Jóhannesarpassía Chilcotts frumflutt í kvöld á Íslandi 22. mars 2016 10:45 Í kór Akraneskirkju eru um 50 manns. Sveinn Arnar Sæmundsson, organisti kirkjunnar, verður í hlutverki stjórnanda í kvöld. „Þetta er gríðarlega áhrifamikið verk,“ segir Sveinn Arnar Sæmundsson, organisti Akraneskirkju, um Jóhannesarpassíu breska kórtónskáldsins Bobs Chilcott sem verður flutt í fyrsta skipti á Íslandi í kvöld af Kirkjukór Akraness og fleirum. Flutningurinn fer fram í vöruhúsi á Kalmansvöllum á Akranesi sem Skagamenn hafa áður notað sem tónleikahús þegar tækifæri hefur gefist og Sveinn segir hljómburð þar góðan. Hann ætlar að stjórna kirkjukórnum en Aðalheiður Þorsteinsdóttir verður á orgelinu. Fjórir einsöngvarar leggja líka fram krafta sína, þeir Gissur Páll Gissurarson tenór sem syngur hlutverk guðspjallamannsins, Hafsteinn Þórólfsson sem túlkar Jesú og Örn Arnarson sem syngur hlutverk Pílatusar. Auk þeirra syngur Elfa Margrét Ingvadóttir tvær fallegar sópranaríur ásamt kórnum. Sveinn Arnar segir verkið njóta mikilla vinsælda um allan heim enda sé það vel samið. „Það er byggt á Jóhannesarguðspjalli, textinn er um handtöku og krossfestingu Krists og inn í það fléttar Chilcott glæsilegum kórköflum þar sem sungnir eru sálmar og ljóð sem tengjast þessum dramatísku atburðum.“ Æfingar hófust upp úr áramótum. „Í upphafi ætluðum við ekki að flytja allt verkið en svo fannst okkur ómögulegt annað en flytja það í heild. Ég er svakalega ánægður með að það skuli vera að ganga upp,“ segir Sveinn Arnar og tekur fram að auk Aðalheiðar á orgelinu spili Örnólfur Kristjánsson á selló, Elín Björk Jónasdóttir á lágfiðlu, Jón Arnar Einarsson á básúnu, Ásgrímur Einarsson á túbu, Erna Ómarsdóttir á horn og Vilhjálmur Ingi Sigurðarson og Steinar Matthías Kristinsson á trompeta. Verkið tekur rúman klukkutíma í flutningi. Íslenskum texta og myndum verður varpað á tjald svo tónleikagestir geta fylgst vel með. Greinin/fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 21. mars. Menning Mest lesið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Lífið Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Lífið Fimmtán árum fagnað í sólinni Lífið Bókamarkaðurinn færir sig um set Menning Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Fleiri fréttir Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Þetta er gríðarlega áhrifamikið verk,“ segir Sveinn Arnar Sæmundsson, organisti Akraneskirkju, um Jóhannesarpassíu breska kórtónskáldsins Bobs Chilcott sem verður flutt í fyrsta skipti á Íslandi í kvöld af Kirkjukór Akraness og fleirum. Flutningurinn fer fram í vöruhúsi á Kalmansvöllum á Akranesi sem Skagamenn hafa áður notað sem tónleikahús þegar tækifæri hefur gefist og Sveinn segir hljómburð þar góðan. Hann ætlar að stjórna kirkjukórnum en Aðalheiður Þorsteinsdóttir verður á orgelinu. Fjórir einsöngvarar leggja líka fram krafta sína, þeir Gissur Páll Gissurarson tenór sem syngur hlutverk guðspjallamannsins, Hafsteinn Þórólfsson sem túlkar Jesú og Örn Arnarson sem syngur hlutverk Pílatusar. Auk þeirra syngur Elfa Margrét Ingvadóttir tvær fallegar sópranaríur ásamt kórnum. Sveinn Arnar segir verkið njóta mikilla vinsælda um allan heim enda sé það vel samið. „Það er byggt á Jóhannesarguðspjalli, textinn er um handtöku og krossfestingu Krists og inn í það fléttar Chilcott glæsilegum kórköflum þar sem sungnir eru sálmar og ljóð sem tengjast þessum dramatísku atburðum.“ Æfingar hófust upp úr áramótum. „Í upphafi ætluðum við ekki að flytja allt verkið en svo fannst okkur ómögulegt annað en flytja það í heild. Ég er svakalega ánægður með að það skuli vera að ganga upp,“ segir Sveinn Arnar og tekur fram að auk Aðalheiðar á orgelinu spili Örnólfur Kristjánsson á selló, Elín Björk Jónasdóttir á lágfiðlu, Jón Arnar Einarsson á básúnu, Ásgrímur Einarsson á túbu, Erna Ómarsdóttir á horn og Vilhjálmur Ingi Sigurðarson og Steinar Matthías Kristinsson á trompeta. Verkið tekur rúman klukkutíma í flutningi. Íslenskum texta og myndum verður varpað á tjald svo tónleikagestir geta fylgst vel með. Greinin/fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 21. mars.
Menning Mest lesið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Lífið Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Lífið Fimmtán árum fagnað í sólinni Lífið Bókamarkaðurinn færir sig um set Menning Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Fleiri fréttir Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira