Þetta er þriðji maðurinn sem eru við tveir Magnús Guðmundsson skrifar 9. apríl 2016 11:00 Helgi Þorgils Friðjónsson og Eggert Pétursson við verkið sem þeir hafa unni að í Gryfjunni að undanförnu. Fréttablaðið/Stefán Það er nokkuð óvenjulegt að tveir af þekktustu myndlistarmönnum Íslands leiði saman hesta sína enda eiga þeir Helgi Þorgils Friðjónsson og Eggert Pétursson hvor um sig einkar farsælan feril. Báðir hafa þeir einkennandi stíl og blæ í verkum sínum sem gerir þau auðþekkjanleg öllu kunnáttufólki og það er sífellt ánægjuefni að fylgjast með þróun þessara sterku einkenna. Í dag opnar í Listasafni ASÍ við Freyjugötu sýningin Gengið í björg, þar sem þeir Helgi Þorgils og Eggert sýna verk sem þeir hafa unnið saman. Samhliða sýningunni kemur út bókverk með þessum sömu verkum á vegum Crymogeu.Eitt af áttatíu verkum á sýningunni og í bókinni Gengið í björg.Helgi Þorgils segir að þeir Eggert hafi nú sýnt saman all nokkrum sinnum áður. „En þetta er öðruvísi þar sem við vinnum núna báðir sama verkið. Í flestum tilfellum byrjum við á eigin vinnustofu og svo hefur hinn fengið viðkomandi blað eða striga og svo öfugt. Oftast er þetta bara tvisvar sinnum en þó eru stöku undantekningar á því. Þannig að þetta er ekki verk eftir annan okkar heldur þriðju persónuna sem eru við tveir. En við svona göngum í hvers annars björg á víxl og í það ferli er titillinn sóttur. Þetta kom þannig til að við sýndum saman í borgarlistasafninu í Salsburg árið 2005 og ákváðum að við ætluðum að gera bókverk fyrir sýninguna sem okkur vannst svo ekki tími til þess að klára. En við höfum verið að vinna að þessu öll árin síðan og þetta eru um áttatíu myndir á þessum rúma áratug. En þetta hefur auðvitað verið mishratt og í mis miklum skorpum.“ Aðspurður hvort þeir hyggist halda samvinnunni áfram segir Helgi Þorgils einfaldlega: „Við erum náttúrulega vinir og hittumst alltaf en þetta er svona lokahnykkur á þessu verkefni.Bókin inniheldur öll verkin og er gefin út í þrjúhundruð eintökum. Þar af eru hundrað eintök tölusett og árituð og með einhverri smá svona auka innlögn. En á sýningunni erum við svo með eitt verk hér í Gryfjunni í Ásmundarsafni og það erum við búnir að vera að vinna þessa vikuna. Við komum að vísu með efni til þess að byrja til þess að þetta gengi hraðar fyrir sig en þetta verk verður til hér á staðnum. Við höfum verið að vinna að því liggur við dag og nótt að undanförnu. Það er alveg ágætt að vera bara í Gryfjunni að vinna á meðan það er verið að elta Bjarna og Sigmund.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 9. apríl. Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Það er nokkuð óvenjulegt að tveir af þekktustu myndlistarmönnum Íslands leiði saman hesta sína enda eiga þeir Helgi Þorgils Friðjónsson og Eggert Pétursson hvor um sig einkar farsælan feril. Báðir hafa þeir einkennandi stíl og blæ í verkum sínum sem gerir þau auðþekkjanleg öllu kunnáttufólki og það er sífellt ánægjuefni að fylgjast með þróun þessara sterku einkenna. Í dag opnar í Listasafni ASÍ við Freyjugötu sýningin Gengið í björg, þar sem þeir Helgi Þorgils og Eggert sýna verk sem þeir hafa unnið saman. Samhliða sýningunni kemur út bókverk með þessum sömu verkum á vegum Crymogeu.Eitt af áttatíu verkum á sýningunni og í bókinni Gengið í björg.Helgi Þorgils segir að þeir Eggert hafi nú sýnt saman all nokkrum sinnum áður. „En þetta er öðruvísi þar sem við vinnum núna báðir sama verkið. Í flestum tilfellum byrjum við á eigin vinnustofu og svo hefur hinn fengið viðkomandi blað eða striga og svo öfugt. Oftast er þetta bara tvisvar sinnum en þó eru stöku undantekningar á því. Þannig að þetta er ekki verk eftir annan okkar heldur þriðju persónuna sem eru við tveir. En við svona göngum í hvers annars björg á víxl og í það ferli er titillinn sóttur. Þetta kom þannig til að við sýndum saman í borgarlistasafninu í Salsburg árið 2005 og ákváðum að við ætluðum að gera bókverk fyrir sýninguna sem okkur vannst svo ekki tími til þess að klára. En við höfum verið að vinna að þessu öll árin síðan og þetta eru um áttatíu myndir á þessum rúma áratug. En þetta hefur auðvitað verið mishratt og í mis miklum skorpum.“ Aðspurður hvort þeir hyggist halda samvinnunni áfram segir Helgi Þorgils einfaldlega: „Við erum náttúrulega vinir og hittumst alltaf en þetta er svona lokahnykkur á þessu verkefni.Bókin inniheldur öll verkin og er gefin út í þrjúhundruð eintökum. Þar af eru hundrað eintök tölusett og árituð og með einhverri smá svona auka innlögn. En á sýningunni erum við svo með eitt verk hér í Gryfjunni í Ásmundarsafni og það erum við búnir að vera að vinna þessa vikuna. Við komum að vísu með efni til þess að byrja til þess að þetta gengi hraðar fyrir sig en þetta verk verður til hér á staðnum. Við höfum verið að vinna að því liggur við dag og nótt að undanförnu. Það er alveg ágætt að vera bara í Gryfjunni að vinna á meðan það er verið að elta Bjarna og Sigmund.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 9. apríl.
Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira