Björn Daníel Sverrisson, miðjumaður Viking í Stavanger, opnaði markareikninginn í norsku úrvalsdeildinni þetta tímabilið með stæl.
Hafnfirðingurinn, sem missti af stærstum hluta síðasta tímabils vegna meiðsla, kom Viking yfir í kvöld á útivelli gegn Vålerenga, 1-0, með geggjuðu marki.
Björn Daníel fékk boltann fyrir utan teig hjá heimamönnum og skrúfaði hann með stæl í samskeytin fjær. Eitt af mörkum ársins komið og það strax í fyrstu umferð.
Leikurinn stendur enn yfir en markið ótrúlega má sjá með því að smella hér.

