Ogier í svigi gegnum kúahjörð Finnur Thorlacius skrifar 10. mars 2016 11:18 Heimsmeistarin í rallakstri, Sebastian Ogier, var um síðustu helgi að keppa í Rally Mexico keppninni og lenti í þeirri óskemmtilegu reynslu að aka fram á hjörð af kúm og kálfum á leið sinni sem fannst ekkert sjálfsagðara en að vera á meðal áhorfenda. Það kom sér vel að vera heimsmeistari í rallakstri því honum tókst að sviga gegnum hjörðina án þess að aka neina þeirra niður. Bíllinn var þó óþyrmilega nálægt kálf einum sem væntanlega hefur brugðið nokkuð við heimsóknina. Ogier var að vonum á gríðarmikilli ferð sem fyrr en þessi uppákoma tók samt ekki mikinn tíma af heimsmeistaranum en kenndi honum hæfni í svigakstri. Ogier ekur 300 hestafla Volkswagen Polo R rallbíl. Í keppninni í Mexíkó náði Ogier öðru sæti og jók forystu sína í heimsmeistarakeppninni. Sigurvegarinn varð Finninn Jari-Matti Latvala sem færðist uppí sjötta sæti í heildina með sigri sínum. Á meðfylgjandi myndskeiði sést hve fimlega Ogier tekst að forðast árekstur við kýr og kálfa. Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent
Heimsmeistarin í rallakstri, Sebastian Ogier, var um síðustu helgi að keppa í Rally Mexico keppninni og lenti í þeirri óskemmtilegu reynslu að aka fram á hjörð af kúm og kálfum á leið sinni sem fannst ekkert sjálfsagðara en að vera á meðal áhorfenda. Það kom sér vel að vera heimsmeistari í rallakstri því honum tókst að sviga gegnum hjörðina án þess að aka neina þeirra niður. Bíllinn var þó óþyrmilega nálægt kálf einum sem væntanlega hefur brugðið nokkuð við heimsóknina. Ogier var að vonum á gríðarmikilli ferð sem fyrr en þessi uppákoma tók samt ekki mikinn tíma af heimsmeistaranum en kenndi honum hæfni í svigakstri. Ogier ekur 300 hestafla Volkswagen Polo R rallbíl. Í keppninni í Mexíkó náði Ogier öðru sæti og jók forystu sína í heimsmeistarakeppninni. Sigurvegarinn varð Finninn Jari-Matti Latvala sem færðist uppí sjötta sæti í heildina með sigri sínum. Á meðfylgjandi myndskeiði sést hve fimlega Ogier tekst að forðast árekstur við kýr og kálfa.
Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent