Afi kemur í heimsókn Óttar Guðmundsson skrifar 9. apríl 2016 07:00 Ég er 32. í röð afkomenda Egils Skallagrímssonar í beinan legg. Fyrir nokkrum árum gaf ég út bókina Hetjur og hugarvíl um geðveiki í Íslendingasögum. Ég gerði hlut Egils sem stærstan enda er hann með langflestar geðgreiningar allra í sögunum (drykkjusýki, geðhvörf, mótþróafrekjuröskun, þráhyggja, siðblinda o.fl.). Einhverju sinni var ég spurður í sjónvarpsviðtali hvar Egill væri staddur í nútímanum hefði hann lifað. Ég sagði að hann væri sennilega gildur Framsóknarbóndi í sveit á kafi í sjálfhverfri eiginhagsmunagæslu. Hann hefði í lifanda lífi stundað alls kyns fjármálabrask og m.a. komið peningunum sínum undan í öruggt skattaskjól að Mosfelli. Þessi orð fóru illa í marga. Þekkt Framsóknarkona hringdi og átaldi mig fyrir að láta að því liggja að fjármálaspilling þrifist kringum Framsóknarflokkinn. Allir vissu að svo væri ekki. Afkomendur Egils höfðu líka samband og voru mér reiðir fyrir að orða kallinn við Framsókn. Hann hefði verið maður hins frjálsa framtaks bæði í drápum og fjármálavafstri svo að hann hefði örugglega verið í Sjálfstæðisflokknum. Á dögunum dreymdi mig Egil afa minn. Hann stóð yfir mér þungbrýnn og reiður á svip og fór með þessa vísu: Seint mun kvinnan Sigmundar segja allt af létta, farinn er ég úr Framsóknar- flokknum eftir þetta. Hann gekk snúðugt að dyrunum og sagði: „Nú er ég genginn í Sjálfstæðisflokkinn. Það er nefnilega allt annað að eiga fé í skattaskjóli að Mosfelli en á Tortólaeyjum.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óttar Guðmundsson Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ég er 32. í röð afkomenda Egils Skallagrímssonar í beinan legg. Fyrir nokkrum árum gaf ég út bókina Hetjur og hugarvíl um geðveiki í Íslendingasögum. Ég gerði hlut Egils sem stærstan enda er hann með langflestar geðgreiningar allra í sögunum (drykkjusýki, geðhvörf, mótþróafrekjuröskun, þráhyggja, siðblinda o.fl.). Einhverju sinni var ég spurður í sjónvarpsviðtali hvar Egill væri staddur í nútímanum hefði hann lifað. Ég sagði að hann væri sennilega gildur Framsóknarbóndi í sveit á kafi í sjálfhverfri eiginhagsmunagæslu. Hann hefði í lifanda lífi stundað alls kyns fjármálabrask og m.a. komið peningunum sínum undan í öruggt skattaskjól að Mosfelli. Þessi orð fóru illa í marga. Þekkt Framsóknarkona hringdi og átaldi mig fyrir að láta að því liggja að fjármálaspilling þrifist kringum Framsóknarflokkinn. Allir vissu að svo væri ekki. Afkomendur Egils höfðu líka samband og voru mér reiðir fyrir að orða kallinn við Framsókn. Hann hefði verið maður hins frjálsa framtaks bæði í drápum og fjármálavafstri svo að hann hefði örugglega verið í Sjálfstæðisflokknum. Á dögunum dreymdi mig Egil afa minn. Hann stóð yfir mér þungbrýnn og reiður á svip og fór með þessa vísu: Seint mun kvinnan Sigmundar segja allt af létta, farinn er ég úr Framsóknar- flokknum eftir þetta. Hann gekk snúðugt að dyrunum og sagði: „Nú er ég genginn í Sjálfstæðisflokkinn. Það er nefnilega allt annað að eiga fé í skattaskjóli að Mosfelli en á Tortólaeyjum.“
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun