Formúla 1 metin á þúsund milljarða Sæunn Gísladóttir skrifar 24. mars 2016 07:00 Formúlu 1 keppnin dregur að milljónir áhorfenda eins og sjá má í Mónakó. Fréttablaðið/AFP Fjárhagsstaða kappaksturskeppninnar Formúlu 1 hefur sjaldan verið betri en nú þegar ný keppnistíð hófst í síðustu viku. Samkvæmt nýjustu ársskýrslum nam rekstrarhagnaður móðurfélags F1, Delta Topco, 519,8 milljónum dollara, jafnvirði 66 milljarða íslenskra króna á árinu 2014. Tekjur Delta Topco námu 1,8 milljörðum dollara, jafnvirði 220 milljarða íslenskra króna, og hafa aldrei verið hærri. Þær hafa vaxið um 80 prósent á síðasta áratug. Nokkrar ástæður eru fyrir velgengni félagsins samkvæmt umfjöllun The Sunday Times. Í fyrsta lagi heldur F1 kostnaði niðri með því að eiga engin lið eða keppnisbrautir, og er einungis með 352 starfsmenn. Stærsti kostnaðarhlutinn er að 63 prósent af hagnaði fara í vinningsfé. Frá 2009 til 2014 hækkaði vinningsfé um 31 prósent í 863,1 milljón dollara, rúmlega 100 milljarða króna, vegna aukins áhuga á F1. Hins vegar er dregið úr áhættu með því að láta vinningsféð vera hlutfall af hagnaði. Delta Tropco þarf einungis að endurnýja 10-20 prósent samninga sinna árlega. Samningarnir endast að meðaltali í fimm ár og ver félagið sig gegn verðbólgu með þeim. Það að tekjur fyrirtækisins tengjast ekki velgengni á kappakstursbrautinni gerir að verkum að fjárfestar líta á félagið sem áhættulitla fjárfestingu. Er fyrirtækið nú metið á 8,6 milljarða dollara, 1.000 milljarða íslenskra króna. Eigið fé félagsins nemur nær helmingi verðmatsins. Einhverjir fjárfestar telja að um ofmat sé að ræða. Aukinn áhugi á keppninni og hátt hlutabréfaverð benda til þess að matið sé rétt sem stendur. Fréttin birtist fyrst Fréttablaðinu 24. mars Uppfært: Upprunalega stóð að nýtt keppnistímabil hæfist eftir nokkrar vikur. Hið rétta er að það hófst um síðastliðna helgi. Mest lesið Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Fjárhagsstaða kappaksturskeppninnar Formúlu 1 hefur sjaldan verið betri en nú þegar ný keppnistíð hófst í síðustu viku. Samkvæmt nýjustu ársskýrslum nam rekstrarhagnaður móðurfélags F1, Delta Topco, 519,8 milljónum dollara, jafnvirði 66 milljarða íslenskra króna á árinu 2014. Tekjur Delta Topco námu 1,8 milljörðum dollara, jafnvirði 220 milljarða íslenskra króna, og hafa aldrei verið hærri. Þær hafa vaxið um 80 prósent á síðasta áratug. Nokkrar ástæður eru fyrir velgengni félagsins samkvæmt umfjöllun The Sunday Times. Í fyrsta lagi heldur F1 kostnaði niðri með því að eiga engin lið eða keppnisbrautir, og er einungis með 352 starfsmenn. Stærsti kostnaðarhlutinn er að 63 prósent af hagnaði fara í vinningsfé. Frá 2009 til 2014 hækkaði vinningsfé um 31 prósent í 863,1 milljón dollara, rúmlega 100 milljarða króna, vegna aukins áhuga á F1. Hins vegar er dregið úr áhættu með því að láta vinningsféð vera hlutfall af hagnaði. Delta Tropco þarf einungis að endurnýja 10-20 prósent samninga sinna árlega. Samningarnir endast að meðaltali í fimm ár og ver félagið sig gegn verðbólgu með þeim. Það að tekjur fyrirtækisins tengjast ekki velgengni á kappakstursbrautinni gerir að verkum að fjárfestar líta á félagið sem áhættulitla fjárfestingu. Er fyrirtækið nú metið á 8,6 milljarða dollara, 1.000 milljarða íslenskra króna. Eigið fé félagsins nemur nær helmingi verðmatsins. Einhverjir fjárfestar telja að um ofmat sé að ræða. Aukinn áhugi á keppninni og hátt hlutabréfaverð benda til þess að matið sé rétt sem stendur. Fréttin birtist fyrst Fréttablaðinu 24. mars Uppfært: Upprunalega stóð að nýtt keppnistímabil hæfist eftir nokkrar vikur. Hið rétta er að það hófst um síðastliðna helgi.
Mest lesið Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent
15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent