Ólafur Darri í nýjustu risamynd Spielberg: Þurfti ekki að mæta í áheyrnarprufu Stefán Árni Pálsson skrifar 8. apríl 2016 10:25 Ólafur Darri er að verða okkar allra þekktasti leikari. VÍSIR/ANTON „Hann hafði bara samband við mig upp úr þurru og bauð mér hlutverk í myndinni,“ segir Ólafur Darri Ólafsson, um hlutverk sitt í risamynd Steven Spielberg, The BFG. Ólafur fer með hlutverk risa í kvikmyndinni og þurfti hann ekki einu sinni að fara í áheyrnarprufu fyrir hlutverkið. Þetta kemur fram í viðtali sem Digital Spy tók við íslenska leikarann sem sló rækilega í gegn á þessu ári þegar hann fór með aðalhlutverkið í Ófærð. Ólafur segist hafa hitt Ninu Gold, sem hefur yfirumsjón með leikaravali í myndinni, og eftir það hafi Spielberg haft samband við hann. „Það var magnað að finna fyrir áhuga frá Spielberg. Það var enginn áheyrnaprufa og svo virðist sem að þegar Steven hefur tekið einhverja ákvörðun, þá stendur hún bara. Það var frábær tilfinning og vonandi stóðst ég væntingar hans.“ Kvikmyndin Big Friendly Giant kemur í kvikmyndahús í sumar og er þetta ein stærsta mynd ársins frá Disney. „Ég get lítið tjáð mig um hlutverkið, enda hefur það hvergi verið gefið upp hvaða hlutverk ég fer með í myndinni. Mark Rylance fer með aðalhlutverkið í kvikmyndinni og hefur Ólafur aðeins góða hluti um hann að segja. „Mark er mjög auðmjúkur og frábær maður, og vissulega stórkostlegur leikari. Ég er mikill aðdáandi og tel að hann eigi svo sannarlega skilið að fá Óskarinn fyrir hlutverk sitt í myndinni.“ Myndin verður frumsýnd 1. júlí í Bandaríkjunum og 22. júlí í Evrópu. Hér að neðan má sjá stiklu úr myndinni. Bíó og sjónvarp Mest lesið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fleiri fréttir Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
„Hann hafði bara samband við mig upp úr þurru og bauð mér hlutverk í myndinni,“ segir Ólafur Darri Ólafsson, um hlutverk sitt í risamynd Steven Spielberg, The BFG. Ólafur fer með hlutverk risa í kvikmyndinni og þurfti hann ekki einu sinni að fara í áheyrnarprufu fyrir hlutverkið. Þetta kemur fram í viðtali sem Digital Spy tók við íslenska leikarann sem sló rækilega í gegn á þessu ári þegar hann fór með aðalhlutverkið í Ófærð. Ólafur segist hafa hitt Ninu Gold, sem hefur yfirumsjón með leikaravali í myndinni, og eftir það hafi Spielberg haft samband við hann. „Það var magnað að finna fyrir áhuga frá Spielberg. Það var enginn áheyrnaprufa og svo virðist sem að þegar Steven hefur tekið einhverja ákvörðun, þá stendur hún bara. Það var frábær tilfinning og vonandi stóðst ég væntingar hans.“ Kvikmyndin Big Friendly Giant kemur í kvikmyndahús í sumar og er þetta ein stærsta mynd ársins frá Disney. „Ég get lítið tjáð mig um hlutverkið, enda hefur það hvergi verið gefið upp hvaða hlutverk ég fer með í myndinni. Mark Rylance fer með aðalhlutverkið í kvikmyndinni og hefur Ólafur aðeins góða hluti um hann að segja. „Mark er mjög auðmjúkur og frábær maður, og vissulega stórkostlegur leikari. Ég er mikill aðdáandi og tel að hann eigi svo sannarlega skilið að fá Óskarinn fyrir hlutverk sitt í myndinni.“ Myndin verður frumsýnd 1. júlí í Bandaríkjunum og 22. júlí í Evrópu. Hér að neðan má sjá stiklu úr myndinni.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fleiri fréttir Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira