Frá Jökulsárhlíð til Jómfrúreyja Guðmundur Andri Thorsson skrifar 21. mars 2016 00:00 Ýmsir hafa bent á þann trúnaðarbrest sem orðið hefur milli forsætisráðherrans og þjóðarinnar þegar ljóst er að hann hefur haldið leyndum upplýsingum um stórfellda fjárhagslega hagsmuni sína og fjölskyldu sinnar í tengslum við uppgjör föllnu bankanna. Hann segir að þeir hagsmunir hafi í engu haft áhrif á störf sín – nema síður sé – sem vel má vera satt, en það er samt ekki í hans verkahring að meta það einn með sjálfum sér; slíkar upplýsingar eiga að liggja fyrir og svo getum við, ef sá gállinn er á okkur, dáðst að því hversu illa þau hjónin hafi nú farið út úr þessum hagsmunaárekstri og hve miskunnarlaus hann hafi verið við sig og konuna í framgöngu sinni gegn kröfuhöfum.Hvar er Valli? Slíkum upplýsingum verður að deila með kjósendum, sem þurfa þessar upplýsingar með öðru til að leggja mat á trúverðugleika viðkomandi ráðamanns. Eðlilega spyr fólk: er eitthvað fleira sem hann hefur ekki sagt okkur? Og þegar við leiðum hugann að því að ráðherrann hefur skráð lögheimili sitt á eyðibýlinu Hrafnabjörgum III í Jökulsárhlíð á Fljótsdalshéraði en býr í Garðabæ – þykist búa einhvers staðar þar sem hann býr ekki – fer okkur smám saman að finnast eins og ráðherrann sé kannski ekki allur þar sem hann er séður; komi ekki alltaf til dyranna eins og hann er klæddur. Þegar svo við bætist tilhneiging hans í opinberum umræðum til að segja allt mest og best sem allir sjá að er alls ekki gott, eða kannski bara sæmilegt – fer okkur að finnast eins og hann sé ekki alveg hér. Hvar er Valli? Hann segist búa í Jökulsárhlíð, á hús í Garðabæ, á eignir á Tortóla og er með allan hugann við grjótgarð í Reykjavík. Eða kannski finnst okkur hann ágætur. Kannski að okkur finnist þetta bara sniðugt og það má alveg: en við þurfum samt að hafa ákveðnar grundvallarupplýsingar um það fólk sem á að þjóna okkur í ríkisstjórn svo að okkur sé fært að meta færni þess og störf. Það er einfaldlega ein af grundvallarforsendum lýðræðisins. Það er full ástæða til að samfagna fólki sem kemst í miklar álnir, þó að það hafi kannski lítið gert sjálft til þess að afla þess auðs. Og áreiðanlega enginn öfundsverður af því að gæta svo mikils fjár. En samt: Bara nafnið eitt, Tortóla – móðir allra skatthola. Það er svo öflugt tákn og stendur í huga okkar fyrir aflandsþjóðina: þetta fólk sem sagði sig úr lögum við okkur hin og fór með peningana sem frúin í Hamborg gaf því. Tortóla er money-heaven. Tortóla er í huga okkar samnefnari fyrir undanskot sérgóðrar og andfélagslegrar yfirstéttar sem felur auð sinn og neitar þjóð sinni um eðlilegt framlag til samneyslunnar þó að hún njóti góðs af þeirri samneyslu og hafi – fremur en að skapa verðmæti – auðgast á því að selja landsmönnum hluti á uppsprengdu verði sem þeir neyðast til að kaupa vegna fákeppni. Eins og til dæmis bíla.Við Íslendingar Það er með öðrum orðum samhengi í hlutunum. Það er samhengi milli grafinna fjársjóða á Jómfrúreyjum og fjársveltis íslenska heilbrigðiskerfisins, og væri nær að tala um hugsanlegt „skatthagræði“ íslensks samfélags í heild en einstakra moldríkra einstaklinga. Og næst þegar við heyrum undanfærslur og vífilengjur forsætisráðherrans varðandi byggingu nýs Landspítala þá munu þær falla í það samhengi. Hann er eins og útgerðarmaðurinn sem ræður öllu í þorpinu og vasast í öllu en býr sjálfur fyrir sunnan í hundraðogeinum, en heldur samt alltaf ræðu á Sjómannadaginn, og talar þá um „okkur“ og helvítis pakkið í hundraðogeinum. Þetta er það versta við málið fyrir Sigmund Davíð: þetta truflar frásögnina hans. Þetta gengur þvert á þá sögu sem hann hefur af kostgæfni byggt upp um sjálfan sig. Það er einkenni allra stjórnmálaleiðtoga sem ná almannahylli, að þeir búa til einfalda frásögn kringum persónu sína og athafnir, sem höfðar til fjöldans. Sagan hans Sigmundar snerist um að hann væri sá sem berðist við hrægammana. Ísland í umsátri útlendinga sem ætluðu að innheimta óréttmætar kröfur á hendur lítilli og fátækri þjóð sem ekki hafði annað til saka unnið en að leyfa óprúttnum bankamönnum að nota nafn sitt og traust til þess að safna meiri skuldum en þeir voru borgunarmenn fyrir. Sigmundur hefur af natni byggt upp mynd af sér sem hinum þjóðlega varðgæslumanni – þeim sem veðjar á Ísland, íslenskt hugvit, íslenskan dugnað – já íslensku krónuna, sem er sterkasti gjaldmiðill í heimi þegar vel er að henni hlúð með þjóðlegum höftum. Þessi saga er nú öll í uppnámi. Komið hefur á daginn að þau hjónin treysta ekki íslensku krónunni sjálf þegar þau ávaxta sinn auð. Það er nefnilega samhengi í hlutunum. Sagan hefur snúist í höndunum á honum. Og við munum hlusta öðruvísi á ræður ráðherrans en áður. Næst þegar Sigmundur Davíð heldur ræðu og segir „við Íslendingar“ gæti það meira að segja orðið álitamál – og fólk spurt: Ætti hann ekki frekar að segja „þið Íslendingar“? Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 21. mars. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Ýmsir hafa bent á þann trúnaðarbrest sem orðið hefur milli forsætisráðherrans og þjóðarinnar þegar ljóst er að hann hefur haldið leyndum upplýsingum um stórfellda fjárhagslega hagsmuni sína og fjölskyldu sinnar í tengslum við uppgjör föllnu bankanna. Hann segir að þeir hagsmunir hafi í engu haft áhrif á störf sín – nema síður sé – sem vel má vera satt, en það er samt ekki í hans verkahring að meta það einn með sjálfum sér; slíkar upplýsingar eiga að liggja fyrir og svo getum við, ef sá gállinn er á okkur, dáðst að því hversu illa þau hjónin hafi nú farið út úr þessum hagsmunaárekstri og hve miskunnarlaus hann hafi verið við sig og konuna í framgöngu sinni gegn kröfuhöfum.Hvar er Valli? Slíkum upplýsingum verður að deila með kjósendum, sem þurfa þessar upplýsingar með öðru til að leggja mat á trúverðugleika viðkomandi ráðamanns. Eðlilega spyr fólk: er eitthvað fleira sem hann hefur ekki sagt okkur? Og þegar við leiðum hugann að því að ráðherrann hefur skráð lögheimili sitt á eyðibýlinu Hrafnabjörgum III í Jökulsárhlíð á Fljótsdalshéraði en býr í Garðabæ – þykist búa einhvers staðar þar sem hann býr ekki – fer okkur smám saman að finnast eins og ráðherrann sé kannski ekki allur þar sem hann er séður; komi ekki alltaf til dyranna eins og hann er klæddur. Þegar svo við bætist tilhneiging hans í opinberum umræðum til að segja allt mest og best sem allir sjá að er alls ekki gott, eða kannski bara sæmilegt – fer okkur að finnast eins og hann sé ekki alveg hér. Hvar er Valli? Hann segist búa í Jökulsárhlíð, á hús í Garðabæ, á eignir á Tortóla og er með allan hugann við grjótgarð í Reykjavík. Eða kannski finnst okkur hann ágætur. Kannski að okkur finnist þetta bara sniðugt og það má alveg: en við þurfum samt að hafa ákveðnar grundvallarupplýsingar um það fólk sem á að þjóna okkur í ríkisstjórn svo að okkur sé fært að meta færni þess og störf. Það er einfaldlega ein af grundvallarforsendum lýðræðisins. Það er full ástæða til að samfagna fólki sem kemst í miklar álnir, þó að það hafi kannski lítið gert sjálft til þess að afla þess auðs. Og áreiðanlega enginn öfundsverður af því að gæta svo mikils fjár. En samt: Bara nafnið eitt, Tortóla – móðir allra skatthola. Það er svo öflugt tákn og stendur í huga okkar fyrir aflandsþjóðina: þetta fólk sem sagði sig úr lögum við okkur hin og fór með peningana sem frúin í Hamborg gaf því. Tortóla er money-heaven. Tortóla er í huga okkar samnefnari fyrir undanskot sérgóðrar og andfélagslegrar yfirstéttar sem felur auð sinn og neitar þjóð sinni um eðlilegt framlag til samneyslunnar þó að hún njóti góðs af þeirri samneyslu og hafi – fremur en að skapa verðmæti – auðgast á því að selja landsmönnum hluti á uppsprengdu verði sem þeir neyðast til að kaupa vegna fákeppni. Eins og til dæmis bíla.Við Íslendingar Það er með öðrum orðum samhengi í hlutunum. Það er samhengi milli grafinna fjársjóða á Jómfrúreyjum og fjársveltis íslenska heilbrigðiskerfisins, og væri nær að tala um hugsanlegt „skatthagræði“ íslensks samfélags í heild en einstakra moldríkra einstaklinga. Og næst þegar við heyrum undanfærslur og vífilengjur forsætisráðherrans varðandi byggingu nýs Landspítala þá munu þær falla í það samhengi. Hann er eins og útgerðarmaðurinn sem ræður öllu í þorpinu og vasast í öllu en býr sjálfur fyrir sunnan í hundraðogeinum, en heldur samt alltaf ræðu á Sjómannadaginn, og talar þá um „okkur“ og helvítis pakkið í hundraðogeinum. Þetta er það versta við málið fyrir Sigmund Davíð: þetta truflar frásögnina hans. Þetta gengur þvert á þá sögu sem hann hefur af kostgæfni byggt upp um sjálfan sig. Það er einkenni allra stjórnmálaleiðtoga sem ná almannahylli, að þeir búa til einfalda frásögn kringum persónu sína og athafnir, sem höfðar til fjöldans. Sagan hans Sigmundar snerist um að hann væri sá sem berðist við hrægammana. Ísland í umsátri útlendinga sem ætluðu að innheimta óréttmætar kröfur á hendur lítilli og fátækri þjóð sem ekki hafði annað til saka unnið en að leyfa óprúttnum bankamönnum að nota nafn sitt og traust til þess að safna meiri skuldum en þeir voru borgunarmenn fyrir. Sigmundur hefur af natni byggt upp mynd af sér sem hinum þjóðlega varðgæslumanni – þeim sem veðjar á Ísland, íslenskt hugvit, íslenskan dugnað – já íslensku krónuna, sem er sterkasti gjaldmiðill í heimi þegar vel er að henni hlúð með þjóðlegum höftum. Þessi saga er nú öll í uppnámi. Komið hefur á daginn að þau hjónin treysta ekki íslensku krónunni sjálf þegar þau ávaxta sinn auð. Það er nefnilega samhengi í hlutunum. Sagan hefur snúist í höndunum á honum. Og við munum hlusta öðruvísi á ræður ráðherrans en áður. Næst þegar Sigmundur Davíð heldur ræðu og segir „við Íslendingar“ gæti það meira að segja orðið álitamál – og fólk spurt: Ætti hann ekki frekar að segja „þið Íslendingar“? Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 21. mars.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun