Augabrúnir Ilmar vekja athygli í Bretlandi Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 10. mars 2016 13:00 Ilmur Kristjánsdóttir leikkona fer með hlutverk lögreglukonunnar Hinriku í ófærð og virðast Bretar vera yfir sig hrifnir af henni. vísir/Valli Síðasti þátturinn af hinni geysivinsælu sjónvarpsþáttaröð Ófærð verður sýndur á BBC 4 í Bretlandi um næstkomandi helgi. Enskt heiti Ófærðar er Trapped og hafa Bretar verið mjög duglegir við að tísta. „Ég finn alveg fyrir aukinni athygli, sérstaklega þegar ég fékk símtal frá breskum blaðamanni sem vildi taka viðtal við mig, þá gerði ég mér grein fyrir því að fólk væri raunverulega að fylgjast með þáttunum,“ segir Ilmur Kristjánsdóttir leikkona sem fer með hlutverk Hinriku, lögreglukonu í bænum. Listakonan RedScharlach teiknaði mynd af Hinriku á Twitter til að gleðja aðdáendahóp lögreglukonunnar.Ilmur hefur fengið mjög góð viðbrögð við hlutverki sínu ásamt aukinni athygli á samfélagsmiðlunum en nú þegar hefur myndast aðdáendahópur á Twitter þar sem fólk er mikið að velta fyrir sér sérkennum Hinriku. „Ég ákvað að byrja á Twitter til þess að geta fylgst með umræðunni um þættina undir hashtaginu #Trapped en þar hefur myndast aðdáendahópur Hinriku sem hefur gaman af því að skoða augnsvipbrigðin mín, það finnst mér mjög fyndið. Svo var ein kona búin að teikna mynd af Hinriku og sagði að þetta væri eitthvað fyrir aðdáendur Hinriku. Það finnst mér alveg ferlega fyndið líka,“ segir Ilmur og hlær. Síðasti þátturinn verður sýndur á BBC 4 um næstkomandi helgi og kom það fram í nýjum dómi frá breska tímaritinu The Guardian að Ófærð væri óvæntasti smellur vetrarins og yfir milljón áhorfendur bíði spenntir eftir lokauppgjörinu um helgina. Ætli fólk komi til með að þekkja íslensku leikarana á götum Lundúnaborgar?Ólafur Darri hefur vakið mikla athygli í Bretlandi.„Ég er ekkert endilega viss um að ég sé orðin þekkt í Bretlandi en þar sem ég er nokkuð auðþekkjanleg þá held ég að fólk sem er að fylgjast með þáttunum mundi nú alveg átta sig á því hver ég væri,“ segir Ilmur létt í bragði. „Já ég hef fengið alveg rosalega góð og jákvæð viðbrögð, á síðustu vikum hefur bæst töluvert við fylgjandahóp minn á Twitter en það hafa bæst við alveg allavega 300 manns á síðustu dögum, já ég er búin að fá mjög jákvæð viðbrögð áhugasömu fólki og fjölmiðlum sem eru mjög spenntir fyrir þættinum og Íslandi sem skemmtir ekki fyrir,“ segir Ólafur Darri leikari. #trapped Tweets Tengdar fréttir Alls ekki þægileg innivinna Pálmi Gestsson leikari hefur komið víða við á 34 ára starfsferli sínum. Nýlega lauk sýningum á Ófærð og kvikmyndin Fyrir framan annað fólk var frumsýnd í síðustu viku. 5. mars 2016 10:00 Mest lesið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Lífið Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Góð tilfinning að endurheimta styrkinn Lífið samstarf Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fleiri fréttir Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sjá meira
Síðasti þátturinn af hinni geysivinsælu sjónvarpsþáttaröð Ófærð verður sýndur á BBC 4 í Bretlandi um næstkomandi helgi. Enskt heiti Ófærðar er Trapped og hafa Bretar verið mjög duglegir við að tísta. „Ég finn alveg fyrir aukinni athygli, sérstaklega þegar ég fékk símtal frá breskum blaðamanni sem vildi taka viðtal við mig, þá gerði ég mér grein fyrir því að fólk væri raunverulega að fylgjast með þáttunum,“ segir Ilmur Kristjánsdóttir leikkona sem fer með hlutverk Hinriku, lögreglukonu í bænum. Listakonan RedScharlach teiknaði mynd af Hinriku á Twitter til að gleðja aðdáendahóp lögreglukonunnar.Ilmur hefur fengið mjög góð viðbrögð við hlutverki sínu ásamt aukinni athygli á samfélagsmiðlunum en nú þegar hefur myndast aðdáendahópur á Twitter þar sem fólk er mikið að velta fyrir sér sérkennum Hinriku. „Ég ákvað að byrja á Twitter til þess að geta fylgst með umræðunni um þættina undir hashtaginu #Trapped en þar hefur myndast aðdáendahópur Hinriku sem hefur gaman af því að skoða augnsvipbrigðin mín, það finnst mér mjög fyndið. Svo var ein kona búin að teikna mynd af Hinriku og sagði að þetta væri eitthvað fyrir aðdáendur Hinriku. Það finnst mér alveg ferlega fyndið líka,“ segir Ilmur og hlær. Síðasti þátturinn verður sýndur á BBC 4 um næstkomandi helgi og kom það fram í nýjum dómi frá breska tímaritinu The Guardian að Ófærð væri óvæntasti smellur vetrarins og yfir milljón áhorfendur bíði spenntir eftir lokauppgjörinu um helgina. Ætli fólk komi til með að þekkja íslensku leikarana á götum Lundúnaborgar?Ólafur Darri hefur vakið mikla athygli í Bretlandi.„Ég er ekkert endilega viss um að ég sé orðin þekkt í Bretlandi en þar sem ég er nokkuð auðþekkjanleg þá held ég að fólk sem er að fylgjast með þáttunum mundi nú alveg átta sig á því hver ég væri,“ segir Ilmur létt í bragði. „Já ég hef fengið alveg rosalega góð og jákvæð viðbrögð, á síðustu vikum hefur bæst töluvert við fylgjandahóp minn á Twitter en það hafa bæst við alveg allavega 300 manns á síðustu dögum, já ég er búin að fá mjög jákvæð viðbrögð áhugasömu fólki og fjölmiðlum sem eru mjög spenntir fyrir þættinum og Íslandi sem skemmtir ekki fyrir,“ segir Ólafur Darri leikari. #trapped Tweets
Tengdar fréttir Alls ekki þægileg innivinna Pálmi Gestsson leikari hefur komið víða við á 34 ára starfsferli sínum. Nýlega lauk sýningum á Ófærð og kvikmyndin Fyrir framan annað fólk var frumsýnd í síðustu viku. 5. mars 2016 10:00 Mest lesið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Lífið Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Góð tilfinning að endurheimta styrkinn Lífið samstarf Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fleiri fréttir Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sjá meira
Alls ekki þægileg innivinna Pálmi Gestsson leikari hefur komið víða við á 34 ára starfsferli sínum. Nýlega lauk sýningum á Ófærð og kvikmyndin Fyrir framan annað fólk var frumsýnd í síðustu viku. 5. mars 2016 10:00