Sala bíla í Evrópu jókst um 5,2% í mars Finnur Thorlacius skrifar 8. apríl 2016 10:05 Páskarnir voru í mars og fækkaði það bílasöludögunum. Mars var góður mánuður fyrir bílaframleiðendur í Evrópu en salan jókst um 5,2% og hefur vaxið það sem af er ári um 7,7%. Því var vöxturinn hægari en á fyrstu tveimur mánuðum ársins en samtals er hún meiri en spáð var í upphafi árs. Í mars seldust 1,64 milljón bílar og er salan á fyrsta ársfjórðungi komin í 3,66 milljón bíla. Það að páskarnir féllu í mars þetta árið fækkaði bílasöludögum í mars miðað við síðasta ár og því er þessi aukning í mars góð. Spár um bílasölu í Evrópu hafa verið hækkaðar vegna þessarar ágætu sölu og nú er því spáð að 14,28 milljón bílar muni seljast í álfunni í ár og að vöxturinn muni nema 7% frá 2015. Sala bíla í Þýskalandi, stærsta bílasölulandi Evrópu stóð samt í stað á milli ára í mars, en salan í Bretlandi, næst stærsta bílasölulandinu, jókst um 5,3%. Í Frakklandi nam vöxturinn 8% og heilum 17% á Ítalíu. Á Spáni varð hins vegar samdráttur um 1%. Mest lesið Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Erlent Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent
Mars var góður mánuður fyrir bílaframleiðendur í Evrópu en salan jókst um 5,2% og hefur vaxið það sem af er ári um 7,7%. Því var vöxturinn hægari en á fyrstu tveimur mánuðum ársins en samtals er hún meiri en spáð var í upphafi árs. Í mars seldust 1,64 milljón bílar og er salan á fyrsta ársfjórðungi komin í 3,66 milljón bíla. Það að páskarnir féllu í mars þetta árið fækkaði bílasöludögum í mars miðað við síðasta ár og því er þessi aukning í mars góð. Spár um bílasölu í Evrópu hafa verið hækkaðar vegna þessarar ágætu sölu og nú er því spáð að 14,28 milljón bílar muni seljast í álfunni í ár og að vöxturinn muni nema 7% frá 2015. Sala bíla í Þýskalandi, stærsta bílasölulandi Evrópu stóð samt í stað á milli ára í mars, en salan í Bretlandi, næst stærsta bílasölulandinu, jókst um 5,3%. Í Frakklandi nam vöxturinn 8% og heilum 17% á Ítalíu. Á Spáni varð hins vegar samdráttur um 1%.
Mest lesið Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Erlent Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent