Opið Hús hjá SVFR í kvöld Karl Lúðvíksson skrifar 7. apríl 2016 15:36 Flottur lax af Fjallinu í Langá Mynd: KL Stangaveiðifélag Reykjavíkur býður í Opið Hús hjá félaginu í kvöld þar sem farið verður ítarlega yfir eitt af veiðisvæðum félagsins. Svæðið sem um ræðir er í daglegu tali kallað "Fjallið" og er í Langá á Mýrum sem er flaggskip SVFR. Mikill fjöldi félagsmanna er á fara á þetta skemmtilega veiðisvæði í haust og svo mikill áhugi hefur verið á að komast á svæðið að það er að heita uppselt, aðeins nokkrar stangir lausar. Það sem gerir þetta svæði heillandi eru hátt í 30 merktir veiðistaðir í stórbrotnu umhverfi dalsins ofan við Sveðjufoss. Fjölbreytileiki þessara veiðistaða er mikill og það skaðar síðan ekkert að veiðin á þessu svæði er að jafnaði best á haustin, sem eðlilegt er þar sem þetta er efsta svæðið í ánni. Þeir sem kunna á Fjallið veiða alltaf vel þarna og í kvöld verður farið ítarlega yfir þetta veiðisvæði, farið yfir helstu staði og aðkomu að þeim, sýndir helstu tökustaðir og hvernig er best að veiða þá ásamt því að ráðleggja með veiðitækni og fluguval. Sem fyrr eru allir velkomnir í kvöld. Kynningin byrjar klukkan 20:00 í sal SVFR á Rafstöðvarvegi 14. Mest lesið Málþing LS í heild sinni: Áheyrendur slegnir yfir niðurstöðum um áhrif sjókvíaeldis Veiði Æ fleiri útlendingar vilja í Brynju Veiði Sjaldgæfur 99,5 sm lax veiðist í Blöndu Veiði Hver að verða síðastur að þreyta skotpróf Veiði Allt um veiðihnúta Veiði Almenn sala hefst á morgun hjá SVFR Veiði 6.563 fiskar veiðst í Veiðivötnum Veiði Góð opnun í Breiðdalsá; Þrír í Jöklu en dauft í Hrútu Veiði Stórlaxapar í Tungufljóti í Biskupstungum Veiði Bandormssýking í silungi: Óþarfi að hringja á prest! Veiði
Stangaveiðifélag Reykjavíkur býður í Opið Hús hjá félaginu í kvöld þar sem farið verður ítarlega yfir eitt af veiðisvæðum félagsins. Svæðið sem um ræðir er í daglegu tali kallað "Fjallið" og er í Langá á Mýrum sem er flaggskip SVFR. Mikill fjöldi félagsmanna er á fara á þetta skemmtilega veiðisvæði í haust og svo mikill áhugi hefur verið á að komast á svæðið að það er að heita uppselt, aðeins nokkrar stangir lausar. Það sem gerir þetta svæði heillandi eru hátt í 30 merktir veiðistaðir í stórbrotnu umhverfi dalsins ofan við Sveðjufoss. Fjölbreytileiki þessara veiðistaða er mikill og það skaðar síðan ekkert að veiðin á þessu svæði er að jafnaði best á haustin, sem eðlilegt er þar sem þetta er efsta svæðið í ánni. Þeir sem kunna á Fjallið veiða alltaf vel þarna og í kvöld verður farið ítarlega yfir þetta veiðisvæði, farið yfir helstu staði og aðkomu að þeim, sýndir helstu tökustaðir og hvernig er best að veiða þá ásamt því að ráðleggja með veiðitækni og fluguval. Sem fyrr eru allir velkomnir í kvöld. Kynningin byrjar klukkan 20:00 í sal SVFR á Rafstöðvarvegi 14.
Mest lesið Málþing LS í heild sinni: Áheyrendur slegnir yfir niðurstöðum um áhrif sjókvíaeldis Veiði Æ fleiri útlendingar vilja í Brynju Veiði Sjaldgæfur 99,5 sm lax veiðist í Blöndu Veiði Hver að verða síðastur að þreyta skotpróf Veiði Allt um veiðihnúta Veiði Almenn sala hefst á morgun hjá SVFR Veiði 6.563 fiskar veiðst í Veiðivötnum Veiði Góð opnun í Breiðdalsá; Þrír í Jöklu en dauft í Hrútu Veiði Stórlaxapar í Tungufljóti í Biskupstungum Veiði Bandormssýking í silungi: Óþarfi að hringja á prest! Veiði