Næsti Holden Commodore er Opel Insignia Finnur Thorlacius skrifar 15. mars 2016 16:48 Opel Insignia Sports Tourer OPC er 325 hestafla kaggi. autoevolution Sagt er að sagan fari í hringi og það á sannarlega við hér. Holden bílafyrirtækið ástralska sem er í eigu General Motors kom fram með sinn fyrsta Holden Commodore árið 1978 og var sá bíll byggður á Opel bíl. General Motors ákvað í fyrra að leggja niður Holden merkið í Ástralíu enda hefur það verið rekið með tapi í langan tíma. Það þýðir þó ekki að GM ætli að hætta að selja bíla í Ástralíu. Holden mun hætta framleiðslu Commodore sem og annarra Holden bíla seint á næsta ári og þá leysir Opel Insignia hann af en með heitinu Holden Commodore, þó um gerbreyttan bíl sé um að ræða. Verður þar um að ræða nýja kynslóð Opel Insignia sem koma mun af árgerð 2018. General Motors íhugaði í kjölfar síðustu fjármálakreppu að leggja niður merki Opel en tók í þess stað ákvörðun um að bílar Opel yrðu þróaðir í Þýskalandi en seldir víðar en í Evrópu og stundum undir öðrum merkjum. Hér er gott dæmi um það. Holden Commodore hefur lengi verið í boði með mjög öflugri V8 vél, og reyndar líka minni vélum. Það mun ekki eiga við þann nýja, því eins og í Evrópu verður hann í boði með 4 strokka og 6 strokka vél með forþjöppu, sem er reyndar 325 hestöfl og alls enginn kettlingur.Holden Commodore árgerð 2015. Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent
Sagt er að sagan fari í hringi og það á sannarlega við hér. Holden bílafyrirtækið ástralska sem er í eigu General Motors kom fram með sinn fyrsta Holden Commodore árið 1978 og var sá bíll byggður á Opel bíl. General Motors ákvað í fyrra að leggja niður Holden merkið í Ástralíu enda hefur það verið rekið með tapi í langan tíma. Það þýðir þó ekki að GM ætli að hætta að selja bíla í Ástralíu. Holden mun hætta framleiðslu Commodore sem og annarra Holden bíla seint á næsta ári og þá leysir Opel Insignia hann af en með heitinu Holden Commodore, þó um gerbreyttan bíl sé um að ræða. Verður þar um að ræða nýja kynslóð Opel Insignia sem koma mun af árgerð 2018. General Motors íhugaði í kjölfar síðustu fjármálakreppu að leggja niður merki Opel en tók í þess stað ákvörðun um að bílar Opel yrðu þróaðir í Þýskalandi en seldir víðar en í Evrópu og stundum undir öðrum merkjum. Hér er gott dæmi um það. Holden Commodore hefur lengi verið í boði með mjög öflugri V8 vél, og reyndar líka minni vélum. Það mun ekki eiga við þann nýja, því eins og í Evrópu verður hann í boði með 4 strokka og 6 strokka vél með forþjöppu, sem er reyndar 325 hestöfl og alls enginn kettlingur.Holden Commodore árgerð 2015.
Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent