Björn Daníel Sverrisson, miðjumaður Viking í Stavanger, opnaði markareikninginn í norsku úrvalsdeildinni þetta tímabilið með stæl.
Hafnfirðingurinn, sem missti af stærstum hluta síðasta tímabils vegna meiðsla, kom Viking yfir í kvöld á útivelli gegn Vålerenga, 1-0, með geggjuðu marki.
Björn Daníel fékk boltann fyrir utan teig hjá heimamönnum og skrúfaði hann með stæl í samskeytin fjær. Eitt af mörkum ársins komið og það strax í fyrstu umferð.
Leikurinn stendur enn yfir en markið ótrúlega má sjá með því að smella hér.
Björn Daníel með eitt af mörkum ársins í fyrsta leik | Myndband
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið


„Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“
Íslenski boltinn

„Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“
Íslenski boltinn


„Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“
Íslenski boltinn

Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham
Enski boltinn



„Við þurfum hjálp frá Guði“
Handbolti
