Nítján ára með krabbamein tók við bikarnum: „Hjálpar mikið að fá svona andlegan styrk“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 31. mars 2016 13:30 Þórarinn Leví Traustason lyftir deildarmeistarabikarnum í miðri krabbameinsmeðferð. vísir/anton brink Það kom kannski einhverjum á óvart að Matthías Árni Ingimarsson, fyrirliði Hauka, lyfti ekki bikarnum þegar Íslandsmeistararnir voru krýndir deildarmeistarar 2016 í Olís-deild karla í handbolta eftir sigur á Val í Schenker-höllinni að Ásvöllum á þriðjudagskvöldið. Það var heldur ekki Jón Þorbjörn Jóhannsson, Heimir Óli Heimisson, Tjörvi Þorgeirsson, Janus Daði Smárason eða önnur af stjörnum liðsins. Sá sem tók við bikarnum var hinn 19 ára gamli Þórarinn Leví Traustason, strákur sem hefur spilað með Haukum alla sína tíð. Þórarinn var að spila sinn fyrsta leik síðan í byrjun móts en þetta var aðeins í sjötta skipti sem hann var á skýrslu í vetur. Hann varð nefnilega fyrir því áfalli í október á síðasta ári að greinast með krabbamein. „Það var frábært að fá að vera í hóp og hita upp með strákunum. Ég bjóst kannski við að fá að fara inn á og taka eitt víti en strákarnir komu mér á óvart með því að leyfa mér að lyfta bikarnum. Það var ekki leiðinlegt að lyfta dollunni,“ segir Þórarinn Leví í viðtali við Vísi. „Þetta hjálpar alveg gríðarlega í veikindunum. Mamma átti líka afmæli þennan dag þannig þetta var bara stórkostlegt. Það hjálpar mér svo mikið að fá svona andlegan styrk.“Þórarinn Leví hefur bikarinn á loft með vinum sínum og liðsfélögum.vísir/anton brinkÚr melónu í vínber Þessi 19 ára gamli drengur greindist með krabbamein í vöðva í mjaðmagrind fyrir hálfu ári og hefur sem fyrr segir ekkert spilað síðan. Það er þó gaman frá því að segja að meðferðin gengur vonum framar. „Æxlið var orðið jafn stórt og melóna en lyfjagjöfin gekk svo vel að 90 prósent af því er farið þannig þetta er eins og vínber núna,“ segir Þórarinn léttur. „Læknarnir segja að þetta sé alveg magnað og vegna þess að það hefur minnkað svona mikið þá var hætt við aðgerðina sem stóð til. Það eru bestu fréttir sem ég hef fengið á ævinni.“ Meðferðin gengur svo vel hjá Þórarni að stefnt er að hann úrskrifist úr öllu nánast sléttu ári eftir að hann var fyrst greindur.vísir/anton brinkNámið nú í forgang „Þetta hefur gengið svo svakalega vel að samkvæmt plani eru fimm lyfjameðferðir eftir og ellefu geislameðferðir. Það er talað um útskrift í október. Eftir það verð ég bara í eftirliti en ekki lyfjameðferðum þannig þá get ég hægt og rólega komið mér í form og vonandi aftur í boltann,“ segir Þórarinn sem hefur mjög eðlilega lítið getað æft í veikindunum. „Ég reyni að æfa smá en það er nú samt eitthvað minna. Það skiptir mig miklu meira máli að fara að hitta strákana og vera hluti af hópnum af og til. Það gerir meira fyrir mig andlega heldur líkamlega. Ég viðurkenni líka alveg að ég hef fitnað smá,“ segir Þórarinn léttur í bragði. Þórarinn, sem varð Íslandsmeistari með Haukum í fyrra, vonast til að getað spilað handbolta sem fyrst aftur enda er það sportið sem brennur inn í honum. Hann er þó skynsamur og ætlar að passa upp á námið. „Handboltinn hefur alltaf verið í fyrsta sæti hjá mér en í veikindunum hef ég ekki getað stundað skólann þannig núna verð ég líklega að setja hann í fyrsta sæti,“ segir Þórarinn sem stundar nám við Flensborgarskólann eins og alvöru Hafnfirðingur. „Markmiðið hefur alltaf verið að standa sig í handboltanum en nú held ég að maður verði að drífa sig í skólann og læra frekar en að taka aukaæfingar,“ segir Þórarinn Leví Traustason. Olís-deild karla Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Sjá meira
Það kom kannski einhverjum á óvart að Matthías Árni Ingimarsson, fyrirliði Hauka, lyfti ekki bikarnum þegar Íslandsmeistararnir voru krýndir deildarmeistarar 2016 í Olís-deild karla í handbolta eftir sigur á Val í Schenker-höllinni að Ásvöllum á þriðjudagskvöldið. Það var heldur ekki Jón Þorbjörn Jóhannsson, Heimir Óli Heimisson, Tjörvi Þorgeirsson, Janus Daði Smárason eða önnur af stjörnum liðsins. Sá sem tók við bikarnum var hinn 19 ára gamli Þórarinn Leví Traustason, strákur sem hefur spilað með Haukum alla sína tíð. Þórarinn var að spila sinn fyrsta leik síðan í byrjun móts en þetta var aðeins í sjötta skipti sem hann var á skýrslu í vetur. Hann varð nefnilega fyrir því áfalli í október á síðasta ári að greinast með krabbamein. „Það var frábært að fá að vera í hóp og hita upp með strákunum. Ég bjóst kannski við að fá að fara inn á og taka eitt víti en strákarnir komu mér á óvart með því að leyfa mér að lyfta bikarnum. Það var ekki leiðinlegt að lyfta dollunni,“ segir Þórarinn Leví í viðtali við Vísi. „Þetta hjálpar alveg gríðarlega í veikindunum. Mamma átti líka afmæli þennan dag þannig þetta var bara stórkostlegt. Það hjálpar mér svo mikið að fá svona andlegan styrk.“Þórarinn Leví hefur bikarinn á loft með vinum sínum og liðsfélögum.vísir/anton brinkÚr melónu í vínber Þessi 19 ára gamli drengur greindist með krabbamein í vöðva í mjaðmagrind fyrir hálfu ári og hefur sem fyrr segir ekkert spilað síðan. Það er þó gaman frá því að segja að meðferðin gengur vonum framar. „Æxlið var orðið jafn stórt og melóna en lyfjagjöfin gekk svo vel að 90 prósent af því er farið þannig þetta er eins og vínber núna,“ segir Þórarinn léttur. „Læknarnir segja að þetta sé alveg magnað og vegna þess að það hefur minnkað svona mikið þá var hætt við aðgerðina sem stóð til. Það eru bestu fréttir sem ég hef fengið á ævinni.“ Meðferðin gengur svo vel hjá Þórarni að stefnt er að hann úrskrifist úr öllu nánast sléttu ári eftir að hann var fyrst greindur.vísir/anton brinkNámið nú í forgang „Þetta hefur gengið svo svakalega vel að samkvæmt plani eru fimm lyfjameðferðir eftir og ellefu geislameðferðir. Það er talað um útskrift í október. Eftir það verð ég bara í eftirliti en ekki lyfjameðferðum þannig þá get ég hægt og rólega komið mér í form og vonandi aftur í boltann,“ segir Þórarinn sem hefur mjög eðlilega lítið getað æft í veikindunum. „Ég reyni að æfa smá en það er nú samt eitthvað minna. Það skiptir mig miklu meira máli að fara að hitta strákana og vera hluti af hópnum af og til. Það gerir meira fyrir mig andlega heldur líkamlega. Ég viðurkenni líka alveg að ég hef fitnað smá,“ segir Þórarinn léttur í bragði. Þórarinn, sem varð Íslandsmeistari með Haukum í fyrra, vonast til að getað spilað handbolta sem fyrst aftur enda er það sportið sem brennur inn í honum. Hann er þó skynsamur og ætlar að passa upp á námið. „Handboltinn hefur alltaf verið í fyrsta sæti hjá mér en í veikindunum hef ég ekki getað stundað skólann þannig núna verð ég líklega að setja hann í fyrsta sæti,“ segir Þórarinn sem stundar nám við Flensborgarskólann eins og alvöru Hafnfirðingur. „Markmiðið hefur alltaf verið að standa sig í handboltanum en nú held ég að maður verði að drífa sig í skólann og læra frekar en að taka aukaæfingar,“ segir Þórarinn Leví Traustason.
Olís-deild karla Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Sjá meira