Meðlimir í Flugfreyjufélagi Íslands fjölmenntu í Háskólabíó í gær á sérstaka boðsýningu á Reykjavík eftir Ásgrím Sverrisson.
„Okkur fannst gaman að bjóða Flugfreyjufélaginu í bíó því Nanna Kristín leikur kollega þeirra í myndinni, tilefnið var nú ekkert dýpra en það,“ segir Ásgrímur.
Reykjavík er ljúfsár gamanmynd þar sem Atli Rafn Sigurðarson og Nanna Kristín Magnúsdóttir fara með aðalhlutverkinu. Myndin var frumsýnd fyrr í mánuðinum og hefur fengið fína dóma.

