Glæpsamlegir tónleikar í Dómkirkjunni Jónas Sen skrifar 31. mars 2016 11:00 Erla Dóra söng af áhrifamikilli tilfinningu og einlægni að sögn dómarans. Tónlist Söngtónleikar Stabat mater eftir Pergolesi í flutningi Maríu Konráðsdóttur, Erlu Dóru Vogler og Sólborgar Valdimarsdóttur. Dómkirkjan Föstudaginn langa Mærin mæra mændi? Þessi undarlega setning er úr þýðingu Matthíasar Jochumssonar á helgikvæðinu Stabat mater sem var ort á þrettándu öld. Mærin mæra er auðvitað María mey og ljóðið fjallar um það þegar hún „mændi“ á Krist á krossinum, harmi slegin. Það hefur verið tónsett af fjölmörgum tónskáldum, þar á meðal hér á landi. Að þessu sinni var tónlistin eftir Pergolesi og tónleikarnir fóru fram í hádeginu í Dómkirkjunni föstudaginn langa. En bíðum við. Það er lögbrot að halda tónleika fyrir klukkan þrjú á föstudaginn langa. Tónleikarnir voru því glæpsamlegir, ef svo má segja! Þrjú glæpakvendi stóðu að þeim, María Konráðsdóttir sópran, Erla Dóra Vogler mezzósópran og Sólborg Valdimarsdóttir píanóleikari. Það var María sem benti á staðreyndina um glæpinn áður en tónleikarnir hófust. Tónlistin var samin á átjándu öld. Undirspilið er hugsað fyrir lítinn hóp strengjaleikara ásamt organista. Óneitanlega var það þunnur þrettándi að aðeins væri boðið upp á píanóútsetningu. Sólborg lék þó af nákvæmni og festu, en hún hefði mátt móta betur hendingar og laglínur. Allar nóturnar voru á sínum stað, en það var ekki nógu mikil ljóðræna í þeim. Þetta gerði tónlistina nokkuð tilbreytingarlausa. Það voru of fá litbrigði til að krydda sönginn og gera hann spennandi. Söngurinn sjálfur var samt fallegur í sjálfu sér. María hefur vissulega forkunnarfagra rödd og allir langir tónar, sérstaklega á efsta sviðinu, voru unaðslegir áheyrnar. En stuttir tónar voru stundum dálítið loðnir. Hraðar tónastrófur hefðu mátt vera meitlaðri og skýrari, þá hefði söngurinn verið fullkominn. Þess verður að geta að María er enn í námi, hún stundar mastersnám við Listaháskólann í Berlín. Óhætt er að fullyrða að hún er ákaflega efnileg og það verður athyglisvert að fylgjast með henni er fram líða stundir. Erla Dóra var pottþéttari í sínu hlutverki. Rödd hennar er einnig frábær og söngurinn var jafnari og fókuseraðri en hjá Maríu. Hún söng af áhrifamikilli tilfinningu og einlægni, túlkunin var hástemmd og alvöruþrungin, en jafnframt gædd viðeigandi snerpu. Það var magnað að hlýða á hana.Niðurstaða: Sumpart góður en nokkuð litlaus flutningur á Stabat mater eftir Pergolesi. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 31. mars. Menning Mest lesið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Lífið samstarf Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Fleiri fréttir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Sjá meira
Tónlist Söngtónleikar Stabat mater eftir Pergolesi í flutningi Maríu Konráðsdóttur, Erlu Dóru Vogler og Sólborgar Valdimarsdóttur. Dómkirkjan Föstudaginn langa Mærin mæra mændi? Þessi undarlega setning er úr þýðingu Matthíasar Jochumssonar á helgikvæðinu Stabat mater sem var ort á þrettándu öld. Mærin mæra er auðvitað María mey og ljóðið fjallar um það þegar hún „mændi“ á Krist á krossinum, harmi slegin. Það hefur verið tónsett af fjölmörgum tónskáldum, þar á meðal hér á landi. Að þessu sinni var tónlistin eftir Pergolesi og tónleikarnir fóru fram í hádeginu í Dómkirkjunni föstudaginn langa. En bíðum við. Það er lögbrot að halda tónleika fyrir klukkan þrjú á föstudaginn langa. Tónleikarnir voru því glæpsamlegir, ef svo má segja! Þrjú glæpakvendi stóðu að þeim, María Konráðsdóttir sópran, Erla Dóra Vogler mezzósópran og Sólborg Valdimarsdóttir píanóleikari. Það var María sem benti á staðreyndina um glæpinn áður en tónleikarnir hófust. Tónlistin var samin á átjándu öld. Undirspilið er hugsað fyrir lítinn hóp strengjaleikara ásamt organista. Óneitanlega var það þunnur þrettándi að aðeins væri boðið upp á píanóútsetningu. Sólborg lék þó af nákvæmni og festu, en hún hefði mátt móta betur hendingar og laglínur. Allar nóturnar voru á sínum stað, en það var ekki nógu mikil ljóðræna í þeim. Þetta gerði tónlistina nokkuð tilbreytingarlausa. Það voru of fá litbrigði til að krydda sönginn og gera hann spennandi. Söngurinn sjálfur var samt fallegur í sjálfu sér. María hefur vissulega forkunnarfagra rödd og allir langir tónar, sérstaklega á efsta sviðinu, voru unaðslegir áheyrnar. En stuttir tónar voru stundum dálítið loðnir. Hraðar tónastrófur hefðu mátt vera meitlaðri og skýrari, þá hefði söngurinn verið fullkominn. Þess verður að geta að María er enn í námi, hún stundar mastersnám við Listaháskólann í Berlín. Óhætt er að fullyrða að hún er ákaflega efnileg og það verður athyglisvert að fylgjast með henni er fram líða stundir. Erla Dóra var pottþéttari í sínu hlutverki. Rödd hennar er einnig frábær og söngurinn var jafnari og fókuseraðri en hjá Maríu. Hún söng af áhrifamikilli tilfinningu og einlægni, túlkunin var hástemmd og alvöruþrungin, en jafnframt gædd viðeigandi snerpu. Það var magnað að hlýða á hana.Niðurstaða: Sumpart góður en nokkuð litlaus flutningur á Stabat mater eftir Pergolesi. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 31. mars.
Menning Mest lesið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Lífið samstarf Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Fleiri fréttir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Sjá meira