Porsche malar gull fyrir Volkswagen Finnur Thorlacius skrifar 11. mars 2016 14:27 Porsche Macan. Porsche hagnaðist um 25% meira á síðasta ári en árið á undan og salan jókst um 14%. Alls hagnaðist Porsche um 495 milljarða króna og veltan nam 2.815 milljörðum króna. Því er hagnaður af veltu 17,6% og vart hægt að finna hærra hlutfall á meðal bílaframleiðenda. Stór ástæða fyrir þessu frábæra söluári Porsche í fyrra var tilkoma Porsche Macan jepplingsins sem seldist eins og heitar lummur um allan heim. Porsche á ekki von á jafn miklum vexti í ár og í fyrra, en góðum vexti samt. Porsche malar svo sannarlega gull fyrir móðurfélag sitt, Volkswagen, en það gerir Audi líka og skilar Audi reyndar enn meiri hagnaði til samstæðunnar en Porsche. Samt er hagnaður af veltu hærri hjá Porsche og reksturinn því enn arðbærari. Tilkoma nýs Porsche Cayenne Turbo í janúar á þessu ári mun hjálpa Porsche í ár og áframhaldandi góð sala í Macan. Porsche 911 heldur áfram að seljast vel og andlitslyftir Boxster og Cayman í apríl á þessu ári með nýrri fjögurra strokka vél og lægra verði gæti líka lyft sölunni í nýjar hæðir. Söluhæsti bíll Porsche í fyrra var Macan með 80.000 eintök seld. Þar á eftir kemur Cayenne með 73.119 eintök.Porsche Cayenne er næst söluhæsta bílgerð Porsche á eftir Macan. Breyttir tímar hjá sportbílaframleiðandanum.GVA Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent
Porsche hagnaðist um 25% meira á síðasta ári en árið á undan og salan jókst um 14%. Alls hagnaðist Porsche um 495 milljarða króna og veltan nam 2.815 milljörðum króna. Því er hagnaður af veltu 17,6% og vart hægt að finna hærra hlutfall á meðal bílaframleiðenda. Stór ástæða fyrir þessu frábæra söluári Porsche í fyrra var tilkoma Porsche Macan jepplingsins sem seldist eins og heitar lummur um allan heim. Porsche á ekki von á jafn miklum vexti í ár og í fyrra, en góðum vexti samt. Porsche malar svo sannarlega gull fyrir móðurfélag sitt, Volkswagen, en það gerir Audi líka og skilar Audi reyndar enn meiri hagnaði til samstæðunnar en Porsche. Samt er hagnaður af veltu hærri hjá Porsche og reksturinn því enn arðbærari. Tilkoma nýs Porsche Cayenne Turbo í janúar á þessu ári mun hjálpa Porsche í ár og áframhaldandi góð sala í Macan. Porsche 911 heldur áfram að seljast vel og andlitslyftir Boxster og Cayman í apríl á þessu ári með nýrri fjögurra strokka vél og lægra verði gæti líka lyft sölunni í nýjar hæðir. Söluhæsti bíll Porsche í fyrra var Macan með 80.000 eintök seld. Þar á eftir kemur Cayenne með 73.119 eintök.Porsche Cayenne er næst söluhæsta bílgerð Porsche á eftir Macan. Breyttir tímar hjá sportbílaframleiðandanum.GVA
Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent