Keli sýnir verkin sín í Neskirkju Ólöf Skaftadóttir skrifar 12. mars 2016 08:00 Sr. Skúli S. Ólafsson og Hrafnkell Sigurðsson Vísir/Stefán Karlsson „Það sem er svo skemmtilegt við að sýna í þessari byggingu er að fá nýja sýn á eigin verk,“ segir myndlistarmaðurinn Hrafnkell Sigurðsson, sem opnar sýningu á Kirkjutorgi, safnaðarheimilinu í Neskirkju, á sunnudag. Hrafnkell hefur átt mikilli velgengni að fagna. Verk hans eru til sýnis á söfnum á meginlandi Evrópu, í Bandaríkjunum og á Íslandi, svo eitthvað sé nefnt. Messað verður kl. 11.00, samkvæmt hefðinni, en sr. Skúli S. Ólafsson sóknarprestur ræðir um verk Hrafnkels í predikun sinni. Skúli og Hrafnkell eru sammála um að uppsetning verkanna í kirkju dragi fram aðra hlið á þeim en væru þau sýnd í hefðbundnara sýningarrými. „Verkin eru líkamleg, en líka andleg. Eins og mannfólkið – við erum þetta tvennt, líkaminn og andinn. Inni í kirkju setur maður þetta meira í svona andlegt samhengi,“ útskýrir Hrafnkell. Að messu lokinni verður boðið upp á léttar veitingar á Kirkjutorgi og Hildigunnur Sverrisdóttir, arkitekt og nefndarmaður í Sjónlistaráði Neskirkju, ávarpar gesti og fjallar um sýninguna. Ýmsar sýningar hafa verið haldnar á Kirkjutorgi, en nýtt Sjónlistaráð Neskirkju var skipað á dögunum. Fyrsta val ráðsins á listamanni var Hrafnkell. Áður hafa m.a. Húbert Nói og Einar Garibaldi sýnt verk sín á Kirkjutorgi. „Hrafnkell er frábær myndlistarmaður. Það er mikill heiður að fá að sýna verk eftir hann,“ segir sr. Skúli. Verkin á sýningunni spanna tíu ára tímabil. „Þannig að það má segja að þetta sé lítil yfirlitssýning á verkum Hrafnkels.“Skúli S Ólafsson og Hrafnkell SigurðssonVísir/Stefán Karlsson Menning Mest lesið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Lífið Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Lífið Fimmtán árum fagnað í sólinni Lífið Bókamarkaðurinn færir sig um set Menning Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Fleiri fréttir Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Það sem er svo skemmtilegt við að sýna í þessari byggingu er að fá nýja sýn á eigin verk,“ segir myndlistarmaðurinn Hrafnkell Sigurðsson, sem opnar sýningu á Kirkjutorgi, safnaðarheimilinu í Neskirkju, á sunnudag. Hrafnkell hefur átt mikilli velgengni að fagna. Verk hans eru til sýnis á söfnum á meginlandi Evrópu, í Bandaríkjunum og á Íslandi, svo eitthvað sé nefnt. Messað verður kl. 11.00, samkvæmt hefðinni, en sr. Skúli S. Ólafsson sóknarprestur ræðir um verk Hrafnkels í predikun sinni. Skúli og Hrafnkell eru sammála um að uppsetning verkanna í kirkju dragi fram aðra hlið á þeim en væru þau sýnd í hefðbundnara sýningarrými. „Verkin eru líkamleg, en líka andleg. Eins og mannfólkið – við erum þetta tvennt, líkaminn og andinn. Inni í kirkju setur maður þetta meira í svona andlegt samhengi,“ útskýrir Hrafnkell. Að messu lokinni verður boðið upp á léttar veitingar á Kirkjutorgi og Hildigunnur Sverrisdóttir, arkitekt og nefndarmaður í Sjónlistaráði Neskirkju, ávarpar gesti og fjallar um sýninguna. Ýmsar sýningar hafa verið haldnar á Kirkjutorgi, en nýtt Sjónlistaráð Neskirkju var skipað á dögunum. Fyrsta val ráðsins á listamanni var Hrafnkell. Áður hafa m.a. Húbert Nói og Einar Garibaldi sýnt verk sín á Kirkjutorgi. „Hrafnkell er frábær myndlistarmaður. Það er mikill heiður að fá að sýna verk eftir hann,“ segir sr. Skúli. Verkin á sýningunni spanna tíu ára tímabil. „Þannig að það má segja að þetta sé lítil yfirlitssýning á verkum Hrafnkels.“Skúli S Ólafsson og Hrafnkell SigurðssonVísir/Stefán Karlsson
Menning Mest lesið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Lífið Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Lífið Fimmtán árum fagnað í sólinni Lífið Bókamarkaðurinn færir sig um set Menning Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Fleiri fréttir Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira