verið takmarkaður. „Mjög líklega hafa þær farið aftur í hendurnar á þeim sem sendu þær hingað,“ sagði réttargæslumaðurinn. Skilningur á vandamáli þeirra sem eru fastir í viðjum vinnumansals virðist svo gott sem enginn og úrræðin fá. Oft og tíðum ber þeim sem seldir eru vinnumansali að tryggja þeim sem versla með þá ákveðnar fjárhæðir. Berist þær ekki getur fjölskyldan í heimalandinu verið í hættu. En 761 króna á dag dugar ekki fyrir framfærslu einstaklings hér á landi, hvað þá til að fullnægja mansalanum. Meðferð stjórnvalda á þessum systrum er til skammar. Hún ber vott um vanþekkingu og skilningsleysi. Mjög líklega munu áþekk mál koma upp síðar. Vonandi hafa fundahöldin skilað betri löggjöf, þekkingu og kerfi sem tekur á móti þeim fórnarlömbum.
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun