Aníta Briem með endurkomu í Hollywood Birgir Örn Steinarsson skrifar 31. mars 2016 14:07 Aníta Briem er mætt aftur til starfa í Hollywood. Vísir Leikkonan Aníta Briem er við það að leika í nýrri bíómynd í Hollywood. Myndin ber nafnið Salt and Fire en þar fer hún með hlutverk flugfreyju. Aðalleikarar myndarinnar eru Michael Shannon sem margir muna eflaust eftir úr þáttunum Boardwalk Empire og spænska stjarnan Gael García Bernal en sjálf er Aníta í aukahlutverki. Leikkonan greindi frá þessu sjálf á Facebook síðu sinni og merkti færsluna „here‘s to trying“. Þetta verður fyrsta hlutverk hennar í Hollywood mynd í 5 ár en þekkt er að hún fór með stærðarinnar hlutverk í ævintýramyndinni Journey to the center of the Earth sem kom út árið 2008. Þetta er fyrsta stóra hlutverkið eftir að hún varð móðir. Hollywoodleikkonur hafa gjarnan kvartað yfir því að erfiðara og erfiðara sé að fá hlutverk með hverju æviári sem bætist við en svo virðist sem Aníta sé hvergi dottin af baki.Anita myndaði meðgönguna í bak og fyrir.Mynd/EinkasafnNýjasta mynd Werner HerzogSpennumyndin Salt and Fire segir sögu óvina sem neyðast til þess að vinna saman ef koma á í veg fyrir stórt náttúruslys. Annar er vísindamaður sem kennt hefur yfirmanni stórs fyrirtækis um eldra náttúruslys sem átti sér stað í Suður Ameríku. Þegar allt lítur út fyrir að eldfjall sé við það að gjósa neyðast þeir til þess að vinna saman ef koma á í veg fyrir gífurlegt mannfall, volæði og dauða. Leikstjóri myndarinnar er Werner Herzog en hann á að baki áratuga feril í kvikmyndum. Herzog er m.a. þekktastur fyrir myndirnar Rescue Dawn sem skartaði Christian Bale í aðalhlutverki og heimildamyndinni Grizzly Man sem kom út árið 2005 og hlaut tilnefningu til Óskarsverðlauna. Síðasta mynd hans hét Queen of the Desert og skartaði Nicole Kidman í aðalhlutverki. Tengdar fréttir Meðganga er meira undur en ég gat ímyndað mér Anita Briem leikkona býr í Hollywood og hefur unnið hörðum höndum að frama sínum þar ytra. Á næstu vikum tekst hún á við stærsta hlutverk sitt hingað til, sem móðir. 13. desember 2013 07:00 Mest lesið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fleiri fréttir Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Leikkonan Aníta Briem er við það að leika í nýrri bíómynd í Hollywood. Myndin ber nafnið Salt and Fire en þar fer hún með hlutverk flugfreyju. Aðalleikarar myndarinnar eru Michael Shannon sem margir muna eflaust eftir úr þáttunum Boardwalk Empire og spænska stjarnan Gael García Bernal en sjálf er Aníta í aukahlutverki. Leikkonan greindi frá þessu sjálf á Facebook síðu sinni og merkti færsluna „here‘s to trying“. Þetta verður fyrsta hlutverk hennar í Hollywood mynd í 5 ár en þekkt er að hún fór með stærðarinnar hlutverk í ævintýramyndinni Journey to the center of the Earth sem kom út árið 2008. Þetta er fyrsta stóra hlutverkið eftir að hún varð móðir. Hollywoodleikkonur hafa gjarnan kvartað yfir því að erfiðara og erfiðara sé að fá hlutverk með hverju æviári sem bætist við en svo virðist sem Aníta sé hvergi dottin af baki.Anita myndaði meðgönguna í bak og fyrir.Mynd/EinkasafnNýjasta mynd Werner HerzogSpennumyndin Salt and Fire segir sögu óvina sem neyðast til þess að vinna saman ef koma á í veg fyrir stórt náttúruslys. Annar er vísindamaður sem kennt hefur yfirmanni stórs fyrirtækis um eldra náttúruslys sem átti sér stað í Suður Ameríku. Þegar allt lítur út fyrir að eldfjall sé við það að gjósa neyðast þeir til þess að vinna saman ef koma á í veg fyrir gífurlegt mannfall, volæði og dauða. Leikstjóri myndarinnar er Werner Herzog en hann á að baki áratuga feril í kvikmyndum. Herzog er m.a. þekktastur fyrir myndirnar Rescue Dawn sem skartaði Christian Bale í aðalhlutverki og heimildamyndinni Grizzly Man sem kom út árið 2005 og hlaut tilnefningu til Óskarsverðlauna. Síðasta mynd hans hét Queen of the Desert og skartaði Nicole Kidman í aðalhlutverki.
Tengdar fréttir Meðganga er meira undur en ég gat ímyndað mér Anita Briem leikkona býr í Hollywood og hefur unnið hörðum höndum að frama sínum þar ytra. Á næstu vikum tekst hún á við stærsta hlutverk sitt hingað til, sem móðir. 13. desember 2013 07:00 Mest lesið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fleiri fréttir Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Meðganga er meira undur en ég gat ímyndað mér Anita Briem leikkona býr í Hollywood og hefur unnið hörðum höndum að frama sínum þar ytra. Á næstu vikum tekst hún á við stærsta hlutverk sitt hingað til, sem móðir. 13. desember 2013 07:00